Veitingastað Braggans lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. október 2019 10:18 Veitingastaðurinn Bragginn Bistro & Bar hefur verið lokaður undanfarnar vikur. Gert er ráð fyrir að hann opni aftur í næstu viku. Vísir/vilhelm Stefnt er að enduropnun hins umtalaða Bragga í Nauthólsvík í næstu viku. Veitingastaður Braggans hefur verið lokaður undanfarnar vikur, eftir að rekstraraðilar Braggans Bar & Bistro sögðu samningi sínum lausum í vor. Vefur Hringbrautar greindi frá því í gærkvöld að búið væri að skella þar í lás. Þá hafa vef- og Facebook-síður veitingarstaðarins verið lagðar niður, en staðurinn opnaði sumarið 2018. Háskólinn í Reykjavík leigir húsnæðið af Reykjavíkurborg og hefur greitt 694 þúsund krónur á mánuði fyrir. HR nýtir hluta húsnæðsins undir nemendaaðstöðu og frumkvöðlasetur, auk þess sem skólinn hefur milligöngu um að leigja það áfram til rekstraraðila veitingastaðarins.Sjá einnig: Skýrsla innri endurskoðunar um framkvæmdir við Braggann Eiríkur Sigurðsson, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs HR, segir í samtali við Vísi að það sé rétt að Bragginn sé nú í millibilsástandi meðan nýr rekstraraðili kemur sér fyrir. Hann hafi fengið lykla að Bragganum á dögunum og gerir ráð fyrir að opna strax í næstu viku.Starfsmenn máttu þola aðkast Fréttastofa hefur ekki náð á Daða Agnarsson, rekstraraðila Braggans Bar & Bistro, vegna málsins en Eiríkur segir að hann hafi sagt samningi sínum lausum í vor. Fræg er Facebookfærsla Daða um þá óvægnu umræðu sem Bragginn mátti þola vegna framúrkeyrslu vegna byggingar hans, sem leiddi m.a. til þess að starfsfólk Braggans, sem voru um 18 talsins, þurfti sífellt að afsaka vinnustað sinn.„Þetta er fólk sem þarf að svara fyrir mistök annara, svara fyrir óábyrga umræðu stjórnmálamanna og reyna að útskýra að hvorki þau né þeir aðilar sem koma að rekstri Braggans Bar & Bistró hafa ekkert með þann kostnað, framkvæmdir eða annað sem misfórst í byggingu húsana að gera,“ skrifaði Daði. Nánar má fræðast um Braggamálið svonefnda með því að smella hér. Uppfært kl. 12:05.Háskólinn í Reykjavík hefur birt tilkynningu á vef sínum um málið. Þar er þess getið að félagið NH 100 ehf. hafi tekið við veitingarekstri í Bragganum en félagið er í eigu sömu einstaklinga og hafa séð um rekstur á Nauthóli og matsölunni Málinu í háskólanum. „Nýir rekstraraðilar hyggjast leggja aukna áherslu á að Bragginn verði félagsaðstaða fyrir nemendur HR og munu eiga náið samstarf við Stúdentafélag HR og bjóða upp á fjölbreytta viðburði í samstarfi við nemendur,“ segir í tilkynningunni. Braggamálið Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Veitingamaður Braggans ósáttur við „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir "óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. 13. janúar 2019 19:28 Útilokað að Norðmenn reisi bragga Bjarki Þór Steinarsson er lögfræðingur á innkaupaskrifstofu sveitarfélags í Noregi með svipað marga íbúa og Reykjavík. Hann segir útilokað að mál sem hafi komið upp hér á landi í tengslum við opinber innkaup geti komið upp þar í landi. Furðar hann sig á því að verktakar séu ekki tilbúnir að fara í skaðabótamál þegar ekki er farið eftir reglum. 22. júní 2019 11:00 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Stefnt er að enduropnun hins umtalaða Bragga í Nauthólsvík í næstu viku. Veitingastaður Braggans hefur verið lokaður undanfarnar vikur, eftir að rekstraraðilar Braggans Bar & Bistro sögðu samningi sínum lausum í vor. Vefur Hringbrautar greindi frá því í gærkvöld að búið væri að skella þar í lás. Þá hafa vef- og Facebook-síður veitingarstaðarins verið lagðar niður, en staðurinn opnaði sumarið 2018. Háskólinn í Reykjavík leigir húsnæðið af Reykjavíkurborg og hefur greitt 694 þúsund krónur á mánuði fyrir. HR nýtir hluta húsnæðsins undir nemendaaðstöðu og frumkvöðlasetur, auk þess sem skólinn hefur milligöngu um að leigja það áfram til rekstraraðila veitingastaðarins.Sjá einnig: Skýrsla innri endurskoðunar um framkvæmdir við Braggann Eiríkur Sigurðsson, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs HR, segir í samtali við Vísi að það sé rétt að Bragginn sé nú í millibilsástandi meðan nýr rekstraraðili kemur sér fyrir. Hann hafi fengið lykla að Bragganum á dögunum og gerir ráð fyrir að opna strax í næstu viku.Starfsmenn máttu þola aðkast Fréttastofa hefur ekki náð á Daða Agnarsson, rekstraraðila Braggans Bar & Bistro, vegna málsins en Eiríkur segir að hann hafi sagt samningi sínum lausum í vor. Fræg er Facebookfærsla Daða um þá óvægnu umræðu sem Bragginn mátti þola vegna framúrkeyrslu vegna byggingar hans, sem leiddi m.a. til þess að starfsfólk Braggans, sem voru um 18 talsins, þurfti sífellt að afsaka vinnustað sinn.„Þetta er fólk sem þarf að svara fyrir mistök annara, svara fyrir óábyrga umræðu stjórnmálamanna og reyna að útskýra að hvorki þau né þeir aðilar sem koma að rekstri Braggans Bar & Bistró hafa ekkert með þann kostnað, framkvæmdir eða annað sem misfórst í byggingu húsana að gera,“ skrifaði Daði. Nánar má fræðast um Braggamálið svonefnda með því að smella hér. Uppfært kl. 12:05.Háskólinn í Reykjavík hefur birt tilkynningu á vef sínum um málið. Þar er þess getið að félagið NH 100 ehf. hafi tekið við veitingarekstri í Bragganum en félagið er í eigu sömu einstaklinga og hafa séð um rekstur á Nauthóli og matsölunni Málinu í háskólanum. „Nýir rekstraraðilar hyggjast leggja aukna áherslu á að Bragginn verði félagsaðstaða fyrir nemendur HR og munu eiga náið samstarf við Stúdentafélag HR og bjóða upp á fjölbreytta viðburði í samstarfi við nemendur,“ segir í tilkynningunni.
Braggamálið Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Veitingamaður Braggans ósáttur við „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir "óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. 13. janúar 2019 19:28 Útilokað að Norðmenn reisi bragga Bjarki Þór Steinarsson er lögfræðingur á innkaupaskrifstofu sveitarfélags í Noregi með svipað marga íbúa og Reykjavík. Hann segir útilokað að mál sem hafi komið upp hér á landi í tengslum við opinber innkaup geti komið upp þar í landi. Furðar hann sig á því að verktakar séu ekki tilbúnir að fara í skaðabótamál þegar ekki er farið eftir reglum. 22. júní 2019 11:00 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Veitingamaður Braggans ósáttur við „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir "óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. 13. janúar 2019 19:28
Útilokað að Norðmenn reisi bragga Bjarki Þór Steinarsson er lögfræðingur á innkaupaskrifstofu sveitarfélags í Noregi með svipað marga íbúa og Reykjavík. Hann segir útilokað að mál sem hafi komið upp hér á landi í tengslum við opinber innkaup geti komið upp þar í landi. Furðar hann sig á því að verktakar séu ekki tilbúnir að fara í skaðabótamál þegar ekki er farið eftir reglum. 22. júní 2019 11:00
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33