Trump tístir sem aldrei fyrr Davíð Stefánsson skrifar 16. október 2019 07:00 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/getty Bandaríkin Donald Trump, 45. forseti Bandaríkjanna, hefur nú verið í embætti í 1.000 daga. Eitt það sem hefur einkennt forsetatíðina er notkun hans á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar tístir hann ótt og títt þannig að fjölmiðlar og kjósendur geta nánast fylgst með í rauntíma hvað leiðtoganum er efst í huga. Varla verður sagt að öll þau skilaboð séu djúphugsuð og ef til vill ekki í þeim anda sem menn hefðu vænst af manni í einu valdamesta embætti veraldar. Vefurinn trumptwitterarchive.?com heldur saman margvíslegum upplýsingum um tíst forsetans sem gjarnan er beint að óvinum. 234 tíst eru um „aula“, 183 tíst um „heimskingja“, 156 um „veiklynda“, 115 tíst um „óheiðarlega“, 92 um „óhæfa“, 91 um „leiðinlega“, 52 um „hálfvita“ og 45 tíst eru um „trúða“. „Falsfréttir“ eru Trump mjög ofarlega í huga. Í gær hafði hann tíst 602 sinnum um það hugðarefni.Forsetinn hefur í tístum sínum gjarnan ráðist að fjölmiðlum sem hann segir marga hverja flytja falsfréttir eða vinna gegn honum. Frá árinu 2015 hefur hann tíst tæplega 300 sinnum þar sem hann lítilsvirðir fjölmiðla á borð við CNN, New York Times, Washington Post, Time Magazine og Wall Street Journal. Eins og alkunna er hefur Trump í tístum sínum beint sjónum sínum í æ ríkari mæli að loftslagsmálum sem hann segir ítrekað að sé kostnaðarsöm blekking, fals, byggjast á mýtum eða sé hreinlega kjaftæði. Þetta sé byggt á gölluðum vísindum og gögnum sem átt hefur verið við. Þá hefur hann sagt að hlýnun loftslags sé búið til af Kínverjum og fyrir þá. Þrátt fyrir að október sé einungis hálfnaður hafði Trump forseti tíst 510 sinnum þennan mánuðinn (um miðjan dag í gær) Með því virðist hann ætla að slá eigin met þennan mánuðinn. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Bandaríkin Donald Trump, 45. forseti Bandaríkjanna, hefur nú verið í embætti í 1.000 daga. Eitt það sem hefur einkennt forsetatíðina er notkun hans á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar tístir hann ótt og títt þannig að fjölmiðlar og kjósendur geta nánast fylgst með í rauntíma hvað leiðtoganum er efst í huga. Varla verður sagt að öll þau skilaboð séu djúphugsuð og ef til vill ekki í þeim anda sem menn hefðu vænst af manni í einu valdamesta embætti veraldar. Vefurinn trumptwitterarchive.?com heldur saman margvíslegum upplýsingum um tíst forsetans sem gjarnan er beint að óvinum. 234 tíst eru um „aula“, 183 tíst um „heimskingja“, 156 um „veiklynda“, 115 tíst um „óheiðarlega“, 92 um „óhæfa“, 91 um „leiðinlega“, 52 um „hálfvita“ og 45 tíst eru um „trúða“. „Falsfréttir“ eru Trump mjög ofarlega í huga. Í gær hafði hann tíst 602 sinnum um það hugðarefni.Forsetinn hefur í tístum sínum gjarnan ráðist að fjölmiðlum sem hann segir marga hverja flytja falsfréttir eða vinna gegn honum. Frá árinu 2015 hefur hann tíst tæplega 300 sinnum þar sem hann lítilsvirðir fjölmiðla á borð við CNN, New York Times, Washington Post, Time Magazine og Wall Street Journal. Eins og alkunna er hefur Trump í tístum sínum beint sjónum sínum í æ ríkari mæli að loftslagsmálum sem hann segir ítrekað að sé kostnaðarsöm blekking, fals, byggjast á mýtum eða sé hreinlega kjaftæði. Þetta sé byggt á gölluðum vísindum og gögnum sem átt hefur verið við. Þá hefur hann sagt að hlýnun loftslags sé búið til af Kínverjum og fyrir þá. Þrátt fyrir að október sé einungis hálfnaður hafði Trump forseti tíst 510 sinnum þennan mánuðinn (um miðjan dag í gær) Með því virðist hann ætla að slá eigin met þennan mánuðinn.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31
Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27