337 handteknir í 38 ríkjum vegna barnaníðs á huldunetinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 16:46 Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum Bretlands segir að á síðunni hafi verið rúmlega 250 þúsund myndbönd sem hafi verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Vísir/getty 337 aðilar hafa verið handteknir í 38 ríkjum vegna umfangsmikillar rannsóknar á barnaníði og klámi á huldunetinu svokallaða (Dark web). Málið tengist vefsíðunni Welcome To Video, sem lokað var í fyrra eftir að rannsókn á breskum barnaníðingi varpaði ljósi á tilvist hennar. Minnst 23 börnum var bjargað frá níðingum. Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum Bretlands segir að á síðunni hafi verið rúmlega 250 þúsund myndbönd sem hafi verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Þar var hægt að kaupa aðgang að myndböndum af börnum fyrir rafmyntir.Forsvarsmaður síðunnar, hinn 23 ára gamli Jong Woo Son var handtekinn og situr nú í fangelsi í Suður-Kóreu. Handtökurnar sem tilkynntar voru í dag eru til komnar vegna gagna af vefþjón Jong. Átján rannsóknir voru opnaðar í Bretlandi og er þegar búið að dæma sjö menn vegna þeirra. Þar af einn fyrir að nauðga 22 fimm ára dreng og að birtast á myndbandi á WTV þar sem hann níddist á þriggja ára stúlku. Annar sem hefur verið dæmdur heitir Matthew Falder. Hann játaði 137 brot og þar af meðal annars að hvetja til nauðgunar barns og að deila myndum af misnotkun nýfædds barns. Hann var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar en það var við rannsókn á honum sem lögregluþjónar komust á snoðir um tilvist WTV. Auk þess voru menn meðal annars handteknir í Írlandi, Bandaríkjunum, Suður-Kóreu, Þýskalandi, Spáni, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tékklandi og Kanada. 337 suspects have been arrested globally in multi-agency operations after a dark web child abuse site – containing more than 250,000 horrific videos – was taken down by an international taskforce set up by the NCARead more ➡️https://t.co/bPtF30ZonW pic.twitter.com/xbkhYrRVLg— National Crime Agency (NCA) (@NCA_UK) October 16, 2019 Bretland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
337 aðilar hafa verið handteknir í 38 ríkjum vegna umfangsmikillar rannsóknar á barnaníði og klámi á huldunetinu svokallaða (Dark web). Málið tengist vefsíðunni Welcome To Video, sem lokað var í fyrra eftir að rannsókn á breskum barnaníðingi varpaði ljósi á tilvist hennar. Minnst 23 börnum var bjargað frá níðingum. Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum Bretlands segir að á síðunni hafi verið rúmlega 250 þúsund myndbönd sem hafi verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Þar var hægt að kaupa aðgang að myndböndum af börnum fyrir rafmyntir.Forsvarsmaður síðunnar, hinn 23 ára gamli Jong Woo Son var handtekinn og situr nú í fangelsi í Suður-Kóreu. Handtökurnar sem tilkynntar voru í dag eru til komnar vegna gagna af vefþjón Jong. Átján rannsóknir voru opnaðar í Bretlandi og er þegar búið að dæma sjö menn vegna þeirra. Þar af einn fyrir að nauðga 22 fimm ára dreng og að birtast á myndbandi á WTV þar sem hann níddist á þriggja ára stúlku. Annar sem hefur verið dæmdur heitir Matthew Falder. Hann játaði 137 brot og þar af meðal annars að hvetja til nauðgunar barns og að deila myndum af misnotkun nýfædds barns. Hann var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar en það var við rannsókn á honum sem lögregluþjónar komust á snoðir um tilvist WTV. Auk þess voru menn meðal annars handteknir í Írlandi, Bandaríkjunum, Suður-Kóreu, Þýskalandi, Spáni, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tékklandi og Kanada. 337 suspects have been arrested globally in multi-agency operations after a dark web child abuse site – containing more than 250,000 horrific videos – was taken down by an international taskforce set up by the NCARead more ➡️https://t.co/bPtF30ZonW pic.twitter.com/xbkhYrRVLg— National Crime Agency (NCA) (@NCA_UK) October 16, 2019
Bretland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira