Árangur í verki Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 15. október 2019 11:30 Landsfundur Vinstri grænna er um næstu helgi. Það verður gott að hitta félaga og ræða hvað hefur áunnist í stjórnarsamstarfinu og hvaða áherslumál við eigum að setja á oddinn næstu tvö árin. Þessi vettvangur hreinskilinna skoðanaskipta er okkur þingmönnum ákaflega mikilvægt veganesti inn í þinghaldið og stjórnarsamstarfið fram undan. Hvað hefur tekist vel og hvað má gera betur. Síðast hittumst við haustið 2017, þá var stutt í kosningar og í kjölfarið tóku VG sæti í ríkisstjórn og axlaði ábyrgð í óhefðbundnu stjórnarsamstarfi sem forsætisráðherra okkar leiðir af mikilli röggsemi. Ráðherrar okkar í heilbrigðis- og umhverfismálum hafa einnig staðið sig með miklum sóma. Nú er kjörtímabilið hálfnað og þá er viðeigandi að við komum saman aftur, förum yfir farinn veg og lítum björtum augum til framtíðar. Það skapast yfirleitt fjörugar umræður um hin ýmsu mál þegar félagar í VG koma saman og það er sérstaklega gaman að rifja upp hversu mikið af þeim málum sem landsfundur VG 2017 ályktaði um rataði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn skemmtilegra er að rifja upp hversu margt hefur komist til framkvæmdar og verður það ekki allt tíundað hér. Það má nefna eflt og endurbætt strandveiðikerfi, opinberan leigumarkað á makríl fyrir minni útgerðir og afkomutengd veiðigjöld eftir útgerðarflokkum. Allt þetta stuðlar að byggðafestu og jákvæðri byggðaþróun í sjávarbyggðunum sem VG leggur áherslu á í stjórnarsamstarfinu. Þannig má einnig nefna að lækkun greiðsluþátttöku i heilbrigðiskerfinu, efling heilsugæslunnar og fjölgun hjúkrunarrýma um allt land, uppbygging almenningssamgangna og að gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa á landsbyggðinni voru allt mál sem landsfundur VG 2017 kom sér saman um. Það á einnig við um sjálfbæran landbúnað og viðbrögð við vanda sauðfjárbænda. Búið er að skapa ramma utan um uppbyggingu fiskeldis sem sátt er um og að sú atvinnugrein byggist upp í sátt við náttúru og samfélag. Sú atvinnugrein hefur verið í miklum vexti á Vestfjörðum og blásið lífi í byggðarlög sem hafa átt í vök að verjast um langa hríð. Það eru mörg verk eftir óunninn og við viljum svo gjarnan fá að heyra það milliliðalaust frá okkar félögum hvar við eigum að beita kröftunum á seinni helmingi kjörtímabilsins. Uppbygging flutningskerfis raforku, lækkun á dreifingarkostnaði á raforku og að koma í veg fyrir jarðasöfnun auðmanna eru málefni sem mér eru hugleikin og þarf að vinna áfram að svo byggðirnar séu sterkar og ákjósanlegar til búsetu. Við erum að halda áfram að byggja ofan á Lífskjarasamningana með kjarabótum til aldraðra, öryrkja og almennings m.a. í formi framboðs á ódýru húsnæði og þrepaskiptu skattkerfi og aðgengi að menntun og menningu óháð efnahag og búsetu við erum að efla velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir sitja við stjórnvölinn eins og áherslan á umhverfis og loftslagsmál ber með sér og stórátak í innviðauppbyggingu í samgöngu- og heilbrigðismálum eru skýr dæmi um. Það er því deginum ljósara að það skiptir máli að VG komi að því að stjórna landinu.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstri græn Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Landsfundur Vinstri grænna er um næstu helgi. Það verður gott að hitta félaga og ræða hvað hefur áunnist í stjórnarsamstarfinu og hvaða áherslumál við eigum að setja á oddinn næstu tvö árin. Þessi vettvangur hreinskilinna skoðanaskipta er okkur þingmönnum ákaflega mikilvægt veganesti inn í þinghaldið og stjórnarsamstarfið fram undan. Hvað hefur tekist vel og hvað má gera betur. Síðast hittumst við haustið 2017, þá var stutt í kosningar og í kjölfarið tóku VG sæti í ríkisstjórn og axlaði ábyrgð í óhefðbundnu stjórnarsamstarfi sem forsætisráðherra okkar leiðir af mikilli röggsemi. Ráðherrar okkar í heilbrigðis- og umhverfismálum hafa einnig staðið sig með miklum sóma. Nú er kjörtímabilið hálfnað og þá er viðeigandi að við komum saman aftur, förum yfir farinn veg og lítum björtum augum til framtíðar. Það skapast yfirleitt fjörugar umræður um hin ýmsu mál þegar félagar í VG koma saman og það er sérstaklega gaman að rifja upp hversu mikið af þeim málum sem landsfundur VG 2017 ályktaði um rataði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn skemmtilegra er að rifja upp hversu margt hefur komist til framkvæmdar og verður það ekki allt tíundað hér. Það má nefna eflt og endurbætt strandveiðikerfi, opinberan leigumarkað á makríl fyrir minni útgerðir og afkomutengd veiðigjöld eftir útgerðarflokkum. Allt þetta stuðlar að byggðafestu og jákvæðri byggðaþróun í sjávarbyggðunum sem VG leggur áherslu á í stjórnarsamstarfinu. Þannig má einnig nefna að lækkun greiðsluþátttöku i heilbrigðiskerfinu, efling heilsugæslunnar og fjölgun hjúkrunarrýma um allt land, uppbygging almenningssamgangna og að gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa á landsbyggðinni voru allt mál sem landsfundur VG 2017 kom sér saman um. Það á einnig við um sjálfbæran landbúnað og viðbrögð við vanda sauðfjárbænda. Búið er að skapa ramma utan um uppbyggingu fiskeldis sem sátt er um og að sú atvinnugrein byggist upp í sátt við náttúru og samfélag. Sú atvinnugrein hefur verið í miklum vexti á Vestfjörðum og blásið lífi í byggðarlög sem hafa átt í vök að verjast um langa hríð. Það eru mörg verk eftir óunninn og við viljum svo gjarnan fá að heyra það milliliðalaust frá okkar félögum hvar við eigum að beita kröftunum á seinni helmingi kjörtímabilsins. Uppbygging flutningskerfis raforku, lækkun á dreifingarkostnaði á raforku og að koma í veg fyrir jarðasöfnun auðmanna eru málefni sem mér eru hugleikin og þarf að vinna áfram að svo byggðirnar séu sterkar og ákjósanlegar til búsetu. Við erum að halda áfram að byggja ofan á Lífskjarasamningana með kjarabótum til aldraðra, öryrkja og almennings m.a. í formi framboðs á ódýru húsnæði og þrepaskiptu skattkerfi og aðgengi að menntun og menningu óháð efnahag og búsetu við erum að efla velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir sitja við stjórnvölinn eins og áherslan á umhverfis og loftslagsmál ber með sér og stórátak í innviðauppbyggingu í samgöngu- og heilbrigðismálum eru skýr dæmi um. Það er því deginum ljósara að það skiptir máli að VG komi að því að stjórna landinu.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar