Viðræður á frumsamningsferli í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja Diljá Helgadóttir skrifar 17. október 2019 16:45 Sú spurning vaknar hvernig kaupandi getur tryggt stöðu sína á meðan viðræður aðila standa yfir um kaup og sölu á fyrirtækjum. Á þetta til að mynda við þar sem seljandi hefur neitað að láta af hendi frekari upplýsingar um rekstur félags eða önnur atriði fyrr en viðræður eru komnar á formlegra stig. Verður hér fjallað um nokkrar leiðir sem koma til greina fyrir kaupanda til að tryggja stöðu sína á meðan viðræðum aðila stendur.Einkaréttarsamningur Til greina kemur að kaupandi óski eftir því að aðilar geri með sér einkaréttarsaming (e. exclusivity agreement). Einkaréttarsamningur væri til þess fallin að tryggja hagsmuni kaupanda þar sem ef slíkur samningur yrði gerður væri kaupandi sá eini sem hefði aðgang að upplýsingum um félagið. Jafnframt væri seljendum óheimilt að semja við aðra aðila á sama tíma. Með þessum hætti tryggir kaupandi sig jafnframt gegn samkeppnisaðilum. Um er að ræða samning sem gerður er á frumsamningsferli og fellur jafnan niður við gerð kaupsamnings eða ef ekkert verður að kaupunum.Samningur um meðferð trúnaðarupplýsinga Þá kæmi jafnframt til skoðunar að kaupandi óski eftir því að aðilar gerðu með sér samning um meðferð trúnaðarupplýsinga í því skyni að fá aðgang að þeim gögnum sem seljandi neitar að láta af hendi. Slíkur samningur tryggir þó ekki stöðu kaupanda á sama hátt og einkaréttarsamningur myndi gera heldur felur í sér trúnað samningsaðila um samningsviðræðurnar. Almennt hefur verið talið að trúnaðaryfirlýsingar gildi í þrjú ár þrátt fyrir að viðræðum um ætluð viðskipti sé slitið, sbr. 2. mgr. 16. gr. c. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Sé brotið gegn trúnaðaryfirlýsingu gæti slíkt leitt til skaðabótaskyldu en algengt er að kveðið sé á um slík vanefndaúrræði í samningum.Viljayfirlýsing Einkaréttarsamningur felur ekki í sér neina tryggingu fyrir seljanda um að kaupin verði að veruleika. Í framkvæmd er beiðni um einkaréttarsamning vegna þessa oft tengd því að aðilar leggi fram viljayfirlýsingu (e. letter of intent).Þá er einnig algengt að aðilar geri með sér viljayfirlýsingu sem inniheldur sambærilegt ákvæði og finna væri í einkaréttarsamningi, svokallað einkaréttarákvæði (e. exclusivity clause). Viljayfirlýsing er talin fela í sér sameiginlega yfirlýsingu aðila um tiltekin áform, sem yfirleitt lúta að því að þeir hyggjast gera með sér samning síðar um tiltekið efni. Á hinn bóginn hefur verið talið að viljayfirlýsingar séu ekki loforð um það, sem áform standa til.Af þessu leiðir að viljayfirlýsingar eru almennt ekki bindandi, en þó er mikilvægt að gæta að efni og orðalagi þeirra svo þær séu óskuldbindandi. Aftur á móti kunna ákvæði á borð við einkaréttarákvæði og ákvæði um meðferð trúnaðarupplýsinga að vera bindandi. Tilgangurinn með viljayfirlýsingu er að gera seljanda kleift að afhenda kaupanda frekari upplýsingar um félagið sem er til sölumeðferðar. Þá væri nauðsynlegt að fá aðgang að frekari upplýsingum um félagið hygðist kaupandi ætla að að framkvæma áreiðanleikakönnuntil að draga úr áhættu sinni af kaupunum. Af framangreindu má telja að viljayfirlýsing gæti leitt til þess að seljendur myndu veita kaupenda aðgang að þeim gögnum t.d. um rekstur félagsins sem þeir höfðu áður neitað að afhenda. Jafnframt myndi einkaréttarsamningur eða viljayfirlýsing með einkaréttarákvæði leiða til þess að kaupandi tryggði stöðu sína í samningsviðræðunum með þeim hætti að seljanda væri óheimilt að semja við aðra aðila á meðan. Grein þessi byggist á efni úr bókinni Køb og salg af virksomheder (5. útg. Nyt Juridisk Forlag 2014) eftir Johannus Egholm Hansen og Christian Lundgren. Höfundur er lögfræðingur og LL.M. nemi við lagadeild Duke háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Helgadóttir Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Sú spurning vaknar hvernig kaupandi getur tryggt stöðu sína á meðan viðræður aðila standa yfir um kaup og sölu á fyrirtækjum. Á þetta til að mynda við þar sem seljandi hefur neitað að láta af hendi frekari upplýsingar um rekstur félags eða önnur atriði fyrr en viðræður eru komnar á formlegra stig. Verður hér fjallað um nokkrar leiðir sem koma til greina fyrir kaupanda til að tryggja stöðu sína á meðan viðræðum aðila stendur.Einkaréttarsamningur Til greina kemur að kaupandi óski eftir því að aðilar geri með sér einkaréttarsaming (e. exclusivity agreement). Einkaréttarsamningur væri til þess fallin að tryggja hagsmuni kaupanda þar sem ef slíkur samningur yrði gerður væri kaupandi sá eini sem hefði aðgang að upplýsingum um félagið. Jafnframt væri seljendum óheimilt að semja við aðra aðila á sama tíma. Með þessum hætti tryggir kaupandi sig jafnframt gegn samkeppnisaðilum. Um er að ræða samning sem gerður er á frumsamningsferli og fellur jafnan niður við gerð kaupsamnings eða ef ekkert verður að kaupunum.Samningur um meðferð trúnaðarupplýsinga Þá kæmi jafnframt til skoðunar að kaupandi óski eftir því að aðilar gerðu með sér samning um meðferð trúnaðarupplýsinga í því skyni að fá aðgang að þeim gögnum sem seljandi neitar að láta af hendi. Slíkur samningur tryggir þó ekki stöðu kaupanda á sama hátt og einkaréttarsamningur myndi gera heldur felur í sér trúnað samningsaðila um samningsviðræðurnar. Almennt hefur verið talið að trúnaðaryfirlýsingar gildi í þrjú ár þrátt fyrir að viðræðum um ætluð viðskipti sé slitið, sbr. 2. mgr. 16. gr. c. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Sé brotið gegn trúnaðaryfirlýsingu gæti slíkt leitt til skaðabótaskyldu en algengt er að kveðið sé á um slík vanefndaúrræði í samningum.Viljayfirlýsing Einkaréttarsamningur felur ekki í sér neina tryggingu fyrir seljanda um að kaupin verði að veruleika. Í framkvæmd er beiðni um einkaréttarsamning vegna þessa oft tengd því að aðilar leggi fram viljayfirlýsingu (e. letter of intent).Þá er einnig algengt að aðilar geri með sér viljayfirlýsingu sem inniheldur sambærilegt ákvæði og finna væri í einkaréttarsamningi, svokallað einkaréttarákvæði (e. exclusivity clause). Viljayfirlýsing er talin fela í sér sameiginlega yfirlýsingu aðila um tiltekin áform, sem yfirleitt lúta að því að þeir hyggjast gera með sér samning síðar um tiltekið efni. Á hinn bóginn hefur verið talið að viljayfirlýsingar séu ekki loforð um það, sem áform standa til.Af þessu leiðir að viljayfirlýsingar eru almennt ekki bindandi, en þó er mikilvægt að gæta að efni og orðalagi þeirra svo þær séu óskuldbindandi. Aftur á móti kunna ákvæði á borð við einkaréttarákvæði og ákvæði um meðferð trúnaðarupplýsinga að vera bindandi. Tilgangurinn með viljayfirlýsingu er að gera seljanda kleift að afhenda kaupanda frekari upplýsingar um félagið sem er til sölumeðferðar. Þá væri nauðsynlegt að fá aðgang að frekari upplýsingum um félagið hygðist kaupandi ætla að að framkvæma áreiðanleikakönnuntil að draga úr áhættu sinni af kaupunum. Af framangreindu má telja að viljayfirlýsing gæti leitt til þess að seljendur myndu veita kaupenda aðgang að þeim gögnum t.d. um rekstur félagsins sem þeir höfðu áður neitað að afhenda. Jafnframt myndi einkaréttarsamningur eða viljayfirlýsing með einkaréttarákvæði leiða til þess að kaupandi tryggði stöðu sína í samningsviðræðunum með þeim hætti að seljanda væri óheimilt að semja við aðra aðila á meðan. Grein þessi byggist á efni úr bókinni Køb og salg af virksomheder (5. útg. Nyt Juridisk Forlag 2014) eftir Johannus Egholm Hansen og Christian Lundgren. Höfundur er lögfræðingur og LL.M. nemi við lagadeild Duke háskóla.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun