Á annan tug skotvopna stolið hér á landi á hverju ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. október 2019 20:30 Lögreglufulltrúi segir að á annan tug skotvopna sé stolið á hverju ári á Íslandi. Dæmi eru um að ekki sé farið eftir regluverki um geymslu og meðhöndlun, sem sé skýrt í lögum. Innflutningur skotvopna hefur aukist og er nálægt því sem var fyrir hrun. Á þriðja þúsund skotvopna eru nú flutt inn til landsins. Löglega innfluttum skotvopnum hefur fjölgað nokkuð frá því sem var strax eftir hrun. Árið 2010 voru rúmlega tvö þúsund skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2014 voru þau 1.315 og í fyrra nam fjöldinn 2.523 skotvopnum. Um mitt þetta ár var búið að flytja inn til landsins inntæplega 1.400 skotvopn. Heildar fjöldinn af skotvopnum á Íslandi, um mitt þetta ár, nemur því sextíu og átta þúsund sjö hundruð þrjátíu og fjórum skotvopnum. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mikla aðsókn í skotvopnaleyfi og merkir aukinn áhuga á byssuíþróttum og veiði.Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,Skjáskot/Stöð 2„Ætli það sé ekki um 40.000 haglabyssur á móti 30.000 rifflum. Skammbyssur eru ef ég man rétt, tvö til þrjú þúsund. Það byrjaði að fjölga í byssuinnflutningi 2017. Þá fór hann að komast á par við það sem var áður.“ Jónas segir að skýrar reglur séu um geymslu og meðferð skotvopna í vopnalögum. Lögin voru sett á árið 1998 og telur hann að kominn sé tími á endurskoðun. Til eru dæmi þar sem geymsla sé ekki reglum samkvæm og það sem af er ári hefur lögregla fengið tilkynningu um þjófnað á 17 skotvopnum og skotfærum.Skjáskot/Stöð2„Það er þó stolið 10 til 20 byssum, að meðaltali, á hverju ári. Virðist vera að fólk misskilji reglur sem segja að byssa eitt, tvö og þrjú þurfi að vera í læstri geymslu. En það er alveg skýrt í vopalögum að svo skal vera.“ Á þriðja ársfjórðungi þessa árs hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt hald á 37 skotvopn. Þess ber þó að geta skotvopn geta verið haldlögð til að mynda úr dánarbúi. Það er ef erfingar hafi ekki leyfi til byssueignar. Það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 76 skotvopn. Í fyrra voru þau í heildina 99. Lögreglan Tengdar fréttir Hvellir heyrðust skömmu eftir að tilkynning barst um mann með skotvopn Leit lögreglu skilaði engum árangri. 19. ágúst 2019 10:12 Handtóku tvo eftir skothvelli í Breiðholti Tveir menn voru handteknir í Breiðholti á mánudag og hald lagt á skotvopn og lítilræði af fíkniefnum. 3. júlí 2019 07:00 Tveir handteknir í aðgerð sem sérsveitin tók þátt í Tilkynnt hafði verið um skotvopn í húsi í austurborginni. Vopnin reyndust eftirlíkingar. 4. október 2019 17:33 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fleiri fréttir Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Sjá meira
Lögreglufulltrúi segir að á annan tug skotvopna sé stolið á hverju ári á Íslandi. Dæmi eru um að ekki sé farið eftir regluverki um geymslu og meðhöndlun, sem sé skýrt í lögum. Innflutningur skotvopna hefur aukist og er nálægt því sem var fyrir hrun. Á þriðja þúsund skotvopna eru nú flutt inn til landsins. Löglega innfluttum skotvopnum hefur fjölgað nokkuð frá því sem var strax eftir hrun. Árið 2010 voru rúmlega tvö þúsund skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2014 voru þau 1.315 og í fyrra nam fjöldinn 2.523 skotvopnum. Um mitt þetta ár var búið að flytja inn til landsins inntæplega 1.400 skotvopn. Heildar fjöldinn af skotvopnum á Íslandi, um mitt þetta ár, nemur því sextíu og átta þúsund sjö hundruð þrjátíu og fjórum skotvopnum. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mikla aðsókn í skotvopnaleyfi og merkir aukinn áhuga á byssuíþróttum og veiði.Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,Skjáskot/Stöð 2„Ætli það sé ekki um 40.000 haglabyssur á móti 30.000 rifflum. Skammbyssur eru ef ég man rétt, tvö til þrjú þúsund. Það byrjaði að fjölga í byssuinnflutningi 2017. Þá fór hann að komast á par við það sem var áður.“ Jónas segir að skýrar reglur séu um geymslu og meðferð skotvopna í vopnalögum. Lögin voru sett á árið 1998 og telur hann að kominn sé tími á endurskoðun. Til eru dæmi þar sem geymsla sé ekki reglum samkvæm og það sem af er ári hefur lögregla fengið tilkynningu um þjófnað á 17 skotvopnum og skotfærum.Skjáskot/Stöð2„Það er þó stolið 10 til 20 byssum, að meðaltali, á hverju ári. Virðist vera að fólk misskilji reglur sem segja að byssa eitt, tvö og þrjú þurfi að vera í læstri geymslu. En það er alveg skýrt í vopalögum að svo skal vera.“ Á þriðja ársfjórðungi þessa árs hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt hald á 37 skotvopn. Þess ber þó að geta skotvopn geta verið haldlögð til að mynda úr dánarbúi. Það er ef erfingar hafi ekki leyfi til byssueignar. Það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 76 skotvopn. Í fyrra voru þau í heildina 99.
Lögreglan Tengdar fréttir Hvellir heyrðust skömmu eftir að tilkynning barst um mann með skotvopn Leit lögreglu skilaði engum árangri. 19. ágúst 2019 10:12 Handtóku tvo eftir skothvelli í Breiðholti Tveir menn voru handteknir í Breiðholti á mánudag og hald lagt á skotvopn og lítilræði af fíkniefnum. 3. júlí 2019 07:00 Tveir handteknir í aðgerð sem sérsveitin tók þátt í Tilkynnt hafði verið um skotvopn í húsi í austurborginni. Vopnin reyndust eftirlíkingar. 4. október 2019 17:33 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fleiri fréttir Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Sjá meira
Hvellir heyrðust skömmu eftir að tilkynning barst um mann með skotvopn Leit lögreglu skilaði engum árangri. 19. ágúst 2019 10:12
Handtóku tvo eftir skothvelli í Breiðholti Tveir menn voru handteknir í Breiðholti á mánudag og hald lagt á skotvopn og lítilræði af fíkniefnum. 3. júlí 2019 07:00
Tveir handteknir í aðgerð sem sérsveitin tók þátt í Tilkynnt hafði verið um skotvopn í húsi í austurborginni. Vopnin reyndust eftirlíkingar. 4. október 2019 17:33