Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2019 10:50 Ráðherrar hafa sagt það mikil vonbrigði ef Ísland endaði á listanum, sem nú er orðin niðurstaðan. Vísir Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Mannlíf greindi fyrst frá en fréttastofa hefur fengið gögn í hendur frá blaðamannafundi FATF í morgun sem staðfesta þetta. Ísland er nú komið á gráan lista með löndum eins og Afganistan, Írak og Úganda. Aðrar þjóðir sem bættust á gráa listann í dag eru Bahamaeyjar, Botswana, Kambódía, Ghana, Mongólía, Pakistan, Panama, Trínídad og Tóbakó, Jemen og Simbabve. Enn neðar, á svörtum lista, eru Norður-Kórea og Íran. Aftur á móti hafa Eþíópía, Sri Lanka og Túnis brugðist við tilmælum FATF og eru komin af listanum.Talið er að Bretar og Bandaríkjamenn hafi mælt með því að Ísland yrði á gráa listanum.Vísir/gettyFréttablaðið greindi frá því í gær að Ísland nyti stuðnings Evrópusambandsins á fundinum. Bandaríkin og Bretland væru hins vegar í hópi þjóða sem vildu að Ísland yrði sett á listann. Löndin teldu mikilvægt að skapa fordæmi um að tekið sé hart á þeirri alvarlegu vá sem peningaþvætti er.Nýsamþykkt frumvörp dugðu ekki til Í síðustu viku samþykkti Alþingi tvö frumvörp með hraði sem stjórnvöld sögðu nauðsynlegt að lögleiða til að koma í veg fyrir að samtök þjóða sem berjast gegn peningaþvætti setji Ísland á lista yfir þjóðir sem ekki hafi komið upp regluverki og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem meðal annars væri nýtt til að styðja við hryðjuverkasamtök. Ráðherrar hafa líst því yfir að það yrði mikið áfall ef Ísland rataði á þennan lista. Fram hefur komið að íslensku viðskiptabankarnir hafa haft miklar áhyggjur af því að Ísland rataði á listann. Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, vísaði á dómsmálaráðuneytið þegar leitað var til hennar um upplýsingar um málið. Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins, segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. „Hverjir trúa því að við eigum margt sameignlegt með þeim löndum sem eru á þessum lista. Hvað er hægt að lesa í það að þessi lönd taki þá ákvörðun að setja Ísland á lista með þeim ríkjum sem þar eru,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra á Alþingi í gær.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í vikunni að stjórnvöld myndu, ef Ísland lenti á listanum, gera allt til að koma Íslandi af listanum þegar hann yrði endurskoðaður á næsta ári.Vísir/vilhelmÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í vikunni að unnið hafði verið að því í ráðuneytinu frá því í fyrra að bregðast við athugasemdum FATF.Vonar að veran verði aðeins til eins árs „Fjármálaaðgerðarhópurinn birti skýrslu 2018 þar sem tiltekinn var 51 ágalli á umgjörð og framkvæmd í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og úrbóta krafist. Frá þeim tíma hafa dómsmálaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, ásamt Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu, unnið að því að bregðast við athugasemdum FATF,“ sagði Áslaug Arna. Sérstakur stýrihópur hefði verið starfræktur til að halda utan um þá vinnu. Áslaug Jósepsdóttir lögmaður er formaður stýrihópsins sem skipaður var í febrúar í fyrra. „Íslensk stjórnvöld hafa unnið ötullega að því að bæta varnir gegn peningaþvætti eins og sjá má af þeim umfangsmiklu úrbótum sem gerðar hafa verið frá því að fjármagnshöftum var aflétt og hafa öll helstu skilyrði FATF að mati íslenskra stjórnvalda verið uppfyllt.“ Verði því ekki séð að nokkurt málefnalegt tilefni sé til þess að breyta stöðu landsins eftir alla þá vinnu sem fram hefur farið hér á landi. „Verði niðurstaðan eigi að síður sú að Ísland verði sett á fyrrnefndan lista, munu íslensk stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, en FATF getur endurskoðað afstöðu sína á næsta ári. En einnig er búið að leggja vinnu í að meta áhrifin og vera tilbúin undir að við verðum sett á listann.“ Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30 Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Ísland gæti lent á gráum lista þrátt fyrir samþykkt frumvörp Það liggur fyrir á morgun hvort Ísland verði sett á svo kallaðan gráan lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti. 17. október 2019 13:00 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Mannlíf greindi fyrst frá en fréttastofa hefur fengið gögn í hendur frá blaðamannafundi FATF í morgun sem staðfesta þetta. Ísland er nú komið á gráan lista með löndum eins og Afganistan, Írak og Úganda. Aðrar þjóðir sem bættust á gráa listann í dag eru Bahamaeyjar, Botswana, Kambódía, Ghana, Mongólía, Pakistan, Panama, Trínídad og Tóbakó, Jemen og Simbabve. Enn neðar, á svörtum lista, eru Norður-Kórea og Íran. Aftur á móti hafa Eþíópía, Sri Lanka og Túnis brugðist við tilmælum FATF og eru komin af listanum.Talið er að Bretar og Bandaríkjamenn hafi mælt með því að Ísland yrði á gráa listanum.Vísir/gettyFréttablaðið greindi frá því í gær að Ísland nyti stuðnings Evrópusambandsins á fundinum. Bandaríkin og Bretland væru hins vegar í hópi þjóða sem vildu að Ísland yrði sett á listann. Löndin teldu mikilvægt að skapa fordæmi um að tekið sé hart á þeirri alvarlegu vá sem peningaþvætti er.Nýsamþykkt frumvörp dugðu ekki til Í síðustu viku samþykkti Alþingi tvö frumvörp með hraði sem stjórnvöld sögðu nauðsynlegt að lögleiða til að koma í veg fyrir að samtök þjóða sem berjast gegn peningaþvætti setji Ísland á lista yfir þjóðir sem ekki hafi komið upp regluverki og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem meðal annars væri nýtt til að styðja við hryðjuverkasamtök. Ráðherrar hafa líst því yfir að það yrði mikið áfall ef Ísland rataði á þennan lista. Fram hefur komið að íslensku viðskiptabankarnir hafa haft miklar áhyggjur af því að Ísland rataði á listann. Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, vísaði á dómsmálaráðuneytið þegar leitað var til hennar um upplýsingar um málið. Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins, segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. „Hverjir trúa því að við eigum margt sameignlegt með þeim löndum sem eru á þessum lista. Hvað er hægt að lesa í það að þessi lönd taki þá ákvörðun að setja Ísland á lista með þeim ríkjum sem þar eru,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra á Alþingi í gær.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í vikunni að stjórnvöld myndu, ef Ísland lenti á listanum, gera allt til að koma Íslandi af listanum þegar hann yrði endurskoðaður á næsta ári.Vísir/vilhelmÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í vikunni að unnið hafði verið að því í ráðuneytinu frá því í fyrra að bregðast við athugasemdum FATF.Vonar að veran verði aðeins til eins árs „Fjármálaaðgerðarhópurinn birti skýrslu 2018 þar sem tiltekinn var 51 ágalli á umgjörð og framkvæmd í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og úrbóta krafist. Frá þeim tíma hafa dómsmálaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, ásamt Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu, unnið að því að bregðast við athugasemdum FATF,“ sagði Áslaug Arna. Sérstakur stýrihópur hefði verið starfræktur til að halda utan um þá vinnu. Áslaug Jósepsdóttir lögmaður er formaður stýrihópsins sem skipaður var í febrúar í fyrra. „Íslensk stjórnvöld hafa unnið ötullega að því að bæta varnir gegn peningaþvætti eins og sjá má af þeim umfangsmiklu úrbótum sem gerðar hafa verið frá því að fjármagnshöftum var aflétt og hafa öll helstu skilyrði FATF að mati íslenskra stjórnvalda verið uppfyllt.“ Verði því ekki séð að nokkurt málefnalegt tilefni sé til þess að breyta stöðu landsins eftir alla þá vinnu sem fram hefur farið hér á landi. „Verði niðurstaðan eigi að síður sú að Ísland verði sett á fyrrnefndan lista, munu íslensk stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, en FATF getur endurskoðað afstöðu sína á næsta ári. En einnig er búið að leggja vinnu í að meta áhrifin og vera tilbúin undir að við verðum sett á listann.“
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30 Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Ísland gæti lent á gráum lista þrátt fyrir samþykkt frumvörp Það liggur fyrir á morgun hvort Ísland verði sett á svo kallaðan gráan lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti. 17. október 2019 13:00 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30
Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45
Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00
Ísland gæti lent á gráum lista þrátt fyrir samþykkt frumvörp Það liggur fyrir á morgun hvort Ísland verði sett á svo kallaðan gráan lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti. 17. október 2019 13:00
Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30