337 handteknir í 38 ríkjum vegna barnaníðs á huldunetinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 16:46 Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum Bretlands segir að á síðunni hafi verið rúmlega 250 þúsund myndbönd sem hafi verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Vísir/getty 337 aðilar hafa verið handteknir í 38 ríkjum vegna umfangsmikillar rannsóknar á barnaníði og klámi á huldunetinu svokallaða (Dark web). Málið tengist vefsíðunni Welcome To Video, sem lokað var í fyrra eftir að rannsókn á breskum barnaníðingi varpaði ljósi á tilvist hennar. Minnst 23 börnum var bjargað frá níðingum. Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum Bretlands segir að á síðunni hafi verið rúmlega 250 þúsund myndbönd sem hafi verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Þar var hægt að kaupa aðgang að myndböndum af börnum fyrir rafmyntir.Forsvarsmaður síðunnar, hinn 23 ára gamli Jong Woo Son var handtekinn og situr nú í fangelsi í Suður-Kóreu. Handtökurnar sem tilkynntar voru í dag eru til komnar vegna gagna af vefþjón Jong. Átján rannsóknir voru opnaðar í Bretlandi og er þegar búið að dæma sjö menn vegna þeirra. Þar af einn fyrir að nauðga 22 fimm ára dreng og að birtast á myndbandi á WTV þar sem hann níddist á þriggja ára stúlku. Annar sem hefur verið dæmdur heitir Matthew Falder. Hann játaði 137 brot og þar af meðal annars að hvetja til nauðgunar barns og að deila myndum af misnotkun nýfædds barns. Hann var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar en það var við rannsókn á honum sem lögregluþjónar komust á snoðir um tilvist WTV. Auk þess voru menn meðal annars handteknir í Írlandi, Bandaríkjunum, Suður-Kóreu, Þýskalandi, Spáni, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tékklandi og Kanada. 337 suspects have been arrested globally in multi-agency operations after a dark web child abuse site – containing more than 250,000 horrific videos – was taken down by an international taskforce set up by the NCARead more ➡️https://t.co/bPtF30ZonW pic.twitter.com/xbkhYrRVLg— National Crime Agency (NCA) (@NCA_UK) October 16, 2019 Bretland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
337 aðilar hafa verið handteknir í 38 ríkjum vegna umfangsmikillar rannsóknar á barnaníði og klámi á huldunetinu svokallaða (Dark web). Málið tengist vefsíðunni Welcome To Video, sem lokað var í fyrra eftir að rannsókn á breskum barnaníðingi varpaði ljósi á tilvist hennar. Minnst 23 börnum var bjargað frá níðingum. Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum Bretlands segir að á síðunni hafi verið rúmlega 250 þúsund myndbönd sem hafi verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Þar var hægt að kaupa aðgang að myndböndum af börnum fyrir rafmyntir.Forsvarsmaður síðunnar, hinn 23 ára gamli Jong Woo Son var handtekinn og situr nú í fangelsi í Suður-Kóreu. Handtökurnar sem tilkynntar voru í dag eru til komnar vegna gagna af vefþjón Jong. Átján rannsóknir voru opnaðar í Bretlandi og er þegar búið að dæma sjö menn vegna þeirra. Þar af einn fyrir að nauðga 22 fimm ára dreng og að birtast á myndbandi á WTV þar sem hann níddist á þriggja ára stúlku. Annar sem hefur verið dæmdur heitir Matthew Falder. Hann játaði 137 brot og þar af meðal annars að hvetja til nauðgunar barns og að deila myndum af misnotkun nýfædds barns. Hann var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar en það var við rannsókn á honum sem lögregluþjónar komust á snoðir um tilvist WTV. Auk þess voru menn meðal annars handteknir í Írlandi, Bandaríkjunum, Suður-Kóreu, Þýskalandi, Spáni, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tékklandi og Kanada. 337 suspects have been arrested globally in multi-agency operations after a dark web child abuse site – containing more than 250,000 horrific videos – was taken down by an international taskforce set up by the NCARead more ➡️https://t.co/bPtF30ZonW pic.twitter.com/xbkhYrRVLg— National Crime Agency (NCA) (@NCA_UK) October 16, 2019
Bretland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira