Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 77-86 | Góð byrjun Keflvíkinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2019 21:30 Magnús Már átti góðan leik fyrir Keflavík. vísir/bára Keflavík gerði góða ferð á Sauðárkrók og vann níu stiga sigur á Tindastóli, 77-86, í 1. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Dominykas Milka skoraði 26 stig fyrir Keflavík og tók níu fráköst. Khalil Ahmad skoraði 23 stig og tók tíu fráköst. Gerel Simmons var stigahæstur í liði Tindastóls með 26 stig. Keflavík var þremur stigum yfir, 41-44, eftir jafnan fyrri hálfleik. Gestirnir byrjuðu svo seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og náðu góðri forystu. Simmons var eini leikmaður Tindastóls með meðvitund í 3. leikhluta og ef ekki hefði verið fyrir hans framlag hefðu úrslitin sennilega verið ráðin fyrir lokaleikhlutann. Tindastóll kom með áhlaup í 4. leikhluta en Keflavík átti alltaf svör. Minnstur varð munurinn fjögur stig, 69-73, en Magnús Már Traustason svaraði með afar mikilvægri þriggja stiga körfu. Keflvíkingar lentu ekki í teljandi vandræðum eftir þetta og unnu að lokum níu stiga sigur, 77-86.Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar voru heilt yfir sterkari aðilinn, sérstaklega í 3. leikhlutanum sem þeir unnu, 24-16. Keflavík hitti frábærlega inni í teig (78%) og var með mun betri skotnýtingu; 53%-38%. Simmons var öflugur hjá Tindastóli en enginn annar leikmaður liðsins náði almennilegu flugi í sókninni fyrir utan Sinisa Bilic í fyrri hálfleik. Hann skoraði þá 14 af 15 stigum sínum.Hverjir stóðu upp úr? Milka er greinilega hörkuleikmaður. Hann skoraði 26 stig, tók níu fráköst og var með 35 framlagsstig. Milka hitti úr níu af 13 skotum sínum utan af velli og nýtti öll sex vítin sín. Ahmed átti góðan leik sem og Magnús Már sem skoraði 17 stig af bekknum. Deane Williams skilaði einnig sínu og var með ellefu stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar. Eins og áður sagði var Simmons bestur Stólanna og Bilic var öflugur í fyrri hálfleik. Jasmin Perkovic átti einnig ágæta spretti.Hvað gekk illa? Stólarnir hittu illa, sérstaklega úr þriggja stiga skotum (22%). Þá vantaði meira framlag af bekknum. Hörður Axel Vilhjálmsson hefur oft spilað betur en hann var aðeins með eina körfu og fjóra tapaða bolta. Stigin voru aðeins fjögur.Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætir Keflavík Grindavík í grannaslag í Röstinni. Degi síðar sækir Tindastóll Njarðvík heim.Baldur: Viljum halda liðum í kringum 70 stig Tindastóll tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik sínum undir stjórn Baldurs Þórs Ragnarssonar. „Það er leiðinlegt að tapa. Þetta voru tvö góð lið að spila. Keflvíkingar hittu vel og voru erfiðir í dag,“ sagði Baldur. „Við viljum gera betur. Við fengum 86 stig á okkur sem er of mikið. Við viljum halda liðum í kringum 70 stig. Vörnin þarf að vera betri.“ Leikstjórnandinn Pétur Rúnar Birgisson lék ekki með Tindastóli í kvöld vegna meiðsla. Baldur segir óvíst hvenær Pétur geti byrjað að spila aftur. „Hann hefur ekki enn náð æfingu og við vitum ekki enn hvenær hann verður klár,“ sagði Baldur. Í næstu umferð fara Stólarnir til Njarðvíkur. „Það er annar hörkuleikur. Hver einasti leikur í þessari deild er erfiður og við þurfum að smyrja okkur betur saman,“ sagði Baldur.Hjalti: Það er gaman hjá okkur „Mér líður mjög vel. Við gerðum þokkalega vel í þessum leik. Auðvitað vantaði þá Pétur [Rúnar Birgisson] en við kláruðum þetta,“ sagði Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn á Tindastóli í kvöld. Nokkrir leikmenn léku sinn fyrsta keppnisleik með Keflavík í kvöld. Hjalti kvaðst ánægður með þeirra framlag. „Þeir geta spilað körfubolta en fyrst og fremst eru þetta frábærir gæjar og passa vel inn í hópinn. Það er gaman hjá okkur og liðsheildin er flott,“ sagði Hjalti. Næsti leikur Keflavíkur er í Grindavík eftir viku. „Við byrjum að undirbúa þann leik í fyrramálið og leggja hann upp,“ sagði Hjalti að lokum. Dominos-deild karla
Keflavík gerði góða ferð á Sauðárkrók og vann níu stiga sigur á Tindastóli, 77-86, í 1. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Dominykas Milka skoraði 26 stig fyrir Keflavík og tók níu fráköst. Khalil Ahmad skoraði 23 stig og tók tíu fráköst. Gerel Simmons var stigahæstur í liði Tindastóls með 26 stig. Keflavík var þremur stigum yfir, 41-44, eftir jafnan fyrri hálfleik. Gestirnir byrjuðu svo seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og náðu góðri forystu. Simmons var eini leikmaður Tindastóls með meðvitund í 3. leikhluta og ef ekki hefði verið fyrir hans framlag hefðu úrslitin sennilega verið ráðin fyrir lokaleikhlutann. Tindastóll kom með áhlaup í 4. leikhluta en Keflavík átti alltaf svör. Minnstur varð munurinn fjögur stig, 69-73, en Magnús Már Traustason svaraði með afar mikilvægri þriggja stiga körfu. Keflvíkingar lentu ekki í teljandi vandræðum eftir þetta og unnu að lokum níu stiga sigur, 77-86.Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar voru heilt yfir sterkari aðilinn, sérstaklega í 3. leikhlutanum sem þeir unnu, 24-16. Keflavík hitti frábærlega inni í teig (78%) og var með mun betri skotnýtingu; 53%-38%. Simmons var öflugur hjá Tindastóli en enginn annar leikmaður liðsins náði almennilegu flugi í sókninni fyrir utan Sinisa Bilic í fyrri hálfleik. Hann skoraði þá 14 af 15 stigum sínum.Hverjir stóðu upp úr? Milka er greinilega hörkuleikmaður. Hann skoraði 26 stig, tók níu fráköst og var með 35 framlagsstig. Milka hitti úr níu af 13 skotum sínum utan af velli og nýtti öll sex vítin sín. Ahmed átti góðan leik sem og Magnús Már sem skoraði 17 stig af bekknum. Deane Williams skilaði einnig sínu og var með ellefu stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar. Eins og áður sagði var Simmons bestur Stólanna og Bilic var öflugur í fyrri hálfleik. Jasmin Perkovic átti einnig ágæta spretti.Hvað gekk illa? Stólarnir hittu illa, sérstaklega úr þriggja stiga skotum (22%). Þá vantaði meira framlag af bekknum. Hörður Axel Vilhjálmsson hefur oft spilað betur en hann var aðeins með eina körfu og fjóra tapaða bolta. Stigin voru aðeins fjögur.Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætir Keflavík Grindavík í grannaslag í Röstinni. Degi síðar sækir Tindastóll Njarðvík heim.Baldur: Viljum halda liðum í kringum 70 stig Tindastóll tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik sínum undir stjórn Baldurs Þórs Ragnarssonar. „Það er leiðinlegt að tapa. Þetta voru tvö góð lið að spila. Keflvíkingar hittu vel og voru erfiðir í dag,“ sagði Baldur. „Við viljum gera betur. Við fengum 86 stig á okkur sem er of mikið. Við viljum halda liðum í kringum 70 stig. Vörnin þarf að vera betri.“ Leikstjórnandinn Pétur Rúnar Birgisson lék ekki með Tindastóli í kvöld vegna meiðsla. Baldur segir óvíst hvenær Pétur geti byrjað að spila aftur. „Hann hefur ekki enn náð æfingu og við vitum ekki enn hvenær hann verður klár,“ sagði Baldur. Í næstu umferð fara Stólarnir til Njarðvíkur. „Það er annar hörkuleikur. Hver einasti leikur í þessari deild er erfiður og við þurfum að smyrja okkur betur saman,“ sagði Baldur.Hjalti: Það er gaman hjá okkur „Mér líður mjög vel. Við gerðum þokkalega vel í þessum leik. Auðvitað vantaði þá Pétur [Rúnar Birgisson] en við kláruðum þetta,“ sagði Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn á Tindastóli í kvöld. Nokkrir leikmenn léku sinn fyrsta keppnisleik með Keflavík í kvöld. Hjalti kvaðst ánægður með þeirra framlag. „Þeir geta spilað körfubolta en fyrst og fremst eru þetta frábærir gæjar og passa vel inn í hópinn. Það er gaman hjá okkur og liðsheildin er flott,“ sagði Hjalti. Næsti leikur Keflavíkur er í Grindavík eftir viku. „Við byrjum að undirbúa þann leik í fyrramálið og leggja hann upp,“ sagði Hjalti að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum