Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Björn Þorfinnsson skrifar 17. október 2019 07:30 Heimildir Fréttablaðsins herma að Ísland njóti fulls stuðnings Evrópusambandsins á fundinum. Vísir/getty Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Listinn er á vegum alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF en í þessari viku hefur staðið yfir mikilvægur fundur samtakanna í París. Fulltrúar 205 þjóða auk fulltrúa mikilvægra alþjóðasamtaka sækja fundinn og mun draga til tíðinda um stöðu Íslands á föstudaginn. Þá verður meðal annars rætt um stöðu þjóða sem skapa áhættu í fjármálakerfi heimsins, landa á borð við Íran, Pakistan og Ísland. Ef Ísland lendir á gráa listanum yrði það á sama stalli og lönd eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Enn neðar, á svörtum lista, er til dæmis Norður-Kórea. Heimildir Fréttablaðsins herma að Ísland njóti fulls stuðnings Evrópusambandsins á fundinum og flestra ríkja þess. Sambandið vilji ekki að EES-land lendi á listanum. Það skapi víðtæk vandamál og verði engum til gagns. Bandaríkin og Bretland eru hins vegar í hópi þjóða sem vilja að Ísland verði sett á listann. Þessi lönd telji að mikilvægt sé að skapa fordæmi um að tekið sé hart á þessari alvarlegu vá sem peningaþvætti er. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi gengið hægt fyrir sig og því gefist kjörið tækifæri til þess skapa sterkt fordæmi, eins konar víti til varnaðar, með því að setja Ísland á listann. Landið sé lítið og kostnaðurinn því, í stóru alþjóðlegu samhengi, lítill. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að staðan sem komin er upp sé áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu. Ítrekað haf i verið varað við í hvað stefndi en viðbrögðin hafi verið allt of hæg til þessa. Of snemmt er að fullyrða hver skaðinn verður ef Ísland endar á listanum. Ljóst er að um orðsporshnekki verður að ræða en síðan má reikna með því að erfiðara verði fyrir ný íslensk fyrirtæki, sem og einstaklinga, að stofna til viðskipta erlendis. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Listinn er á vegum alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF en í þessari viku hefur staðið yfir mikilvægur fundur samtakanna í París. Fulltrúar 205 þjóða auk fulltrúa mikilvægra alþjóðasamtaka sækja fundinn og mun draga til tíðinda um stöðu Íslands á föstudaginn. Þá verður meðal annars rætt um stöðu þjóða sem skapa áhættu í fjármálakerfi heimsins, landa á borð við Íran, Pakistan og Ísland. Ef Ísland lendir á gráa listanum yrði það á sama stalli og lönd eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Enn neðar, á svörtum lista, er til dæmis Norður-Kórea. Heimildir Fréttablaðsins herma að Ísland njóti fulls stuðnings Evrópusambandsins á fundinum og flestra ríkja þess. Sambandið vilji ekki að EES-land lendi á listanum. Það skapi víðtæk vandamál og verði engum til gagns. Bandaríkin og Bretland eru hins vegar í hópi þjóða sem vilja að Ísland verði sett á listann. Þessi lönd telji að mikilvægt sé að skapa fordæmi um að tekið sé hart á þessari alvarlegu vá sem peningaþvætti er. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi gengið hægt fyrir sig og því gefist kjörið tækifæri til þess skapa sterkt fordæmi, eins konar víti til varnaðar, með því að setja Ísland á listann. Landið sé lítið og kostnaðurinn því, í stóru alþjóðlegu samhengi, lítill. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að staðan sem komin er upp sé áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu. Ítrekað haf i verið varað við í hvað stefndi en viðbrögðin hafi verið allt of hæg til þessa. Of snemmt er að fullyrða hver skaðinn verður ef Ísland endar á listanum. Ljóst er að um orðsporshnekki verður að ræða en síðan má reikna með því að erfiðara verði fyrir ný íslensk fyrirtæki, sem og einstaklinga, að stofna til viðskipta erlendis.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45
Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00
Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30