Erlent

Myrti fjóra lögreglumenn með hnífi í París

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árásin átti sér stað um klukkan eitt að staðartíma í París í dag.
Árásin átti sér stað um klukkan eitt að staðartíma í París í dag. EPA/ IAN LANGSDON
Fjórir lögregluþjónar eru dánir eftir að starfsmaður lögreglunnar réðst á þá með hnífi í höfuðstöðvum lögreglunnar í París. Árásarmaðurinn var svo skotinn til bana af lögregluþjóni. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir né hvort fleiri séu særðir.

Höfuðstöðvar lögreglunnar í París eru staðsettar nærri Notre Dame og mun árásin hafa átt sér stað um klukkan eitt að staðartíma. Það er um klukkan ellefu hér á landi. Allri eyjunni l’île de la Cité, var lokað um tíma vegna árásarinnar.

Talsmaður verkalýðsfélag lögregluþjóna í París sagði Sky News að svo virðist sem að árásin hafi hafist á skrifstofu í byggingunni. Talið er að árásarmaðurinn hafi unnið hjá lögreglunni í tuttugu ár, samkvæmt heimildarmönnum heimildarmenn Sky og mun hann aldrei hafa verið til vandræða, ef svo má að orði komast, áður.

Einn starfsmaður lögreglunnar sagði AP fréttaveitunni að hann hefði heyrt tvo skothvelli og svo séð tvo lögregluþjóna koma grátandi út úr skrifstofunni. Sá þriðji, sá sem skaut árásarmanninn, hafi svo skriðið út. Hann mun einnig hafa verið grátandi.

Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, segir íbúa borgarinnar syrgja vegna árásarinnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór til höfuðstöðvanna og vottaði lögregluþjónum samúð sína, samkvæmt Le Mone, og Christophe Castaner, utanríkisráðherra, hætti verið ferð sína til Tyrklands vegna árásarinnar.

Þúsundir lögregluþjóna fóru í kröfugöngu í París í gær til að mótmæla lágum launum, löngum vinnudögum og auknum fjölda sjálfsvíga lögregluþjóna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×