Íslenski boltinn

Valur staðfestir komu Heimis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir gerði FH fimm sinnum að Íslandsmeisturum.
Heimir gerði FH fimm sinnum að Íslandsmeisturum. vísir/vilhelm
Heimir Guðjónsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Hann gerir fjögurra ára samning við Val.

Heimir tekur við Val af Ólafi Jóhannessyni sem hætti hjá félaginu um síðustu helgi eftir fimm ára starf. Heimir tók einnig við FH af Ólafi fyrir tólf árum.

„Það er mjög spennandi að koma til Vals á þessum tímapunkti, Valur hefur mikla sigurhefð, hefð sem ég ætla mér að viðhalda og styrkja. Valur er þannig félag að það vill alltaf leika til sigurs í öllum mótum. Það er mjög sterkur kjarni í liði Vals sem ætlar sér að keppa um alla titla á næsta ári,“ segir í tilkynningu frá Val.

Undanfarin tvö ár hefur Heimir stýrt HB í Færeyjum. Í fyrra gerði hann liðið færeyskum meisturum og í síðasta mánuði varð HB bikarmeistari undir stjórn Heimis.

FH var þjálfari FH í tíu ár. Undir hans stjórn varð liðið fimm sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Hann varð einnig tvisvar sinnum Íslandsmeistari sem fyrirliði FH og einu sinni sem aðstoðarþjálfari.

Valur endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildar karla á síðasta tímabili og féll úr leik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.




Tengdar fréttir

HB staðfestir heimkomu Heimis

Færeyska félagið HB Þórshöfn hefur staðfest að Heimir Guðjónsson mun snúa aftur heim til Íslands þegar keppnistímabilinu líkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×