Tapaði 458 milljónum á Icelandair Helgi Vífill Júlíusson skrifar 2. október 2019 06:30 Gengið lækkaði um 35% í fyrra. Tap Traðarhyrnu, sem stofnað var um kaup í Icelandair Group í febrúar 2017, jókst í 458 milljónir króna árið 2018 úr 169 milljónum króna árið áður. Gengi Icelandair Group lækkaði um 35 prósent í fyrra og það sem af er ári hefur gengið lækkað um þriðjung. Traðarhyrna fjárfesti upphaflega í Icelandair Group fyrir 1,7 milljarða króna en við árslok 2018 átti félagið hlutabréf í flugfélaginu fyrir 740 milljónir. Fram kemur í reikningi Traðarhyrnu að félagið hafi í fyrra selt hlutabréf í Icelandair Group fyrir 310 milljónir króna. Traðarhyrna hefur haldið áfram að minnka hlut sinn á árinu. Skuldir Traðarhyrnu við lánastofnanir námu 193 milljónum króna við árslok og var eiginfjárhlutfallið 74 prósent. Athygli vekur að í lok síðasta árs var Traðarsteinn sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Helgu Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, ekki lengur á meðal hluthafa Traðarhyrnu. Áður var félagið stærsti hluthafinn með 20 prósenta hlut.Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja.Auk þess er Eiríkur Ingvar Þorgeirsson augnlæknir ekki lengur á meðal hluthafa en hann átti 4,6 prósenta hlut við lok árs 2017. Fram kom í ársreikningi að Traðarhyrna hefði keypt eigin bréf fyrir 250 milljónir króna á á árinu. Jafnframt kom fram í fréttum í ágúst síðastliðnum að Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, hefði fært hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá Traðarhyrnu yfir í félagið NT. Fjögur félög áttu 13,9 prósenta hlut í Traðarhyrnu við árslok: Kvika banki, Snæból í eigu hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefánssonar, Gani í eigu Tómasar Kristjánssonar, N4A í eigu Þóris Alberts Kristinssonar og NT í eigu téðs Ómars. Aðrir hluthafar eru félög á vegum Margrétar Ásgeirsdóttur hóteleiganda; fjölskyldu Magnúsar Kristinssonar, fyrrverandi útgerðarmanns; Þorvalds Gissurarsonar verktaka, Óttars Þórarinssonar og Fagfjárfestasjóðsins Myllu undir stjórn Júpíters, sjóðastýringar Kviku. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Tap Traðarhyrnu, sem stofnað var um kaup í Icelandair Group í febrúar 2017, jókst í 458 milljónir króna árið 2018 úr 169 milljónum króna árið áður. Gengi Icelandair Group lækkaði um 35 prósent í fyrra og það sem af er ári hefur gengið lækkað um þriðjung. Traðarhyrna fjárfesti upphaflega í Icelandair Group fyrir 1,7 milljarða króna en við árslok 2018 átti félagið hlutabréf í flugfélaginu fyrir 740 milljónir. Fram kemur í reikningi Traðarhyrnu að félagið hafi í fyrra selt hlutabréf í Icelandair Group fyrir 310 milljónir króna. Traðarhyrna hefur haldið áfram að minnka hlut sinn á árinu. Skuldir Traðarhyrnu við lánastofnanir námu 193 milljónum króna við árslok og var eiginfjárhlutfallið 74 prósent. Athygli vekur að í lok síðasta árs var Traðarsteinn sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Helgu Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, ekki lengur á meðal hluthafa Traðarhyrnu. Áður var félagið stærsti hluthafinn með 20 prósenta hlut.Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja.Auk þess er Eiríkur Ingvar Þorgeirsson augnlæknir ekki lengur á meðal hluthafa en hann átti 4,6 prósenta hlut við lok árs 2017. Fram kom í ársreikningi að Traðarhyrna hefði keypt eigin bréf fyrir 250 milljónir króna á á árinu. Jafnframt kom fram í fréttum í ágúst síðastliðnum að Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, hefði fært hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá Traðarhyrnu yfir í félagið NT. Fjögur félög áttu 13,9 prósenta hlut í Traðarhyrnu við árslok: Kvika banki, Snæból í eigu hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefánssonar, Gani í eigu Tómasar Kristjánssonar, N4A í eigu Þóris Alberts Kristinssonar og NT í eigu téðs Ómars. Aðrir hluthafar eru félög á vegum Margrétar Ásgeirsdóttur hóteleiganda; fjölskyldu Magnúsar Kristinssonar, fyrrverandi útgerðarmanns; Þorvalds Gissurarsonar verktaka, Óttars Þórarinssonar og Fagfjárfestasjóðsins Myllu undir stjórn Júpíters, sjóðastýringar Kviku.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur