Deutsche bank tók fimm ár í að tilkynna grunsamlegar færslur Danske bank Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2019 12:06 Höfuðstöðvar Deutsche bank í Franfurkt þar sem húsleit var gerð í síðasta mánuði. Vísir/EPA Þýsk yfirvöld rannsaka nú hvers vegna Deutsche bank tilkynnti ekki um fleiri en milljón grunsamlegar fjármagnsfærslur sem tengdust danska bankanum Danske bank fyrr en fimm árum eftir að uppljóstrari gerði viðvart um meiriháttar peningaþvætti.Reuters-fréttastofan greinir frá því að Deutsche bank hafi ekki tilkynnt um 1,1 milljón færslna fyrr en í febrúar á þessu ári. Rannsakendur peningaþvættisyfirvalda og saksóknara kanni nú hvers vegna það tók Deutsche svo langan tíma. Færslurnar eru frá árunum 2014 til 2015 og tengjast Rússland og fyrrum Sovétlýðveldum. Til rannsóknar er hvort að starfsmenn eða stjórnendur Deutsche hafi lagt blessun sína yfir færslurnar og hvort þeir hafi reynt að hylma yfir það. Reynist svo vera gætu þeir átt yfir höfðu sér ákærur. Danske bank hefur viðurkennt að um 220 milljarðar dollara, jafnvirði um 27.500 milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi frá 2007 til 2015. Bankinn var rekinn úr landinu fyrr á þessu. Flestar færslur Danske bank fóru í gegnum Deutsche bank. Þýskir saksóknarar gerðu húsleit í höfuðstöðvum þýska bankans í tengslum við peningaþvættið í síðasta mánuði. Forsvarsmenn Deutsche tjá sig ekki um dráttinn á tilkynningum til yfirvalda um færslurnar en segjast hafa bundið enda á samstarfið við Danske bank árið 2015 og hert eftirlit sitt með peningaþvætti síðan. Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Þýskaland Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þýsk yfirvöld rannsaka nú hvers vegna Deutsche bank tilkynnti ekki um fleiri en milljón grunsamlegar fjármagnsfærslur sem tengdust danska bankanum Danske bank fyrr en fimm árum eftir að uppljóstrari gerði viðvart um meiriháttar peningaþvætti.Reuters-fréttastofan greinir frá því að Deutsche bank hafi ekki tilkynnt um 1,1 milljón færslna fyrr en í febrúar á þessu ári. Rannsakendur peningaþvættisyfirvalda og saksóknara kanni nú hvers vegna það tók Deutsche svo langan tíma. Færslurnar eru frá árunum 2014 til 2015 og tengjast Rússland og fyrrum Sovétlýðveldum. Til rannsóknar er hvort að starfsmenn eða stjórnendur Deutsche hafi lagt blessun sína yfir færslurnar og hvort þeir hafi reynt að hylma yfir það. Reynist svo vera gætu þeir átt yfir höfðu sér ákærur. Danske bank hefur viðurkennt að um 220 milljarðar dollara, jafnvirði um 27.500 milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi frá 2007 til 2015. Bankinn var rekinn úr landinu fyrr á þessu. Flestar færslur Danske bank fóru í gegnum Deutsche bank. Þýskir saksóknarar gerðu húsleit í höfuðstöðvum þýska bankans í tengslum við peningaþvættið í síðasta mánuði. Forsvarsmenn Deutsche tjá sig ekki um dráttinn á tilkynningum til yfirvalda um færslurnar en segjast hafa bundið enda á samstarfið við Danske bank árið 2015 og hert eftirlit sitt með peningaþvætti síðan.
Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Þýskaland Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55
Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56
Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50