Fetar í fótspor afans sem hann aldrei fékk að kynnast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 13:46 Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, situr sinn fyrsta borgarstjórnarfund í dag sem kjörinn fulltrúi. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Geir Finnsson sem tekur sæti í borgarstjórn í fyrsta sinn í dag en hann er varaborgarfulltrúi fyrir Viðreisn. Afi hans, Geir Hallgrímsson, var borgarstjóri í Reykjavík frá 1959 til 1972 en borgarfulltrúi frá 1954. Afi Geirs og nafni varð síðar forsætisráðherra og var umsvifamikill í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Ólíkt afa sínum sem var Sjálfstæðismaður fann Geir sinn samastað í Viðreisn, flokki sem var stofnaður um klofning úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég er búinn að vera með í Viðreisn frá upphafi,“ segir Geir. „Ég hef alltaf verið áhugasamur um stjórnmál og vissi alltaf að ég myndi vilja láta til mín taka á þeim vettvangi fyrr eða síðar.“Geir Hallgrímsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og forsætisráðherra.Vefur AlþingisHann hafi þó framan af ekki fundið samleið með neinum stjórnmálaflokki þar til hann tók þátt í að stofna Viðreisn. Hann kveðst vilja nýta krafta sína í borgarstjórn til að beita sér fyrir því að einfalda líf borgarbúa og minnka flækjustig, sem sé í samræmi við áherslumál Viðreisnar í kosningabaráttunni. Þá séu skólamálin honum einnig afar hugleikin. Jómfrúarræða hans í borgarstjórn verður þó væntanlega um samgöngumál sem verða fyrirferðarmikil á dagskrá borgarstjórnarfundarins í dag. Hann vill ekki halda því fram að stjórnmálaferill afa hans hafi haft mikil áhrif á áhuga hans á stjórnmálum eða þá ákvörðun að bjóða sig fram í borgarstjórn. Geir er fæddur árið 1992 en afi hans Geir Hallgrímsson féll frá árið 1983 svo hann fékk aldrei tækifæri til að kynnast afa sínum. Aðspurður segir hann þó að þeir nafnar séu þeir einu í fjölskyldunni sem hafi látið til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. „Ég held líka að föðurfjölskyldan mín hafi verið búin að fá alveg nóg af pólitík,“ segir Geir léttur í bragði. „Ég hugsa nú sjaldan lengur en einn sólarhring fram í tímann,“ segir Geir og hlær, spurður hvort hann sjái fyrir sér að feta í fótspot afa síns og verða borgarstjóri þegar fram líða stundir. „En ég útiloka þó ekkert.“ Borgarstjórn Reykjavík Tímamót Viðreisn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Geir Finnsson sem tekur sæti í borgarstjórn í fyrsta sinn í dag en hann er varaborgarfulltrúi fyrir Viðreisn. Afi hans, Geir Hallgrímsson, var borgarstjóri í Reykjavík frá 1959 til 1972 en borgarfulltrúi frá 1954. Afi Geirs og nafni varð síðar forsætisráðherra og var umsvifamikill í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Ólíkt afa sínum sem var Sjálfstæðismaður fann Geir sinn samastað í Viðreisn, flokki sem var stofnaður um klofning úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég er búinn að vera með í Viðreisn frá upphafi,“ segir Geir. „Ég hef alltaf verið áhugasamur um stjórnmál og vissi alltaf að ég myndi vilja láta til mín taka á þeim vettvangi fyrr eða síðar.“Geir Hallgrímsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og forsætisráðherra.Vefur AlþingisHann hafi þó framan af ekki fundið samleið með neinum stjórnmálaflokki þar til hann tók þátt í að stofna Viðreisn. Hann kveðst vilja nýta krafta sína í borgarstjórn til að beita sér fyrir því að einfalda líf borgarbúa og minnka flækjustig, sem sé í samræmi við áherslumál Viðreisnar í kosningabaráttunni. Þá séu skólamálin honum einnig afar hugleikin. Jómfrúarræða hans í borgarstjórn verður þó væntanlega um samgöngumál sem verða fyrirferðarmikil á dagskrá borgarstjórnarfundarins í dag. Hann vill ekki halda því fram að stjórnmálaferill afa hans hafi haft mikil áhrif á áhuga hans á stjórnmálum eða þá ákvörðun að bjóða sig fram í borgarstjórn. Geir er fæddur árið 1992 en afi hans Geir Hallgrímsson féll frá árið 1983 svo hann fékk aldrei tækifæri til að kynnast afa sínum. Aðspurður segir hann þó að þeir nafnar séu þeir einu í fjölskyldunni sem hafi látið til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. „Ég held líka að föðurfjölskyldan mín hafi verið búin að fá alveg nóg af pólitík,“ segir Geir léttur í bragði. „Ég hugsa nú sjaldan lengur en einn sólarhring fram í tímann,“ segir Geir og hlær, spurður hvort hann sjái fyrir sér að feta í fótspot afa síns og verða borgarstjóri þegar fram líða stundir. „En ég útiloka þó ekkert.“
Borgarstjórn Reykjavík Tímamót Viðreisn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira