Microsoft gerir aðra atlögu að símanum Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2019 11:34 Duo býr yfir tveimur 5,6 tommu skjám, sem samanlagt samsvarar 8,3 tommum. Vísir/getty Forsvarsmenn Microsoft kynntu í gær símann Surface Duo og er fyrirtækið þar með að gera aðra atlögu að símaframleiðslu rúmum tveimur árum eftir að framleiðslu síma var „hætt“ hjá Microsoft. Að þessu sinni munu símar fyrirtækisins keyra á Android en ekki stýrikerfi Microsoft, sem mun án efa laða að fleiri notendur. Duo þykir nokkuð merkilegur fyrir þær sakir að hann er með tvo skjái og er samanbrjótanlegur. Skjáirnir eru ekki samanbrjótanlegir eins og með Galaxy Fold, heldur síminn sjálfur. Duo býr yfir tveimur 5,6 tommu skjám, sem samanlagt samsvarar 8,3 tommum. Kynning Microsoft í gær innihélt þó ekki mikið meiri upplýsingar um símann en það. Síminn mun þó ekki birtast í hillum verslana fyrr en seint á næsta ári. Samhliða símanum kynnti fyrirtækið einnig tveggja skjáa spjaldtölvu sem ber heitið Suface Neo. Sú spjaldtölva mun þó keyra á nýrri útgáfu af stýrikerfi Microsoft sem kallast Windows 10X.Blaðamenn CNet vekja athygli á því að það gæti reynst Microsoft erfitt að ná góðri stöðu á markaðssímum heimsins. Í dag séu í raun þrjú fyrirtæki sem stýri mörkuðunum. Á öðrum fjórðungi þessa árs voru 22 prósent seldra síma frá Samsung, 17 prósent frá Huawei og ellefu prósent frá Apple. Samkvæmt greiningaraðilum er ekkert annað fyrirtæki með tíu prósent markaðshlutdeild. Hér að neðan má sjá myndbönd um þær vörur sem Microsoft kynnti í gær. Microsoft Tækni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Forsvarsmenn Microsoft kynntu í gær símann Surface Duo og er fyrirtækið þar með að gera aðra atlögu að símaframleiðslu rúmum tveimur árum eftir að framleiðslu síma var „hætt“ hjá Microsoft. Að þessu sinni munu símar fyrirtækisins keyra á Android en ekki stýrikerfi Microsoft, sem mun án efa laða að fleiri notendur. Duo þykir nokkuð merkilegur fyrir þær sakir að hann er með tvo skjái og er samanbrjótanlegur. Skjáirnir eru ekki samanbrjótanlegir eins og með Galaxy Fold, heldur síminn sjálfur. Duo býr yfir tveimur 5,6 tommu skjám, sem samanlagt samsvarar 8,3 tommum. Kynning Microsoft í gær innihélt þó ekki mikið meiri upplýsingar um símann en það. Síminn mun þó ekki birtast í hillum verslana fyrr en seint á næsta ári. Samhliða símanum kynnti fyrirtækið einnig tveggja skjáa spjaldtölvu sem ber heitið Suface Neo. Sú spjaldtölva mun þó keyra á nýrri útgáfu af stýrikerfi Microsoft sem kallast Windows 10X.Blaðamenn CNet vekja athygli á því að það gæti reynst Microsoft erfitt að ná góðri stöðu á markaðssímum heimsins. Í dag séu í raun þrjú fyrirtæki sem stýri mörkuðunum. Á öðrum fjórðungi þessa árs voru 22 prósent seldra síma frá Samsung, 17 prósent frá Huawei og ellefu prósent frá Apple. Samkvæmt greiningaraðilum er ekkert annað fyrirtæki með tíu prósent markaðshlutdeild. Hér að neðan má sjá myndbönd um þær vörur sem Microsoft kynnti í gær.
Microsoft Tækni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira