Umhverfisuppeldi í Hveragerði gengur vel Björn Þorfinnsson skrifar 15. október 2019 07:00 Hveragerði. Mynd/Hveragerðisbær Á dögunum fór fram árlegur samningafundur í Grunnskóla Hveragerðis þar sem gengið var frá samkomulagi milli bekkjarfélags 7. bekkinga skólans og bæjarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri mætti á fundinn fyrir hönd bæjarins og skuldbatt bæjarfélagið til að greiða tiltekna upphæð í ferðasjóð bekkjarfélagsins gegn því að nemendurnir tíni upp rusl í bæjarfélaginu í staðinn. Framtakið er þó ekki nýtt af nálinni. Slíka samninga hefur bærinn gert árlega við 7. bekkinga skólans undanfarna áratugi og hefur verkefnið gefið afar góða raun. „Þetta er alltaf mjög ánægjuleg stund sem við reynum að gera svolítið mikið úr í skólanum. Við förum yfir mikilvægi umhverfismála og gildi slíks samnings, sem krefst þess að báðir aðilar leggi sitt af mörkum. Síðan er skrifað undir með viðhöfn,“ segir Aldís.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Að hennar sögn hefur verkefnið gefið afar góða raun og líklega hafi það aldrei átt meira erindi en nú um stundir. „Við lítum á þetta sem eins konar umhverfisuppeldi fyrir börn í bænum. Þau átta sig á að ef einhver hendir rusli á víðavangi þarf einhver annar að þrífa það upp. Þetta er mikilvægur lærdómur fyrir börnin og við verðum vör við að bæjarbúar séu afar ánægðir með þetta framtak. Enda fá þeir hreinan og fínan bæ í staðinn,“ segir Aldís. Þá segir hún það sérstaklega skemmtilegt að þeir nemendur sem tóku þátt í verkefninu fyrstu árin séu núna sjálfir komnir á fullorðinsaldur og eigi kannski börn sem taka þátt í ár. Samningurinn virkar þannig að 7. bekkingarnir samþykkja að skipuleggja einn hreinsunardag í byrjun hvers mánaðar þar sem skilgreind svæði innan bæjarins eru hreinsuð auk þess sem stauraílát á skólalóðum eru tæmd. Umsjónarkennarar sinna síðan eftirliti með því að fylla út sérstök eyðublöð um hverja hreinsun. Á móti fær bekkjarsjóður krakkanna 44 þúsund krónur frá bænum fyrir hverja hreinsun og er upphæðin notuð ár hvert í ferðalag í lok skólaárs. Sérstaklega er tekið fram í samningnum að ef illa er tekið til megi bæjaryfirvöld draga frá upphæðinni í refsingarskyni. „Því ákvæði hefur aldrei verið beitt að því er ég best veit. Ég held að nokkrum sinnum hafi bærinn gert athugasemdir um að hreinsunin mætti vera betri og þá hefur því verið kippt í liðinn. Heilt yfir hafa börnin staðið sig afar vel og allir njóta góðs af,“ segir Aldís. Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira
Á dögunum fór fram árlegur samningafundur í Grunnskóla Hveragerðis þar sem gengið var frá samkomulagi milli bekkjarfélags 7. bekkinga skólans og bæjarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri mætti á fundinn fyrir hönd bæjarins og skuldbatt bæjarfélagið til að greiða tiltekna upphæð í ferðasjóð bekkjarfélagsins gegn því að nemendurnir tíni upp rusl í bæjarfélaginu í staðinn. Framtakið er þó ekki nýtt af nálinni. Slíka samninga hefur bærinn gert árlega við 7. bekkinga skólans undanfarna áratugi og hefur verkefnið gefið afar góða raun. „Þetta er alltaf mjög ánægjuleg stund sem við reynum að gera svolítið mikið úr í skólanum. Við förum yfir mikilvægi umhverfismála og gildi slíks samnings, sem krefst þess að báðir aðilar leggi sitt af mörkum. Síðan er skrifað undir með viðhöfn,“ segir Aldís.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Að hennar sögn hefur verkefnið gefið afar góða raun og líklega hafi það aldrei átt meira erindi en nú um stundir. „Við lítum á þetta sem eins konar umhverfisuppeldi fyrir börn í bænum. Þau átta sig á að ef einhver hendir rusli á víðavangi þarf einhver annar að þrífa það upp. Þetta er mikilvægur lærdómur fyrir börnin og við verðum vör við að bæjarbúar séu afar ánægðir með þetta framtak. Enda fá þeir hreinan og fínan bæ í staðinn,“ segir Aldís. Þá segir hún það sérstaklega skemmtilegt að þeir nemendur sem tóku þátt í verkefninu fyrstu árin séu núna sjálfir komnir á fullorðinsaldur og eigi kannski börn sem taka þátt í ár. Samningurinn virkar þannig að 7. bekkingarnir samþykkja að skipuleggja einn hreinsunardag í byrjun hvers mánaðar þar sem skilgreind svæði innan bæjarins eru hreinsuð auk þess sem stauraílát á skólalóðum eru tæmd. Umsjónarkennarar sinna síðan eftirliti með því að fylla út sérstök eyðublöð um hverja hreinsun. Á móti fær bekkjarsjóður krakkanna 44 þúsund krónur frá bænum fyrir hverja hreinsun og er upphæðin notuð ár hvert í ferðalag í lok skólaárs. Sérstaklega er tekið fram í samningnum að ef illa er tekið til megi bæjaryfirvöld draga frá upphæðinni í refsingarskyni. „Því ákvæði hefur aldrei verið beitt að því er ég best veit. Ég held að nokkrum sinnum hafi bærinn gert athugasemdir um að hreinsunin mætti vera betri og þá hefur því verið kippt í liðinn. Heilt yfir hafa börnin staðið sig afar vel og allir njóta góðs af,“ segir Aldís.
Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira