Hópuppsagnir! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 3. október 2019 09:45 Það er alltaf erfitt að heyra þegar hópuppsagnir verða í okkar litla samfélagi. Nú síðast var öllu starfsfólki Ísfisks á Akranesi sagt upp störfum. Þær uppsagnir bætast svo ofan á uppsagnir fjármálafyrirtækja í lok síðasta mánaðar ásamt uppsögnum hjá Íslandspósti og Icelandair. Ég var viðstödd þegar fiskvinnslan á Akranesi hóf rekstur fyrir rúmum tveimur árum þar sem bjartsýni ríkti með framhaldið og eru miklar vonir bundnar við að hægt verði að koma vinnslu þar aftur í gang. Hópuppsagnir eru núna orðnar fleiri á þessu ári en á öllu síðasta ári og samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu framkvæma er það mat stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að starfsmönnum þeirra gæti fækkað um 0,5 prósent næsta hálfa árið. Flestir þeirra sem misstu vinnuna á Akranesi í byrjun vikunnar höfðu áður misst vinnuna þegar HB Grandi hætti allri starfsemi í plássinu fyrir tveimur árum síðan. Þegar þetta er allt tekið saman þá er útlitið ekki gott. En stjórnendur hjá Ísfiski vonast enn til að uppsagnirnar geti gengið til baka og það er einnig von mín að það gangi eftir. Til að tryggja megi byggð alls staðar á landinu verður að tryggja atvinnu alls staðar á landinu. Akranes er steinsnar frá höfuðborginni og margir sækja atvinnu þangað, en það hlýtur að vera markmiðið að fólk geti unnið í sinni heimabyggð. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða starfsmenn fjármálafyrirtækja eða í fiskvinnslu. Það eru þó jákvæð merki annars staðar frá. Hið opinbera vinnur gegn niðursveiflunni með því auka fjárfestingar, þær hafa ekki verið hærri sem hlutfall af verðmætasköpun í landinu frá því fyrir hrun. Þá mun tryggingagjaldið lækka um áramót sem og tekjuskattur einstaklinga. Á miðvikudagsmorgun lækkaði svo Seðlabankinn stýrivexti í þriðja sinn á árinu og hafa þeir aldrei verið lægri. Þessi atriði auk annarra aðgerða munu leiða til þess að þessi tímabundni samdráttur mun vonandi verða stuttur. Þó eru enn margir óvissuþættir. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína gæti leitt til samdráttar í helstu viðskiptalöndum Íslands, útganga Breta úr Evrópusambandinu gæti haft slæmar afleiðingar hér á landi sem og áframhaldandi óvissa er með loðnuveiðar á næsta ári. Góðar fregnir eru hins vegar víða, á næsta ári gæti fiskeldi skilað álíka miklum tekjum og loðnuvertíð í þjóðarbúið. Þó að samdráttur hafi verið í komum ferðamanna þá hefur nýting á hótelum ekki versnað frá því í fyrra auk þess sem hver ferðamaður skilur eftir fleiri krónur árið 2019 en hann gerði 2018. Efnahagsleg staða landsins er sterk og einstaklingar, fyrirtæki og þjóðarbúið hafa verið að greiða niður skuldir. Það er því full ástæða til að vera bjartsýn á fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði þó uppsagnir slái hvern einstakling hart sem fyrir þeim verður og því brýnt að styðja það fólk með vinnumarkaðsaðgerðum eins og endurmenntun til að takast á við örar breytingar á vinnumarkaði.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akranes Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alltaf erfitt að heyra þegar hópuppsagnir verða í okkar litla samfélagi. Nú síðast var öllu starfsfólki Ísfisks á Akranesi sagt upp störfum. Þær uppsagnir bætast svo ofan á uppsagnir fjármálafyrirtækja í lok síðasta mánaðar ásamt uppsögnum hjá Íslandspósti og Icelandair. Ég var viðstödd þegar fiskvinnslan á Akranesi hóf rekstur fyrir rúmum tveimur árum þar sem bjartsýni ríkti með framhaldið og eru miklar vonir bundnar við að hægt verði að koma vinnslu þar aftur í gang. Hópuppsagnir eru núna orðnar fleiri á þessu ári en á öllu síðasta ári og samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu framkvæma er það mat stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að starfsmönnum þeirra gæti fækkað um 0,5 prósent næsta hálfa árið. Flestir þeirra sem misstu vinnuna á Akranesi í byrjun vikunnar höfðu áður misst vinnuna þegar HB Grandi hætti allri starfsemi í plássinu fyrir tveimur árum síðan. Þegar þetta er allt tekið saman þá er útlitið ekki gott. En stjórnendur hjá Ísfiski vonast enn til að uppsagnirnar geti gengið til baka og það er einnig von mín að það gangi eftir. Til að tryggja megi byggð alls staðar á landinu verður að tryggja atvinnu alls staðar á landinu. Akranes er steinsnar frá höfuðborginni og margir sækja atvinnu þangað, en það hlýtur að vera markmiðið að fólk geti unnið í sinni heimabyggð. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða starfsmenn fjármálafyrirtækja eða í fiskvinnslu. Það eru þó jákvæð merki annars staðar frá. Hið opinbera vinnur gegn niðursveiflunni með því auka fjárfestingar, þær hafa ekki verið hærri sem hlutfall af verðmætasköpun í landinu frá því fyrir hrun. Þá mun tryggingagjaldið lækka um áramót sem og tekjuskattur einstaklinga. Á miðvikudagsmorgun lækkaði svo Seðlabankinn stýrivexti í þriðja sinn á árinu og hafa þeir aldrei verið lægri. Þessi atriði auk annarra aðgerða munu leiða til þess að þessi tímabundni samdráttur mun vonandi verða stuttur. Þó eru enn margir óvissuþættir. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína gæti leitt til samdráttar í helstu viðskiptalöndum Íslands, útganga Breta úr Evrópusambandinu gæti haft slæmar afleiðingar hér á landi sem og áframhaldandi óvissa er með loðnuveiðar á næsta ári. Góðar fregnir eru hins vegar víða, á næsta ári gæti fiskeldi skilað álíka miklum tekjum og loðnuvertíð í þjóðarbúið. Þó að samdráttur hafi verið í komum ferðamanna þá hefur nýting á hótelum ekki versnað frá því í fyrra auk þess sem hver ferðamaður skilur eftir fleiri krónur árið 2019 en hann gerði 2018. Efnahagsleg staða landsins er sterk og einstaklingar, fyrirtæki og þjóðarbúið hafa verið að greiða niður skuldir. Það er því full ástæða til að vera bjartsýn á fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði þó uppsagnir slái hvern einstakling hart sem fyrir þeim verður og því brýnt að styðja það fólk með vinnumarkaðsaðgerðum eins og endurmenntun til að takast á við örar breytingar á vinnumarkaði.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun