Réttur til að eignast félagslegt leiguhúsnæði Egill Þór Jónsson skrifar 19. október 2019 14:23 Það er ótrúlegt en satt að stefnuleysi vinstri manna í Reykjavík í málaflokki félagslegs húsnæðis hefur ekki skilað árangri, þrátt fyrir mikinn fjáraustur. Félagslegu leiguhúsnæði hefur fjölgað talsvert síðustu ár. Þrátt fyrir það hefur meðalfjöldi umsókna í bið eftir félagslegu húsnæði haldist í kringum 850 síðustu sex ár.Heimatilbúinn vandi Eitt af grunnhlutverkum hvers sveitarfélags er að tryggja nægilegt magn af byggingalóðum fyrir íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði. Reykjavíkurborg hefur mistekist þetta og sýnir þessi fjölmenni biðlisti þá gríðarlegu eftirspurn sem er eftir ódýru húsnæði í höfuðborginni. Í þeirri viðleitni að stytta biðlista hefur borgin ryksugað upp ódýrt húsnæði af frjálsum markaði en það hefur aukið vandann enn frekar. Félagsbústaðir eiga nú tæplega 2.000 almennar íbúðir en síðustu ár hafa verið keyptar hundruð íbúða af frjálsum fasteignamarkaði, en einungis fimm íbúðir voru byggðar allt síðasta kjörtímabil sérstaklega fyrir Félagsbústaði. Afleiðingin er augljós, minna framboð er af ódýrum íbúðum til sölu á almennum markaði. Hefur þetta fyrirkomulag Félagsbústaða leitt til þess að tekjulágir einstaklingar neyðast til þess að sækja um félagslegt húsnæði í stað þess að geta keypt sitt eigið.Köngulóarvefur? Tölur sýna að á síðustu tíu árum hafa rúmlega 20 leigjendur, eða einungis um 1% þeirra, komist úr kerfinu á ári. Félagslega kerfið er þannig byggt upp að fólk festist í því og á lítinn sem engan möguleika á að komast út á almennan markað. Eigna- og tekjumörk eru svo lág að einstaklingar sem hyggjast komast út úr kerfinu mega ekki vera með hærri mánaðarlaun en 445.000 kr. og sambúðarfólk samtals 624.000 kr. á mánuði og eignir þeirra mega ekki vera hærri en 5,8 milljónir. Það þýðir að fólk getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð og leigt félagslegt húsnæði á sama tíma. Meðal atriða sem koma leigjendum þannig í hættu á að missa íbúðina sína eru til dæmis launahækkanir, eignamyndun og nýr maki. Enginn ætti að þurfa að búa við slíka neikvæða hvata. Myndu Félagsbústaðir til dæmis bjóða upp á þann möguleika að fólk gæti eignast íbúðirnar sem það býr í myndi það virka sem stökkpallur aftur út í lífið úr köngulóarvef kerfisins. Félagslega kerfið á að vera byggt þannig upp að það grípi fólk í neyð en hjálpi því aftur út í lífið um leið og tækifærin gefast.Egill Þór JónssonBorgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt en satt að stefnuleysi vinstri manna í Reykjavík í málaflokki félagslegs húsnæðis hefur ekki skilað árangri, þrátt fyrir mikinn fjáraustur. Félagslegu leiguhúsnæði hefur fjölgað talsvert síðustu ár. Þrátt fyrir það hefur meðalfjöldi umsókna í bið eftir félagslegu húsnæði haldist í kringum 850 síðustu sex ár.Heimatilbúinn vandi Eitt af grunnhlutverkum hvers sveitarfélags er að tryggja nægilegt magn af byggingalóðum fyrir íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði. Reykjavíkurborg hefur mistekist þetta og sýnir þessi fjölmenni biðlisti þá gríðarlegu eftirspurn sem er eftir ódýru húsnæði í höfuðborginni. Í þeirri viðleitni að stytta biðlista hefur borgin ryksugað upp ódýrt húsnæði af frjálsum markaði en það hefur aukið vandann enn frekar. Félagsbústaðir eiga nú tæplega 2.000 almennar íbúðir en síðustu ár hafa verið keyptar hundruð íbúða af frjálsum fasteignamarkaði, en einungis fimm íbúðir voru byggðar allt síðasta kjörtímabil sérstaklega fyrir Félagsbústaði. Afleiðingin er augljós, minna framboð er af ódýrum íbúðum til sölu á almennum markaði. Hefur þetta fyrirkomulag Félagsbústaða leitt til þess að tekjulágir einstaklingar neyðast til þess að sækja um félagslegt húsnæði í stað þess að geta keypt sitt eigið.Köngulóarvefur? Tölur sýna að á síðustu tíu árum hafa rúmlega 20 leigjendur, eða einungis um 1% þeirra, komist úr kerfinu á ári. Félagslega kerfið er þannig byggt upp að fólk festist í því og á lítinn sem engan möguleika á að komast út á almennan markað. Eigna- og tekjumörk eru svo lág að einstaklingar sem hyggjast komast út úr kerfinu mega ekki vera með hærri mánaðarlaun en 445.000 kr. og sambúðarfólk samtals 624.000 kr. á mánuði og eignir þeirra mega ekki vera hærri en 5,8 milljónir. Það þýðir að fólk getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð og leigt félagslegt húsnæði á sama tíma. Meðal atriða sem koma leigjendum þannig í hættu á að missa íbúðina sína eru til dæmis launahækkanir, eignamyndun og nýr maki. Enginn ætti að þurfa að búa við slíka neikvæða hvata. Myndu Félagsbústaðir til dæmis bjóða upp á þann möguleika að fólk gæti eignast íbúðirnar sem það býr í myndi það virka sem stökkpallur aftur út í lífið úr köngulóarvef kerfisins. Félagslega kerfið á að vera byggt þannig upp að það grípi fólk í neyð en hjálpi því aftur út í lífið um leið og tækifærin gefast.Egill Þór JónssonBorgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun