Út yfir gröf og dauða Haukur Örn Birgisson skrifar 15. október 2019 07:00 Frá vöggu til grafar gjöldum við ríkinu það sem ríkinu ber. Allt frá fyrstu bleyjukaupum foreldra okkar til síðustu ráðstafana barna okkar vegna andlátsins – skal greiddur skattur af því. Skatturinn fer aldrei í frí. Erfðafjárskattur er með ógeðfelldari tekjuöflunartækjum ríkissjóðs en með honum þurfa erfingjar okkar, sem í langflestum tilvikum eru börn og eftirlifandi makar, að greiða skatt af því sem við eftirlátum þeim á dánarbeðinum. Tíu prósent eigna okkar, hvorki meira né minna. Þeir, sem auðnast að skilja eftir einhverjar veraldlegar eigur fyrir afkomendur sína, hafa auðvitað margsinnis á lífsleiðinni greitt skatta af þessum sömu eigum. Það er ekki nóg, að mati ríkisins. „Við skulum klípa 10% í viðbót af líkinu,“ segir í lögunum – ef ég leyfi mér að umorða lagatextann örlítið. Nú stendur loksins til að færa skattprósentuna suður á bóginn, í þrepum þó. Það kemur ekki á óvart að hinir skattsjúku skuli leggjast gegn lækkuninni. Þeir segja engin rök hafa verið færð fram fyrir henni, án þess að hafa sjálfir reynt að réttlæta þennan ömurlega skatt til að byrja með. Lækkunin mun „kosta“ ríkissjóð tvo milljarða á ári, segja þeir. Þetta er mjög undarleg nálgun en á sama tíma klassísk. Það er engu líkara en að laun vinnandi fólks tilheyri fyrst ríkinu og síðan þeim sem strita fyrir þeim. Að stjórnmálamennirnir hafi það hlutverk að útdeila laununum til fólksins, eftir að ríkið hefur tekið sitt. Ef einhverjum dettur í hug að lækka skatta þá líta hinir svo á að ríkið sé að gefa eftir sína fjármuni! Þessu er vitaskuld þveröfugt farið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Frá vöggu til grafar gjöldum við ríkinu það sem ríkinu ber. Allt frá fyrstu bleyjukaupum foreldra okkar til síðustu ráðstafana barna okkar vegna andlátsins – skal greiddur skattur af því. Skatturinn fer aldrei í frí. Erfðafjárskattur er með ógeðfelldari tekjuöflunartækjum ríkissjóðs en með honum þurfa erfingjar okkar, sem í langflestum tilvikum eru börn og eftirlifandi makar, að greiða skatt af því sem við eftirlátum þeim á dánarbeðinum. Tíu prósent eigna okkar, hvorki meira né minna. Þeir, sem auðnast að skilja eftir einhverjar veraldlegar eigur fyrir afkomendur sína, hafa auðvitað margsinnis á lífsleiðinni greitt skatta af þessum sömu eigum. Það er ekki nóg, að mati ríkisins. „Við skulum klípa 10% í viðbót af líkinu,“ segir í lögunum – ef ég leyfi mér að umorða lagatextann örlítið. Nú stendur loksins til að færa skattprósentuna suður á bóginn, í þrepum þó. Það kemur ekki á óvart að hinir skattsjúku skuli leggjast gegn lækkuninni. Þeir segja engin rök hafa verið færð fram fyrir henni, án þess að hafa sjálfir reynt að réttlæta þennan ömurlega skatt til að byrja með. Lækkunin mun „kosta“ ríkissjóð tvo milljarða á ári, segja þeir. Þetta er mjög undarleg nálgun en á sama tíma klassísk. Það er engu líkara en að laun vinnandi fólks tilheyri fyrst ríkinu og síðan þeim sem strita fyrir þeim. Að stjórnmálamennirnir hafi það hlutverk að útdeila laununum til fólksins, eftir að ríkið hefur tekið sitt. Ef einhverjum dettur í hug að lækka skatta þá líta hinir svo á að ríkið sé að gefa eftir sína fjármuni! Þessu er vitaskuld þveröfugt farið.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun