Enski boltinn

Myndi ekki taka áhættuna á því að spila Pogba á þessu gervigrasi þó hann væri heill

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær er ekki ánægður með undirlagið sem Manchester United þarf að spila á í leik sínum við AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í kvöld.

Leikurinn fer fram á gervigrasvelli í Hollandi. Völlurinn var byggður fyrir heimsmeistaramótið í hokkí 2013 og er ástæða þess að spilað er á honum er að hluti af þakinu á heimavelli AZ hrundi í ágúst.

Solskjær var mjög hissa á því að leikurinn færi fram á gervigrasi.

„Það er í lagi (að spila á gervigrasi) þegar þú býrð á Norðurpólnum eins og við gerum í Noregi,“ sagði Solskjær.

„Þessi er einn sá versti sem ég hef séð í langan tíma. Í Noregi eru vellirnir allir frekar nýlegir. Grasið er öruggt, bara ekki það nýjasta.“

Paul Pogba fór ekki með United til Hollands en hann er að ná sér af ökklameiðslum.

„Ég hefði ekki tekið áhættuna á að spila honum á þessu gervigrasi jafnvel þó hann væri heill í leikinn,“ sagði Solskjær.

Leikur AZ Alkmaar og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 16:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×