Afþakka jólatré númer 50 frá Noregi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. október 2019 06:30 Tréð sem Garðabær fékk að gjöf í fyrra var fellt í garði íbúa í Asker. Samþykkt var í bæjarráði Garðabæjar í gær að afþakka jólatré frá vinabænum Asker í Noregi. Hefð var fyrir því síðastliðin 49 ár að Asker gæfi vinabæ sínum stórt og íburðarmikið jólatré sem staðið hefur á Garðatorgi. „Við vorum búin að vera að velta þessu fyrir okkur lengi og þegar við vöktum máls á þessu við vini okkar í Asker voru þau búin að vera að velta þessu fyrir sér líka,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. „Svo var tekin sameiginlega ákvörðun um að ekki yrðu gefin fleiri tré út frá meðal annars breyttum áherslum í loftslagsmálum,“ bætir Gunnar við. Enginn hafi mótmælt á bæjarráðsfundinum. „Þarna sparast flutningskostnaður og kolefnissporið minnkar, svo er þetta auðvitað táknrænt í umhverfismálum. Við höfum verið að leggja aukna áherslu á umhverfismál hér í bænum og erum að stíga öll þau skref sem hægt er að stíga í því sambandi hægt og bítandi því við viljum vera umhverfisvæn, það er engin spurning,“ segir Gunnar. Bæjarstjórinn segir að þrátt fyrir að tréð hafi verið afþakkað verði að sjálfsögðu jólatré í bænum. „Nú förum við bara á stúfana og finnum fallegt jólatré í Heiðmörk eða jafnvel í görðum bæjarbúa,“ segir hann. „Stundum hafa íbúar óskað eftir því að losna við grenitré úr garðinum sínum og það má vel vera að það dúkki eitthvað slíkt upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Jól Loftslagsmál Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Samþykkt var í bæjarráði Garðabæjar í gær að afþakka jólatré frá vinabænum Asker í Noregi. Hefð var fyrir því síðastliðin 49 ár að Asker gæfi vinabæ sínum stórt og íburðarmikið jólatré sem staðið hefur á Garðatorgi. „Við vorum búin að vera að velta þessu fyrir okkur lengi og þegar við vöktum máls á þessu við vini okkar í Asker voru þau búin að vera að velta þessu fyrir sér líka,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. „Svo var tekin sameiginlega ákvörðun um að ekki yrðu gefin fleiri tré út frá meðal annars breyttum áherslum í loftslagsmálum,“ bætir Gunnar við. Enginn hafi mótmælt á bæjarráðsfundinum. „Þarna sparast flutningskostnaður og kolefnissporið minnkar, svo er þetta auðvitað táknrænt í umhverfismálum. Við höfum verið að leggja aukna áherslu á umhverfismál hér í bænum og erum að stíga öll þau skref sem hægt er að stíga í því sambandi hægt og bítandi því við viljum vera umhverfisvæn, það er engin spurning,“ segir Gunnar. Bæjarstjórinn segir að þrátt fyrir að tréð hafi verið afþakkað verði að sjálfsögðu jólatré í bænum. „Nú förum við bara á stúfana og finnum fallegt jólatré í Heiðmörk eða jafnvel í görðum bæjarbúa,“ segir hann. „Stundum hafa íbúar óskað eftir því að losna við grenitré úr garðinum sínum og það má vel vera að það dúkki eitthvað slíkt upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Jól Loftslagsmál Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira