Búið spil Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. október 2019 07:15 Stríðið gegn fíkniefnum er löngu tapað. Það vita allir. Refsistefnan hefur litlu skilað öðru en fordómum og hræðslu gagnvart fíkniefnaneytandanum og undirheimum þar sem glæpahópar ráða ríkjum. Neysla hefur aukist og dauðsföllum fjölgar. Fíkniefnin flæða til landsins og skammturinn fæst nú á svipuðu verði og bíómiði. Sá sem er ánetjaður vímuefnum er sjúklingur en ekki glæpamaður. Þetta ætti öllum að vera löngu orðið ljóst. Það er því óhætt að segja að refsigleðin virkar ekki og er því nýlegt frumvarp Halldóru Mogensen, þingflokksformanns Pírata, eðlilegt og rökrétt skref. Frumvarpið felur í sér að ekki verði lengur ólöglegt að kaupa eða hafa á sér smærri fíkniefnaskammta, svokallaða neysluskammta, en aftur á móti verður áfram bannað að flytja efni inn eða úr landi, selja þau eða framleiða. Markmiðið er að hætt verði að líta á þá sem lent hafa á glapstigum lífsins sem glæpamenn og óþokka og þeim veitt aðstoð fremur en refsing. Frumvarpið er skref í rétta átt, en hálfkák þó. Portúgalar voru fyrstir til að afglæpavæða fíkniefni þegar þeir samþykktu lög þess efnis árið 2001, eftir heróínfaraldur sem gengið hafði yfir landið. Efasemdir voru um ágæti aðgerðanna en í dag er fjöldi vímuefnaneytenda í Portúgal hlutfallslega mjög lítill miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Aðrar þjóðir hafa síðan fylgt í kjölfarið og mótað eigin fíkniefnastefnu með góðum árangri. Hægt er að nálgast fíknivandann með ýmsum hætti og raunsæ leið er svokölluð skaðaminnkun. Hún veitir nálægð við fíkilinn og dregur úr hættu á HIV-smiti og öðrum heilsufarslegum ógnum sem fíknin leiðir oft af sér. Fleiri ákjósanlegar leiðir eru fyrir hendi en mikilvægt er að stjórnvöld móti sér stefnu í þessum málum. Fíkniefnin eru komin til að vera, því verður ekki breytt. Þar af leiðandi ætti hið opinbera að reyna að stýra farvegi þeirra og jafnvel að íhuga að hreinlega útvega fíklum efnin. Þá að minnsta kosti færast völdin úr höndum undirheimanna en það er þar sem ofbeldið og mannúðarleysið þrífst. Eiturlyfjadreifing hins opinbera gæti jafnframt útrýmt svarta markaðnum með lyfseðilsskyld lyf. Róttækari aðgerða en hugmynda um neysluskammta er þörf. Æ fleiri festast í viðjum fíknarinnar og fíknin heldur áfram að fella hvert ungmennið á fætur öðru. Við þurfum að hætta að berja höfðinu við steininn og horfast í augu við vandann. Samhliða þarf að fjölga meðferðarúrræðum og bæta í forvarnir og fræðslu. Allt kapp ætti að setja á aðferðir til skaðaminnkunar. Betur má ef duga skal og kallað er eftir stjórnmálamanni sem þorir að segja þessa hluti upphátt – og hrinda þeim í framkvæmd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Sunna Karen Sigurþórsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Stríðið gegn fíkniefnum er löngu tapað. Það vita allir. Refsistefnan hefur litlu skilað öðru en fordómum og hræðslu gagnvart fíkniefnaneytandanum og undirheimum þar sem glæpahópar ráða ríkjum. Neysla hefur aukist og dauðsföllum fjölgar. Fíkniefnin flæða til landsins og skammturinn fæst nú á svipuðu verði og bíómiði. Sá sem er ánetjaður vímuefnum er sjúklingur en ekki glæpamaður. Þetta ætti öllum að vera löngu orðið ljóst. Það er því óhætt að segja að refsigleðin virkar ekki og er því nýlegt frumvarp Halldóru Mogensen, þingflokksformanns Pírata, eðlilegt og rökrétt skref. Frumvarpið felur í sér að ekki verði lengur ólöglegt að kaupa eða hafa á sér smærri fíkniefnaskammta, svokallaða neysluskammta, en aftur á móti verður áfram bannað að flytja efni inn eða úr landi, selja þau eða framleiða. Markmiðið er að hætt verði að líta á þá sem lent hafa á glapstigum lífsins sem glæpamenn og óþokka og þeim veitt aðstoð fremur en refsing. Frumvarpið er skref í rétta átt, en hálfkák þó. Portúgalar voru fyrstir til að afglæpavæða fíkniefni þegar þeir samþykktu lög þess efnis árið 2001, eftir heróínfaraldur sem gengið hafði yfir landið. Efasemdir voru um ágæti aðgerðanna en í dag er fjöldi vímuefnaneytenda í Portúgal hlutfallslega mjög lítill miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Aðrar þjóðir hafa síðan fylgt í kjölfarið og mótað eigin fíkniefnastefnu með góðum árangri. Hægt er að nálgast fíknivandann með ýmsum hætti og raunsæ leið er svokölluð skaðaminnkun. Hún veitir nálægð við fíkilinn og dregur úr hættu á HIV-smiti og öðrum heilsufarslegum ógnum sem fíknin leiðir oft af sér. Fleiri ákjósanlegar leiðir eru fyrir hendi en mikilvægt er að stjórnvöld móti sér stefnu í þessum málum. Fíkniefnin eru komin til að vera, því verður ekki breytt. Þar af leiðandi ætti hið opinbera að reyna að stýra farvegi þeirra og jafnvel að íhuga að hreinlega útvega fíklum efnin. Þá að minnsta kosti færast völdin úr höndum undirheimanna en það er þar sem ofbeldið og mannúðarleysið þrífst. Eiturlyfjadreifing hins opinbera gæti jafnframt útrýmt svarta markaðnum með lyfseðilsskyld lyf. Róttækari aðgerða en hugmynda um neysluskammta er þörf. Æ fleiri festast í viðjum fíknarinnar og fíknin heldur áfram að fella hvert ungmennið á fætur öðru. Við þurfum að hætta að berja höfðinu við steininn og horfast í augu við vandann. Samhliða þarf að fjölga meðferðarúrræðum og bæta í forvarnir og fræðslu. Allt kapp ætti að setja á aðferðir til skaðaminnkunar. Betur má ef duga skal og kallað er eftir stjórnmálamanni sem þorir að segja þessa hluti upphátt – og hrinda þeim í framkvæmd.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun