Sport

Hent út af vellinum fyrir að gera grín að þunglyndi leikmanns

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi ágæti stuðningsmaður Yankees var líklega ekki sá dónalegi.
Þessi ágæti stuðningsmaður Yankees var líklega ekki sá dónalegi. vísir/getty
Stuðningsmaður NY Yankees varð sér til skammar fyrir leik Yankees og Houston Astros í undanúrslitum bandarísku hafnaboltadeildarinnar í gær.

Sá nýtti alla upphitunina í að drulla yfir leikmann Astros, Zack Greinke, og gera grín að því að hann væri þunglyndur og hefði verið að glíma við önnur andleg veikindi.

Aðrir stuðningsmenn tóku þátt í níðinu og töluðu líka illa um móður Greinke. Aðeins einum var þó hent út af vellinum fyrir leikinn.

Forráðamenn Astros kvörtuðu einnig yfir öryggi leikmanna þar sem vatnsflöskum og öðrum aðskotahlutum var kastað að leikmönnum.

Houston vann leikinn 8-3 og er 3-1 yfir í rimmu liðanna. Liðið þarf því einn sigur til þess að komast í World Series.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×