Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2019 14:13 Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, þjóðskálds, stendur skammt frá Akureyrarkirkju. Vísir/getty Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, stendur í brekkunni skammt frá Akureyrarkirkju og er afar áberandi í bæjarmyndinni. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu. Guðmundur segir að áform um sölu á húsinu sé liður í því að skoða hvernig bærinn geti dregið úr kostnaði. Þannig hafa bæjaryfirvöld að undanförnu gaumgæft eignir bæjarins og skoðað hvaða eignir hafi nýst illa. Hús Matthíasar sé ein þeirra eigna sem hafi nýst illa vegna aðgengismála. „Það er kostnaðarsamt að koma upp aðgengi að þessu og við höfum talað um það að það væri kannski möguleiki á því að losa okkur undan þessu með því að selja húsið og kannski eru þarna aðilar úti sem gætu nýtt ser húsið og væru tilbúnir til þess.“Guðmundur Baldvin Guðmundsson er oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri.Framsóknarflokkurinn á AkureyriAðspurður hvernig bæjarbúar hafi brugðist við fréttunum segir Guðmundur. „Auðvitað er það þannig að fólk hefur taugar til þessa húss. Það er eðlilegt og þetta mun skapa einhverja umræðu, þetta var tekið fyrir í stjórn Akureyrarstofu í síðustu viku og kemur fyrir bæjarráð í næstu viku þar sem bæjarráð mun afgreiða þetta mál en það er vilji okkar til þess að leita að nýjum eigendum að þessu húsi.“Þetta er stolt Norðausturlands, er ekki óhætt að segja það?„Þetta er fallegt hús og sögufrægt hús og það er hús sem kemur til með að standa þarna um ókomna framtíð en vonandi finnst einhver sem vill eiga þetta og vill halda þessu við. Við höfum líka áhyggjur af því að með lítilli notkun, eins og þetta hefur verið síðustu árin, að þá drabbist þetta niður,“ segir Guðmundur. Sigurhæðir er fallegt hús og sögufrægt að sögn formanns bæjarráðs Akureyrar.Þórgnýr Dýrfjörð Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira
Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, stendur í brekkunni skammt frá Akureyrarkirkju og er afar áberandi í bæjarmyndinni. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu. Guðmundur segir að áform um sölu á húsinu sé liður í því að skoða hvernig bærinn geti dregið úr kostnaði. Þannig hafa bæjaryfirvöld að undanförnu gaumgæft eignir bæjarins og skoðað hvaða eignir hafi nýst illa. Hús Matthíasar sé ein þeirra eigna sem hafi nýst illa vegna aðgengismála. „Það er kostnaðarsamt að koma upp aðgengi að þessu og við höfum talað um það að það væri kannski möguleiki á því að losa okkur undan þessu með því að selja húsið og kannski eru þarna aðilar úti sem gætu nýtt ser húsið og væru tilbúnir til þess.“Guðmundur Baldvin Guðmundsson er oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri.Framsóknarflokkurinn á AkureyriAðspurður hvernig bæjarbúar hafi brugðist við fréttunum segir Guðmundur. „Auðvitað er það þannig að fólk hefur taugar til þessa húss. Það er eðlilegt og þetta mun skapa einhverja umræðu, þetta var tekið fyrir í stjórn Akureyrarstofu í síðustu viku og kemur fyrir bæjarráð í næstu viku þar sem bæjarráð mun afgreiða þetta mál en það er vilji okkar til þess að leita að nýjum eigendum að þessu húsi.“Þetta er stolt Norðausturlands, er ekki óhætt að segja það?„Þetta er fallegt hús og sögufrægt hús og það er hús sem kemur til með að standa þarna um ókomna framtíð en vonandi finnst einhver sem vill eiga þetta og vill halda þessu við. Við höfum líka áhyggjur af því að með lítilli notkun, eins og þetta hefur verið síðustu árin, að þá drabbist þetta niður,“ segir Guðmundur. Sigurhæðir er fallegt hús og sögufrægt að sögn formanns bæjarráðs Akureyrar.Þórgnýr Dýrfjörð
Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira