Stuðningsmenn Búlgaríu höfðu uppi rasísk ummæli gagnvart leikmönnum Englands er liðin mættust í undankeppni EM 2020 í gær. England vann leikinn 6-0.
Nú hefur íþróttamálaráðherrann staðfest að hann hafi verið kallaður á fund í morgun þar sem forsætisráðherra landsins vill grípa til aðgerða.
BREAKING: Bulgaria's Sports Minister says Prime Minister Boyko Borissov has called on the president of the Bulgarian Football Union to resign following the racist abuse of England players.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 15, 2019
„Eftir síðustu atburði og með í huga það sem gerðist í gær hefur forsætisráðherrann skipað mér að setja á ís öll samskipti við búlgarska knattspyrnusambandið, þar á meðal fjárhagsleg, þangað til Borislav Mihaylov segir af sér,“ sagði í yfirlýsingu Krasen.
Búlgarska knattspyrnusambandið hefur ekki tjáð sig um málið.