Hvernig er best að nota þýfið? Flosi Eiríksson skrifar 2. október 2019 09:00 Á Vopnafirði er í gangi afar sérkennilegt mál sem um leið dregur skýrt fram ákveðna þætti í samfélaginu. Í stuttu máli eru málavextir þannig að vegna mistaka sem urðu hjá Vopnafjarðarhreppi var greidd of lág iðgjöld til Lífeyrissjóðs fyrir hóp starfsmanna sveitarfélagsins. Þessi mistök stóðu yfir allt frá árinu 2005 til ársins 2016 er árvökull starfsmaður á leikskóla og trúnaðarmaður starfsmanna, áttaði sig á mistökunum og benti á þau. Nú virðist þetta vera nokkuð einfalt, sveitarfélagið gerir mistök, þau uppgötvast og þá myndi maður halda að gengið væri í að greiða það sem vangreitt er auk eðlilegrar ávöxtunar til að tryggja að viðkomandi starfsmenn glati ekki lífeyrisréttindum. En í heimi launagreiðanda er réttlætið flóknara. Meirihluti sveitarstjórnar Vopnafjarðar virðist vera búinn að tala sig inn á að beita ýmsum vafasömum æfingum. Ber þar fyrst að nefna að fullyrt er að hluti krafnanna sé fyrndur og því beri bænum ekki að skila því sem stolið var af starfsmönnum því þeir hafi bara ekki fattað það nógu snemma. Er það ótrúlega lágkúrulegur málflutningur hjá stjórnvaldi að hafa þannig réttindi af starfsmönnum sínum. Hin rökin sem heyrast mikið, eru að með því að greiða núna það sem vangreitt sé íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og hafi áhrif á framkvæmdagetu þess. Það virðist semsagt í alvöru sem forsvarsmenn sveitarfélagsins séu að tala um hvernig þeir vilji ráðstafa fjármunum sem sannanlega áttu að fara í að greiða í lífeyrissjóð starfsmanna. Þetta fé sem sveitarfélagið greiddi ekki eins og lögbundið er, vegna sinna eigin mistaka og hafði því af starfsfólki sínu á núna að verja í framkvæmdir og rekstur, og svo er það sett upp með þeim einstaklega ósmekklega hætti að ef sveitarfélagið borgi þessa óumdeildu skuld sína þá sé ekki hægt að gera þetta eða hitt. Ekki skal gert lítið úr góðum og þörfum verkum sem ráðast þarf í á Vopnafirði en að sveitarstjórn ætli að nota hálfgert þýfi á kostnað starfsmanna á ekki að koma til umræðu eða greina. Margir lenda í þeirri stöðu á lífsleiðinni að þurfa að velja á milli þess sem er siðferðilega rétt eða velja auðveldari leið. Þá reynir á manndóminn. Það er aumt þegar opinber aðili eins og sveitarfélag skríður í skjól við lagakróka og heykist á að gera upp skuldir sínar. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Vopnafjörður Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Á Vopnafirði er í gangi afar sérkennilegt mál sem um leið dregur skýrt fram ákveðna þætti í samfélaginu. Í stuttu máli eru málavextir þannig að vegna mistaka sem urðu hjá Vopnafjarðarhreppi var greidd of lág iðgjöld til Lífeyrissjóðs fyrir hóp starfsmanna sveitarfélagsins. Þessi mistök stóðu yfir allt frá árinu 2005 til ársins 2016 er árvökull starfsmaður á leikskóla og trúnaðarmaður starfsmanna, áttaði sig á mistökunum og benti á þau. Nú virðist þetta vera nokkuð einfalt, sveitarfélagið gerir mistök, þau uppgötvast og þá myndi maður halda að gengið væri í að greiða það sem vangreitt er auk eðlilegrar ávöxtunar til að tryggja að viðkomandi starfsmenn glati ekki lífeyrisréttindum. En í heimi launagreiðanda er réttlætið flóknara. Meirihluti sveitarstjórnar Vopnafjarðar virðist vera búinn að tala sig inn á að beita ýmsum vafasömum æfingum. Ber þar fyrst að nefna að fullyrt er að hluti krafnanna sé fyrndur og því beri bænum ekki að skila því sem stolið var af starfsmönnum því þeir hafi bara ekki fattað það nógu snemma. Er það ótrúlega lágkúrulegur málflutningur hjá stjórnvaldi að hafa þannig réttindi af starfsmönnum sínum. Hin rökin sem heyrast mikið, eru að með því að greiða núna það sem vangreitt sé íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og hafi áhrif á framkvæmdagetu þess. Það virðist semsagt í alvöru sem forsvarsmenn sveitarfélagsins séu að tala um hvernig þeir vilji ráðstafa fjármunum sem sannanlega áttu að fara í að greiða í lífeyrissjóð starfsmanna. Þetta fé sem sveitarfélagið greiddi ekki eins og lögbundið er, vegna sinna eigin mistaka og hafði því af starfsfólki sínu á núna að verja í framkvæmdir og rekstur, og svo er það sett upp með þeim einstaklega ósmekklega hætti að ef sveitarfélagið borgi þessa óumdeildu skuld sína þá sé ekki hægt að gera þetta eða hitt. Ekki skal gert lítið úr góðum og þörfum verkum sem ráðast þarf í á Vopnafirði en að sveitarstjórn ætli að nota hálfgert þýfi á kostnað starfsmanna á ekki að koma til umræðu eða greina. Margir lenda í þeirri stöðu á lífsleiðinni að þurfa að velja á milli þess sem er siðferðilega rétt eða velja auðveldari leið. Þá reynir á manndóminn. Það er aumt þegar opinber aðili eins og sveitarfélag skríður í skjól við lagakróka og heykist á að gera upp skuldir sínar. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar