Frelsi til að ferðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. október 2019 07:30 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfa aukið frelsi til að velja sína leið í samgöngum. Sanngjarnast er að valið standi á milli raunhæfra valkosta. Í því skyni er samgöngusáttmálinn tímamótasamningur þar sem umferðarvandi þorra landsbúa er kominn á dagskrá með lausnum sem felast í uppbyggingu stofnvegakerfisins, bestun ljósastýringar, bættum almenningssamgöngum og heildstæðu hjólastígakerfi. Sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins hafa komið sér saman um sanngjarnt kerfi samgangna þar sem allir hafa raunhæft val um að ferðast með þeim hætti sem þeir kjósa. Með bættum almenningssamgöngum og betra kerfi göngu- og hjólastíga teljum við að hægt verði að auka hlut þeirra sem ekki ferðast á einkabíl úr 24% í 36%. Þetta skiptir verulegu máli þegar spár gera ráð fyrir að bílaumferð myndi aukast a.m.k. um 40% á næstu 15 árum, ef ekkert er að gert. Ef ekki er boðið upp á fjölbreyttara val í samgöngum, sem auðveldar fólki að komast til vinnu eða skóla, munu umferðartafirnar bara lengjast og umferðarmengunin aukast. Við viljum öll frekar eyða tíma okkar og peningum í annað en enn erfiðari morgunumferð eða stress eða hvort við náum tímanlega að sækja börnin á leikskólann síðdegis. Öll viljum við líka betri loftgæði og færri daga þar sem börn og þau sem eru viðkvæm í lungum eru hvött til að halda sig inni við þegar umferðin hefur mengað of mikið. Til að bæta samgöngur fyrir alla þarf að besta ljósastýringu og liðka fyrir þungum umferðarstraumi og draga þar með úr töfum. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir 7,2 ma. kr. í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Það þarf að stuðla að hagkvæmum almenningssamgöngum sem mun einnig draga úr loftmengun, þrengslum, hávaða og slysum. Með sérakreinum strætisvagna og nýju leiðakerfi sem leyfir notendum að komast fljótar á áfangastað verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir enn fleiri íbúa. Með góðu hjólastígakerfi verða hjólreiðar samgöngukostur, allt árið um kring fyrir vaxandi hóp hjólreiðafólks, Fram undan eru ærin verkefni sem hafa verið vel undirbúin með greiningum, skoðunum og umræðu. Undirbúningur við stofnvegaframkvæmdir, Borgarlínu og bestun á ljósastýringum er formlega hafinn í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar. Fjármagn hefur verið tryggt og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2020. Okkur er því ekkert að vanbúnaði – nú er bara að láta hlutina gerast svo allir komist á áfangastað, sama hvaða ferðamáta þeir kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfa aukið frelsi til að velja sína leið í samgöngum. Sanngjarnast er að valið standi á milli raunhæfra valkosta. Í því skyni er samgöngusáttmálinn tímamótasamningur þar sem umferðarvandi þorra landsbúa er kominn á dagskrá með lausnum sem felast í uppbyggingu stofnvegakerfisins, bestun ljósastýringar, bættum almenningssamgöngum og heildstæðu hjólastígakerfi. Sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins hafa komið sér saman um sanngjarnt kerfi samgangna þar sem allir hafa raunhæft val um að ferðast með þeim hætti sem þeir kjósa. Með bættum almenningssamgöngum og betra kerfi göngu- og hjólastíga teljum við að hægt verði að auka hlut þeirra sem ekki ferðast á einkabíl úr 24% í 36%. Þetta skiptir verulegu máli þegar spár gera ráð fyrir að bílaumferð myndi aukast a.m.k. um 40% á næstu 15 árum, ef ekkert er að gert. Ef ekki er boðið upp á fjölbreyttara val í samgöngum, sem auðveldar fólki að komast til vinnu eða skóla, munu umferðartafirnar bara lengjast og umferðarmengunin aukast. Við viljum öll frekar eyða tíma okkar og peningum í annað en enn erfiðari morgunumferð eða stress eða hvort við náum tímanlega að sækja börnin á leikskólann síðdegis. Öll viljum við líka betri loftgæði og færri daga þar sem börn og þau sem eru viðkvæm í lungum eru hvött til að halda sig inni við þegar umferðin hefur mengað of mikið. Til að bæta samgöngur fyrir alla þarf að besta ljósastýringu og liðka fyrir þungum umferðarstraumi og draga þar með úr töfum. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir 7,2 ma. kr. í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Það þarf að stuðla að hagkvæmum almenningssamgöngum sem mun einnig draga úr loftmengun, þrengslum, hávaða og slysum. Með sérakreinum strætisvagna og nýju leiðakerfi sem leyfir notendum að komast fljótar á áfangastað verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir enn fleiri íbúa. Með góðu hjólastígakerfi verða hjólreiðar samgöngukostur, allt árið um kring fyrir vaxandi hóp hjólreiðafólks, Fram undan eru ærin verkefni sem hafa verið vel undirbúin með greiningum, skoðunum og umræðu. Undirbúningur við stofnvegaframkvæmdir, Borgarlínu og bestun á ljósastýringum er formlega hafinn í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar. Fjármagn hefur verið tryggt og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2020. Okkur er því ekkert að vanbúnaði – nú er bara að láta hlutina gerast svo allir komist á áfangastað, sama hvaða ferðamáta þeir kjósa.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun