Enski boltinn

United átti aðeins sjö snertingar innan teigs gegn AZ

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sóknarmenn United hafa ekki verið að skora mikið af mörkum í upphafi tímabils
Sóknarmenn United hafa ekki verið að skora mikið af mörkum í upphafi tímabils vísir/getty
Manchester United gerði markalaust jafntefli við AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í kvöld. Sóknarleikur United var ekki til framdráttar í leiknum.

BBC birti kort af snertingum United í leiknum og þar kom í ljós að allt liðið kom aðeins sjö sinnum við boltann innan vítateigs allan leikinn.

United átti ekki eitt skot á markið í leiknum.

AZ náði hins vegar fjórum skotum á markið og átti 25 snertingar í vítateig United.

United vann fyrsta leikinn í riðlinum 1-0 og hefur bara skorað 9 mörk í 7 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

mynd/bbc



Fleiri fréttir

Sjá meira


×