Þriggja milljarða WOW-högg fyrir Isavia Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. október 2019 14:47 Gjaldþrot WOW air í mars hefur haft merkjanleg áhrif á rekstur Isavia. vísir/vilhelm Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var neikvæð um 942 milljónir króna, samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 2.186 milljónir árið á undan. Þetta má lesa úr nýjum árshlutareikningi Isavia, sem birtur var á vef félagsins í dag.Þar er viðsnúningurinn rakinn að mestu til falls flugfélagsins WOW air í lok mars. Isavia segist þannig hafa þurft að niðurfæra kröfu vegna flugfélagsins, sem nam tæplega 2,1 milljarði króna, auk þess sem tekjur þess drógust saman vegna fækkunar ferðamanna. Félagið áætlar þannig að heildarafkoman fyrir árið í heild verði í járnum. Rekstrartekjur Isavia á fyrri helmingi ársins námu rúmlega 18,1 milljarði króna, sem er um 854 milljóna króna samdráttur samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Aftur á móti stóð rekstrarkostnaður í stað á milli tímabila. Heildarafkoman var um 2,5 milljarða samanborið við 1,5 milljarða jákvæða heildarafkomu á sama tímabili í fyrra. Þessar breytingar eru einkum raktar til aukinnar niðurfærslu viðskiptakrafna upp á 2.054 milljónir króna, neikvæðra gengisáhrifa vegna erlendra lána upp á 1.989 milljónir króna og minnkandi tekna upp á 854 milljónir króna.Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Vísir/Bjarni„Þrátt fyrir fækkun ferðamanna, einkum skiptifarþega, varð ekki breyting á mestu álagstímunum á Keflavíkurflugvelli. Þetta setti félaginu þröngar skorður varðandi niðurskurð. Þá þótti félaginu ekki fært annað en að framkvæma reikningshaldslega niðurfærslu á ríflega tveggja milljarða kröfu vegna WOW air,“ segir í útskýringu ISAVIA. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að afkoma félagsins sé bersýnilega mörkuð af gjaldþroti WOW air. „Ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu sex mánuði þessa árs fækkaði um hátt í 900 þúsund, eða 20,3% samanborið við sama tímabil í fyrra.“ Við þetta bætast síðan deilur vegna kyrrsetningar á þotu sem WOW air hafði verið með í rekstri. „Ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness um að fresta ekki réttaráhrifum úrskurðar um afhendingu þotunnar kom í veg fyrir að kyrrsetningarmálið færi eðlilega leið í dómskerfinu og gerði það að verkum að vélinni umræddu hefur nú verið flogið af landi brott. Við teljum þá ákvörðun héraðsdómara ámælisverða, en erum að leita leiða til að koma málinu á ný á æðra dómstig“, segir Sveinbjörn. Áður hafði Landsréttur úrskurðað félaginu í vil en sá úrskurður var ómerktur af lagatæknilegum ástæðum. „Þó svo að úrskurður Landsréttar hafi verið tæknilega ómerktur þá stendur eftir skoðun dómstólsins,“ segir Sveinbjörn. Uppgjör Isavia í heild sinni má nálgast með því að smella hér. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var neikvæð um 942 milljónir króna, samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 2.186 milljónir árið á undan. Þetta má lesa úr nýjum árshlutareikningi Isavia, sem birtur var á vef félagsins í dag.Þar er viðsnúningurinn rakinn að mestu til falls flugfélagsins WOW air í lok mars. Isavia segist þannig hafa þurft að niðurfæra kröfu vegna flugfélagsins, sem nam tæplega 2,1 milljarði króna, auk þess sem tekjur þess drógust saman vegna fækkunar ferðamanna. Félagið áætlar þannig að heildarafkoman fyrir árið í heild verði í járnum. Rekstrartekjur Isavia á fyrri helmingi ársins námu rúmlega 18,1 milljarði króna, sem er um 854 milljóna króna samdráttur samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Aftur á móti stóð rekstrarkostnaður í stað á milli tímabila. Heildarafkoman var um 2,5 milljarða samanborið við 1,5 milljarða jákvæða heildarafkomu á sama tímabili í fyrra. Þessar breytingar eru einkum raktar til aukinnar niðurfærslu viðskiptakrafna upp á 2.054 milljónir króna, neikvæðra gengisáhrifa vegna erlendra lána upp á 1.989 milljónir króna og minnkandi tekna upp á 854 milljónir króna.Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Vísir/Bjarni„Þrátt fyrir fækkun ferðamanna, einkum skiptifarþega, varð ekki breyting á mestu álagstímunum á Keflavíkurflugvelli. Þetta setti félaginu þröngar skorður varðandi niðurskurð. Þá þótti félaginu ekki fært annað en að framkvæma reikningshaldslega niðurfærslu á ríflega tveggja milljarða kröfu vegna WOW air,“ segir í útskýringu ISAVIA. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að afkoma félagsins sé bersýnilega mörkuð af gjaldþroti WOW air. „Ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu sex mánuði þessa árs fækkaði um hátt í 900 þúsund, eða 20,3% samanborið við sama tímabil í fyrra.“ Við þetta bætast síðan deilur vegna kyrrsetningar á þotu sem WOW air hafði verið með í rekstri. „Ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness um að fresta ekki réttaráhrifum úrskurðar um afhendingu þotunnar kom í veg fyrir að kyrrsetningarmálið færi eðlilega leið í dómskerfinu og gerði það að verkum að vélinni umræddu hefur nú verið flogið af landi brott. Við teljum þá ákvörðun héraðsdómara ámælisverða, en erum að leita leiða til að koma málinu á ný á æðra dómstig“, segir Sveinbjörn. Áður hafði Landsréttur úrskurðað félaginu í vil en sá úrskurður var ómerktur af lagatæknilegum ástæðum. „Þó svo að úrskurður Landsréttar hafi verið tæknilega ómerktur þá stendur eftir skoðun dómstólsins,“ segir Sveinbjörn. Uppgjör Isavia í heild sinni má nálgast með því að smella hér.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira