Segir verð á blómum á Íslandi allt of hátt í skjóli himinhárra tolla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2019 13:36 Eigendur tuttugu og fimm blómaverslana og félag atvinnurekenda á Íslandi skora á stjórnvöld að afnema tolla á blómum. Vísir/getty Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra til að ræða um niðurfellingu tolla á blómum. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kerfið, í núverandi mynd, vera meingallað og úr sér gengið. Blómasalar séu að sligast undan háum tollum. Í morgun sendi félag atvinnurekenda ásamt eigendum tuttugu og fimm blómaverslana hér álandi áskorun á stjórnvöld um að fella niður tolla á blómum. „Við viljum fjalla um hvernig eru lagðir allt of háir tollar á innflutt blóm sem veldur alls konar óhagræði og skekkir samkeppni og kannski síðast en ekki síst veldur því að verð á blómum á Íslandi er allt of hátt í skjóli þessara háu tolla,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að Túlípanabúnt hér á Íslandi geti kostað allt upp undir þrjú þúsund krónur á meðan það kosti í kringum þúsund krónur í löndunum í kringum okkur. „Það er verið að leggja mjög háa tolla á alls konar tegundir bæði af afskornum blómum og pottablómum sem eru bara ekkert ræktaðar hér á landi. EF einhvern tímann hefur verið tilgangurinn að vernda innlenda framleiðslu með þessu þá er hann í mörgum tilvikum ekki til staðar.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir núverandi kerfi vera úr sér gengið.Ólafur segir að tollurinn verði til þess að ódýrari blóm eru ekki flutt inn. „Af því að stykkjatollurinn margfaldar verðið á þeim. Tökum bara Fresíur sem dæmi sem voru eitt sinn vinsæl blóm á Íslandi en svo lagðist ræktun á þeim hér innanlands af og af því að þær eru ekki dýrar í innkaupum þá finnst engum forsvaranlegt að flytja inn Fresíur sem kostar tuttugu kall stykkið og tollurinn á hana er rúmlega hundrað krónur. Þá er innkaupsverðið orðið sexfalt jafnvel áður en blómabúðin fær sína álagningu. Þannig að þetta þýðir það að sumar vörur fást bara alls ekki hérna. Það sem er flutt inn er frekar dýrari vörur eða lúxusvörur heldur en hagstæðari vara fyrir neytendur og svo þýðir tollverndin auðvitað að innlendir framleiðendur geta haldið uppi verðinu á sinni vöru og hafa ekki þá samkeppni sem þeir þurfa að hafa til að keppa í verði.“Eru blómasalar að sligast undan þessum tollum?„Já, fólk segir bara að þetta sé alveg fráleitt rekstrarumhverfi. Innlenda framleiðslan, jafnvel í þeim tegundum sem verið er að rækta hér á landi þá annar innlenda framleiðslan oft ekki eftirspurninni,“ segir Ólafur og bætir við. „Að okkar mati er þetta kerfi allt saman orðið meingallað og úr sér gengið.“ Garðyrkja Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra til að ræða um niðurfellingu tolla á blómum. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kerfið, í núverandi mynd, vera meingallað og úr sér gengið. Blómasalar séu að sligast undan háum tollum. Í morgun sendi félag atvinnurekenda ásamt eigendum tuttugu og fimm blómaverslana hér álandi áskorun á stjórnvöld um að fella niður tolla á blómum. „Við viljum fjalla um hvernig eru lagðir allt of háir tollar á innflutt blóm sem veldur alls konar óhagræði og skekkir samkeppni og kannski síðast en ekki síst veldur því að verð á blómum á Íslandi er allt of hátt í skjóli þessara háu tolla,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að Túlípanabúnt hér á Íslandi geti kostað allt upp undir þrjú þúsund krónur á meðan það kosti í kringum þúsund krónur í löndunum í kringum okkur. „Það er verið að leggja mjög háa tolla á alls konar tegundir bæði af afskornum blómum og pottablómum sem eru bara ekkert ræktaðar hér á landi. EF einhvern tímann hefur verið tilgangurinn að vernda innlenda framleiðslu með þessu þá er hann í mörgum tilvikum ekki til staðar.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir núverandi kerfi vera úr sér gengið.Ólafur segir að tollurinn verði til þess að ódýrari blóm eru ekki flutt inn. „Af því að stykkjatollurinn margfaldar verðið á þeim. Tökum bara Fresíur sem dæmi sem voru eitt sinn vinsæl blóm á Íslandi en svo lagðist ræktun á þeim hér innanlands af og af því að þær eru ekki dýrar í innkaupum þá finnst engum forsvaranlegt að flytja inn Fresíur sem kostar tuttugu kall stykkið og tollurinn á hana er rúmlega hundrað krónur. Þá er innkaupsverðið orðið sexfalt jafnvel áður en blómabúðin fær sína álagningu. Þannig að þetta þýðir það að sumar vörur fást bara alls ekki hérna. Það sem er flutt inn er frekar dýrari vörur eða lúxusvörur heldur en hagstæðari vara fyrir neytendur og svo þýðir tollverndin auðvitað að innlendir framleiðendur geta haldið uppi verðinu á sinni vöru og hafa ekki þá samkeppni sem þeir þurfa að hafa til að keppa í verði.“Eru blómasalar að sligast undan þessum tollum?„Já, fólk segir bara að þetta sé alveg fráleitt rekstrarumhverfi. Innlenda framleiðslan, jafnvel í þeim tegundum sem verið er að rækta hér á landi þá annar innlenda framleiðslan oft ekki eftirspurninni,“ segir Ólafur og bætir við. „Að okkar mati er þetta kerfi allt saman orðið meingallað og úr sér gengið.“
Garðyrkja Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent