337 handteknir í 38 ríkjum vegna barnaníðs á huldunetinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 16:46 Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum Bretlands segir að á síðunni hafi verið rúmlega 250 þúsund myndbönd sem hafi verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Vísir/getty 337 aðilar hafa verið handteknir í 38 ríkjum vegna umfangsmikillar rannsóknar á barnaníði og klámi á huldunetinu svokallaða (Dark web). Málið tengist vefsíðunni Welcome To Video, sem lokað var í fyrra eftir að rannsókn á breskum barnaníðingi varpaði ljósi á tilvist hennar. Minnst 23 börnum var bjargað frá níðingum. Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum Bretlands segir að á síðunni hafi verið rúmlega 250 þúsund myndbönd sem hafi verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Þar var hægt að kaupa aðgang að myndböndum af börnum fyrir rafmyntir.Forsvarsmaður síðunnar, hinn 23 ára gamli Jong Woo Son var handtekinn og situr nú í fangelsi í Suður-Kóreu. Handtökurnar sem tilkynntar voru í dag eru til komnar vegna gagna af vefþjón Jong. Átján rannsóknir voru opnaðar í Bretlandi og er þegar búið að dæma sjö menn vegna þeirra. Þar af einn fyrir að nauðga 22 fimm ára dreng og að birtast á myndbandi á WTV þar sem hann níddist á þriggja ára stúlku. Annar sem hefur verið dæmdur heitir Matthew Falder. Hann játaði 137 brot og þar af meðal annars að hvetja til nauðgunar barns og að deila myndum af misnotkun nýfædds barns. Hann var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar en það var við rannsókn á honum sem lögregluþjónar komust á snoðir um tilvist WTV. Auk þess voru menn meðal annars handteknir í Írlandi, Bandaríkjunum, Suður-Kóreu, Þýskalandi, Spáni, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tékklandi og Kanada. 337 suspects have been arrested globally in multi-agency operations after a dark web child abuse site – containing more than 250,000 horrific videos – was taken down by an international taskforce set up by the NCARead more ➡️https://t.co/bPtF30ZonW pic.twitter.com/xbkhYrRVLg— National Crime Agency (NCA) (@NCA_UK) October 16, 2019 Bretland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
337 aðilar hafa verið handteknir í 38 ríkjum vegna umfangsmikillar rannsóknar á barnaníði og klámi á huldunetinu svokallaða (Dark web). Málið tengist vefsíðunni Welcome To Video, sem lokað var í fyrra eftir að rannsókn á breskum barnaníðingi varpaði ljósi á tilvist hennar. Minnst 23 börnum var bjargað frá níðingum. Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum Bretlands segir að á síðunni hafi verið rúmlega 250 þúsund myndbönd sem hafi verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Þar var hægt að kaupa aðgang að myndböndum af börnum fyrir rafmyntir.Forsvarsmaður síðunnar, hinn 23 ára gamli Jong Woo Son var handtekinn og situr nú í fangelsi í Suður-Kóreu. Handtökurnar sem tilkynntar voru í dag eru til komnar vegna gagna af vefþjón Jong. Átján rannsóknir voru opnaðar í Bretlandi og er þegar búið að dæma sjö menn vegna þeirra. Þar af einn fyrir að nauðga 22 fimm ára dreng og að birtast á myndbandi á WTV þar sem hann níddist á þriggja ára stúlku. Annar sem hefur verið dæmdur heitir Matthew Falder. Hann játaði 137 brot og þar af meðal annars að hvetja til nauðgunar barns og að deila myndum af misnotkun nýfædds barns. Hann var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar en það var við rannsókn á honum sem lögregluþjónar komust á snoðir um tilvist WTV. Auk þess voru menn meðal annars handteknir í Írlandi, Bandaríkjunum, Suður-Kóreu, Þýskalandi, Spáni, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tékklandi og Kanada. 337 suspects have been arrested globally in multi-agency operations after a dark web child abuse site – containing more than 250,000 horrific videos – was taken down by an international taskforce set up by the NCARead more ➡️https://t.co/bPtF30ZonW pic.twitter.com/xbkhYrRVLg— National Crime Agency (NCA) (@NCA_UK) October 16, 2019
Bretland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira