Hamrén grætur að fá ekki úrslitaleik gegn Tyrkjum Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 14. október 2019 21:23 Strákarnir sóttu stigin þrjú sem voru í boði. Það var samkvæmt áætlun en ekki 1-1 jafntefli Frakka og Tyrkja í París. Vísir/Vilhelm Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var ánægður með stigin þrjú gegn Andorra á Laugardalsvelli í kvöld. Tilfinningin í herbúðum liðsins væri þó súr sökum niðurstöðunnar í Frakklandi. Þar náðu Tyrkir í stig og eru áfram á toppi riðilsins með Frökkum, fjórum stigum á undan Íslandi. „Við vildum og þurftum þrjú stig og við fengum þrjú stig. Ég er ánægður með það. Þið sáuð líkamstjáningu leikmanna. Tilfinningin er ekki eins og hún á að vera eftir sigur. Við vitum úrslitin í Frakklandi. Þetta er ekki búið en við vitum að þetta verður erfiðara. Við munum gera allt sem við getum og svo sjáum við til. Þrjú stig voru markmiðið í kvöld og það náðist.“ Von íslenska liðsins um að ná öðru sæti í riðlinum felst í því að sigra Tyrki ytra og svo Moldóvu í lokaleiknum. Tyrkir verða svo að misstíga sig í Andorra. Líklegt? Alveg eins ef miðað er við 1-0 sigur Tyrkja á Andorra í fyrri leik þjóðanna með marki á 89. mínútu. En frekar ólíklegt ef litið er til þess að Andorra hefur tapað 57 af 58 leikjum í sögu undankeppni EM.Ósáttur við töpuð einvígi Andorra menn eru ekki þekktir fyrir að skora mikið en öllu sterkari þegar kemur að því að loka leiðinni að markinu. Það tók íslenska liðið langt fram eftir fyrri hálfleik að brjóta vörn gestanna á bak aftur. „Þeir unnu fleiri einvígi en við, sérstaklega framan af leik en þeir komu okkur ekki á óvart. Þeir sýndu okkur það allan leikinn,“ sagði Hamrén. Hann var ósáttur við hversu oft Andorra hafði betur í baráttunni um boltann. „Ég var frekar pirraður því við unnum ekki einvígin sem við vildum vinna. Þeir unnu aðeins of mörg einvígi. Það skiptir svo miklu máli að vinna einvígin, ná seinni bolta og svo skora,“ sagði Hamrén. Það var uppskriftin að fyrra markinu þegar Kolbeinn Sigþórsson hafði betur í baráttu í teignum og Arnór hirti seinni bolta og kláraði færið vel. Kolbeinn var sömuleiðis öflugur þegar hann fékk sendingu fram, tók glæsilega við boltanum í baráttu við varnarmann Andorra og skoraði snyrtilega. Hamrén vildi lítið velta sér upp úr undankeppninni hingað til. Hvað hefði mátt gera betur, til dæmis í tapinu úti í Albaníu þar sem sótt var til sigurs í stöðunni 2-2. Jafntefli í þeim leik hefði þýtt úrslitaleik fyrir íslenska liðið í Tyrklandi í nóvember. Tyrkir hafa allt í höndum sér eins og staðan er núna jafnvel þótt Ísland nældi í þrjú stig ytra.Upplifað miklu kaldari kvöld „Tyrkland hefur líka fengið heppnina með sér, sem þarf. Þeir skoruðu í lokin gegn Andorra, í lokin gegn Albaníu og líka í dag. Við sjáum hvað gerist í síðustu leikjunum. Við sögðum fyrir undankeppnia að þetta myndi skýrast í nóvember, og þannig verður það. En ég væri glaðari ef ég vissi að leikurinn í Tyrklandi væri úrslitaleikur.“ Aðspurður hvort þetta væri eitt kaldasta kvöld hans í fótbolta, þar sem hann stóð á hlaupabrautinni í kulda og vindi hristi Hamrén hausinn. „Nei, alls ekki. Ég er frá Norður-Svíþjóð. Ég hef spilað leiki með í mínus átján gráðum í snjó á veturna,“ sagði Hamrén. Í framhaldinu benti Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi Íslands, Hamrén á að heit máltíð biði hans á Nordica. Hamrén greip boltann á lofti enda hafði verið tilkynnt að síðsta spurningin hefði verið spurð.Klippa: Viðtal: Erik Hamrén EM 2020 í fótbolta Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var ánægður með stigin þrjú gegn Andorra á Laugardalsvelli í kvöld. Tilfinningin í herbúðum liðsins væri þó súr sökum niðurstöðunnar í Frakklandi. Þar náðu Tyrkir í stig og eru áfram á toppi riðilsins með Frökkum, fjórum stigum á undan Íslandi. „Við vildum og þurftum þrjú stig og við fengum þrjú stig. Ég er ánægður með það. Þið sáuð líkamstjáningu leikmanna. Tilfinningin er ekki eins og hún á að vera eftir sigur. Við vitum úrslitin í Frakklandi. Þetta er ekki búið en við vitum að þetta verður erfiðara. Við munum gera allt sem við getum og svo sjáum við til. Þrjú stig voru markmiðið í kvöld og það náðist.“ Von íslenska liðsins um að ná öðru sæti í riðlinum felst í því að sigra Tyrki ytra og svo Moldóvu í lokaleiknum. Tyrkir verða svo að misstíga sig í Andorra. Líklegt? Alveg eins ef miðað er við 1-0 sigur Tyrkja á Andorra í fyrri leik þjóðanna með marki á 89. mínútu. En frekar ólíklegt ef litið er til þess að Andorra hefur tapað 57 af 58 leikjum í sögu undankeppni EM.Ósáttur við töpuð einvígi Andorra menn eru ekki þekktir fyrir að skora mikið en öllu sterkari þegar kemur að því að loka leiðinni að markinu. Það tók íslenska liðið langt fram eftir fyrri hálfleik að brjóta vörn gestanna á bak aftur. „Þeir unnu fleiri einvígi en við, sérstaklega framan af leik en þeir komu okkur ekki á óvart. Þeir sýndu okkur það allan leikinn,“ sagði Hamrén. Hann var ósáttur við hversu oft Andorra hafði betur í baráttunni um boltann. „Ég var frekar pirraður því við unnum ekki einvígin sem við vildum vinna. Þeir unnu aðeins of mörg einvígi. Það skiptir svo miklu máli að vinna einvígin, ná seinni bolta og svo skora,“ sagði Hamrén. Það var uppskriftin að fyrra markinu þegar Kolbeinn Sigþórsson hafði betur í baráttu í teignum og Arnór hirti seinni bolta og kláraði færið vel. Kolbeinn var sömuleiðis öflugur þegar hann fékk sendingu fram, tók glæsilega við boltanum í baráttu við varnarmann Andorra og skoraði snyrtilega. Hamrén vildi lítið velta sér upp úr undankeppninni hingað til. Hvað hefði mátt gera betur, til dæmis í tapinu úti í Albaníu þar sem sótt var til sigurs í stöðunni 2-2. Jafntefli í þeim leik hefði þýtt úrslitaleik fyrir íslenska liðið í Tyrklandi í nóvember. Tyrkir hafa allt í höndum sér eins og staðan er núna jafnvel þótt Ísland nældi í þrjú stig ytra.Upplifað miklu kaldari kvöld „Tyrkland hefur líka fengið heppnina með sér, sem þarf. Þeir skoruðu í lokin gegn Andorra, í lokin gegn Albaníu og líka í dag. Við sjáum hvað gerist í síðustu leikjunum. Við sögðum fyrir undankeppnia að þetta myndi skýrast í nóvember, og þannig verður það. En ég væri glaðari ef ég vissi að leikurinn í Tyrklandi væri úrslitaleikur.“ Aðspurður hvort þetta væri eitt kaldasta kvöld hans í fótbolta, þar sem hann stóð á hlaupabrautinni í kulda og vindi hristi Hamrén hausinn. „Nei, alls ekki. Ég er frá Norður-Svíþjóð. Ég hef spilað leiki með í mínus átján gráðum í snjó á veturna,“ sagði Hamrén. Í framhaldinu benti Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi Íslands, Hamrén á að heit máltíð biði hans á Nordica. Hamrén greip boltann á lofti enda hafði verið tilkynnt að síðsta spurningin hefði verið spurð.Klippa: Viðtal: Erik Hamrén
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira