Tími til kominn Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. október 2019 07:30 Höfuðborgarsvæðið hefur allt of lengi setið á hakanum þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Þess vegna er samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórfellda uppbyggingu á næstu fimmtán árum jákvætt og löngu tímabært skref. Hér er um að ræða fjölbreyttar aðgerðir sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum í samgöngumálum svæðisins. Sérstakt ánægjuefni er að þessir aðilar hafi náð saman um Borgarlínu og að hefja eigi framkvæmdir strax. Þannig á fyrstu áföngum Borgarlínu að vera lokið árið 2023 en alls mun tæpum 50 milljörðum verða varið til verkefnisins á tímabilinu. Tilkoma Borgarlínu er nauðsynleg forsenda uppbyggingar samgöngukerfis framtíðarinnar sem mun byggja á umhverfisvænum lausnum. Þess vegna er einnig ánægjulegt að verja eigi rúmum átta milljörðum til að bæta innviði fyrir gangandi og hjólandi. Þá sér loks fyrir endann á lagningu hluta Miklubrautar í stokk en slík áform var meðal annars að finna í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Miðað við samkomulagið er nú gert ráð fyrir að verkefninu verði lokið árið 2026. Hér er um mikilvæga framkvæmd að ræða sem mun bæta lífsgæði íbúa á svæðinu svo um munar. Þó veldur það vonbrigðum að Sundabraut sé ekki hluti samkomulagsins en aðeins er minnst á þá framkvæmd í upptalningu verkefna sem áformað sé að fjármagna með sértækri gjaldtöku. Miðað við þá umræðu sem skapaðist um samgönguáætlun og veggjöld síðasta vetur liggur það fyrir að fjármögnunin verður alltaf umdeild. Nú er gert ráð fyrir að 60 milljarðar, eða helmingur þess fjármagns sem er undir í samkomulaginu, komi í gegnum flýti- og umferðargjöld. Útfærslur liggja enn ekki fyrir en gera má ráð fyrir því að veggjöld verði tekin upp í einhverri mynd. Ríkið hefur heldur ekki útilokað að fjármagna hluta þessara 60 milljarða með öðrum leiðum eins og eignasölu. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hugi að jafnræði íbúa landsins þegar kemur að veggjöldum og tryggi um leið að þessi gjöld verði fyrst og fremst hugsuð sem viðbrögð við breytingum í samgöngukerfinu. Vistvænum bílum fjölgar hratt og þar með munu gjöld á jarðefnaeldsneyti, sem notuð hafa verið til að fjármagna framkvæmdir í vegakerfinu, dragast saman. Samkvæmt samkomulaginu verða allir mögulegir kostir við útfærslu gjaldtöku skoðaðir ítarlega. Þar er mikilvægt að horfa til þeirra fjölmörgu nágrannaríkja sem farið hafa svipaða leið. Eins og haft var eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu í gær þá er á þessu stigi málsins ótímabært að taka afstöðu til einstakra hugmynda. Það verkefni bíður komandi vetrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sighvatur Arnmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið hefur allt of lengi setið á hakanum þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Þess vegna er samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórfellda uppbyggingu á næstu fimmtán árum jákvætt og löngu tímabært skref. Hér er um að ræða fjölbreyttar aðgerðir sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum í samgöngumálum svæðisins. Sérstakt ánægjuefni er að þessir aðilar hafi náð saman um Borgarlínu og að hefja eigi framkvæmdir strax. Þannig á fyrstu áföngum Borgarlínu að vera lokið árið 2023 en alls mun tæpum 50 milljörðum verða varið til verkefnisins á tímabilinu. Tilkoma Borgarlínu er nauðsynleg forsenda uppbyggingar samgöngukerfis framtíðarinnar sem mun byggja á umhverfisvænum lausnum. Þess vegna er einnig ánægjulegt að verja eigi rúmum átta milljörðum til að bæta innviði fyrir gangandi og hjólandi. Þá sér loks fyrir endann á lagningu hluta Miklubrautar í stokk en slík áform var meðal annars að finna í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Miðað við samkomulagið er nú gert ráð fyrir að verkefninu verði lokið árið 2026. Hér er um mikilvæga framkvæmd að ræða sem mun bæta lífsgæði íbúa á svæðinu svo um munar. Þó veldur það vonbrigðum að Sundabraut sé ekki hluti samkomulagsins en aðeins er minnst á þá framkvæmd í upptalningu verkefna sem áformað sé að fjármagna með sértækri gjaldtöku. Miðað við þá umræðu sem skapaðist um samgönguáætlun og veggjöld síðasta vetur liggur það fyrir að fjármögnunin verður alltaf umdeild. Nú er gert ráð fyrir að 60 milljarðar, eða helmingur þess fjármagns sem er undir í samkomulaginu, komi í gegnum flýti- og umferðargjöld. Útfærslur liggja enn ekki fyrir en gera má ráð fyrir því að veggjöld verði tekin upp í einhverri mynd. Ríkið hefur heldur ekki útilokað að fjármagna hluta þessara 60 milljarða með öðrum leiðum eins og eignasölu. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hugi að jafnræði íbúa landsins þegar kemur að veggjöldum og tryggi um leið að þessi gjöld verði fyrst og fremst hugsuð sem viðbrögð við breytingum í samgöngukerfinu. Vistvænum bílum fjölgar hratt og þar með munu gjöld á jarðefnaeldsneyti, sem notuð hafa verið til að fjármagna framkvæmdir í vegakerfinu, dragast saman. Samkvæmt samkomulaginu verða allir mögulegir kostir við útfærslu gjaldtöku skoðaðir ítarlega. Þar er mikilvægt að horfa til þeirra fjölmörgu nágrannaríkja sem farið hafa svipaða leið. Eins og haft var eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu í gær þá er á þessu stigi málsins ótímabært að taka afstöðu til einstakra hugmynda. Það verkefni bíður komandi vetrar.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar