Lína Birgitta lýsir erfiðri baráttu við búlimíu Stefán Árni Pálsson skrifar 18. október 2019 10:30 Lína Birgitta var í Íslandi í dag í gærkvöldi og sagði þar sögu sína í tengslum við búlimíu. Samfélagsmiðlastjarnan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir barðist í mörg ár við átröskunina búlimíu, þar sem hún kastaði upp eftir hverja máltíð til þess að koma í veg fyrir að fitna. Eftir að hafa fengið aðstoð er hún í dag orðin heilbrigður íþróttaþjálfari og hannar íþróttafatnað. Vala Matt ræddi við Línu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Búlimía er partur af átröskun sem virkar semsagt þannig að þú framkvæmir uppköst og það yfirleitt eftir stórar máltíðir og líka litlar. Þetta verður svona eins og lotugræðgi. Þú borðar eftir lotum og stundum bara treður þú endalausu ofan í þig og svo eftir það ferðu inn á bað og kastar upp,“ segir Lína. „Eins og ég var þá fékk ég mér kannski bara salat og fór samt og kastaði upp. Þetta var mín aðferð til þess að fitna ekki. Þegar þú ert orðin vön því að gera þetta þá getur maður í raun bara hallað sér fram og þá kemur maturinn út.“ Lína segist hafa barist við sjúkdóminn frá 13 ára aldri til 24 ára.Birgitta er mjög ánægð með vöxt sinn í dag.„Ég fattaði ekki að ég væri með búlimíu. Þetta var meira stelpurnar í kringum mig sem voru að segja við mig að þetta væri óeðlilegt. Ég hélt að flestar stelpur væru að þessu til að fitna ekki en það er ekki þannig. Ég man þegar stelpurnar nefndu þetta við mig þá fór ég í svo mikla vörn, varð mjög reið og í raun brjáluð. Svo er ég einnig með magasjúkdóm og því var ég farin að segja við mig að ég mætti í raun æla. Þetta var allt komið í þvílíkan vítahring,“ segir Lína sem leitaði sér aðstoðar eftir að ein vinkonan tók hana afsíðis og ræddi alvarlega við hana. „Þá var þetta orðið þannig að ég sagði bara við stelpurnar að ég ætlaði að fara inn á klósett til að æla. Ég var alveg hætt að fela þetta. Þá talaði ég við heimilislæknirinn minn sem sendi beiðni inn á Hvítabandið sem er á vegum geðdeildar. Þessi stutti tími sem ég var þar hjálpaði mér gjörsamlega. Hvert einasta atriði sem ég lærði þar tók ég gjörsamlega til mín.“ Hún segist ekki vita hvaðan hún fékk þessa hugmynd að byrja kasta upp. „Ég var rosalega þybbin sem barn og fékk rosalega oft að heyra það. Ef maður elst upp við svona þá hugsaði ég bara hvað ég gæti gert til þess að vera ekki þybbin. Þannig byrjaði þetta og svo tók við ógeðslegur vítahringur og varð bara meira og meira.“ Ísland í dag Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Samfélagsmiðlastjarnan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir barðist í mörg ár við átröskunina búlimíu, þar sem hún kastaði upp eftir hverja máltíð til þess að koma í veg fyrir að fitna. Eftir að hafa fengið aðstoð er hún í dag orðin heilbrigður íþróttaþjálfari og hannar íþróttafatnað. Vala Matt ræddi við Línu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Búlimía er partur af átröskun sem virkar semsagt þannig að þú framkvæmir uppköst og það yfirleitt eftir stórar máltíðir og líka litlar. Þetta verður svona eins og lotugræðgi. Þú borðar eftir lotum og stundum bara treður þú endalausu ofan í þig og svo eftir það ferðu inn á bað og kastar upp,“ segir Lína. „Eins og ég var þá fékk ég mér kannski bara salat og fór samt og kastaði upp. Þetta var mín aðferð til þess að fitna ekki. Þegar þú ert orðin vön því að gera þetta þá getur maður í raun bara hallað sér fram og þá kemur maturinn út.“ Lína segist hafa barist við sjúkdóminn frá 13 ára aldri til 24 ára.Birgitta er mjög ánægð með vöxt sinn í dag.„Ég fattaði ekki að ég væri með búlimíu. Þetta var meira stelpurnar í kringum mig sem voru að segja við mig að þetta væri óeðlilegt. Ég hélt að flestar stelpur væru að þessu til að fitna ekki en það er ekki þannig. Ég man þegar stelpurnar nefndu þetta við mig þá fór ég í svo mikla vörn, varð mjög reið og í raun brjáluð. Svo er ég einnig með magasjúkdóm og því var ég farin að segja við mig að ég mætti í raun æla. Þetta var allt komið í þvílíkan vítahring,“ segir Lína sem leitaði sér aðstoðar eftir að ein vinkonan tók hana afsíðis og ræddi alvarlega við hana. „Þá var þetta orðið þannig að ég sagði bara við stelpurnar að ég ætlaði að fara inn á klósett til að æla. Ég var alveg hætt að fela þetta. Þá talaði ég við heimilislæknirinn minn sem sendi beiðni inn á Hvítabandið sem er á vegum geðdeildar. Þessi stutti tími sem ég var þar hjálpaði mér gjörsamlega. Hvert einasta atriði sem ég lærði þar tók ég gjörsamlega til mín.“ Hún segist ekki vita hvaðan hún fékk þessa hugmynd að byrja kasta upp. „Ég var rosalega þybbin sem barn og fékk rosalega oft að heyra það. Ef maður elst upp við svona þá hugsaði ég bara hvað ég gæti gert til þess að vera ekki þybbin. Þannig byrjaði þetta og svo tók við ógeðslegur vítahringur og varð bara meira og meira.“
Ísland í dag Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira