Af hverju þarf þetta að vera svona flókið? Daði Geir Samúelsson skrifar 14. október 2019 13:06 Ég hef oft velt þessari spurningu fyrir mér þegar kemur að málefnum sorpflokkunar hér á okkar fámenna landi. Af hverju er það svona flókið að skila af sér rusli? Íslendingar eru með svo margar mismunandi útgáfur af flokkunarkerfum að fólk fær bara létt taugaáfall við að hugsa út í þessi mál. Segjum sem svo að ég leggi af stað í ferðalag. Ég byrja í Hafnarfirði þar sem allur pappi er flokkaður og settur í blátunnu, plast er sett í sér poka og sett í grátunnu. Ég fer áfram yfir í Kópavog. Þar er líka blátunna en núna á plastið að fara í hana en ekki þá gráu. Okei, ég hlýt að geta munað þetta! Svo bruna ég áfram af stað og er kominn til Reykjavíkur. Þar á plastið að fara í græntunnu, pappinn í blátunnu og svo eru þeir líka með hina gömlu grátunnu. Nei, núna er ég orðin ruglaður og klóra mér í skallanum. Átti plastið að fara í grátunnuna, blátunnuna eða var það græntunnan. Úff, hvað er að frétta? Ég ákveð að pæla ekki í þessu og held áfram á mínu ferðalagi. Ég ætla að skella mér í sumarbústað í Hrunamannahrepp. Þegar þangað er komið ætla ég að létta á sorpinu sem safnaðist upp hjá mér. Þar er blátunna, grátunna og brúntunna. Hvað á ég að gera? Ég les á bláu tunnuna og þar er komin enn önnur útgáfa. Þar á ég að setja plast, pappa og járn allt saman. Svo má lífræna ekki lengur fara með gráutunnunni heldur á að fara í brúnutunnuna. Ég skoða þetta seinna og tek ruslið mitt og fer yfir í Bláskógabyggð til að fá mér ís. Þar sé ég fjórar tunnur: gráa, brúna, græna og bláa. Nei, hættu nú alveg! Ef ég væri ekki búinn að missa allt hárið þá væri ég alveg að verða gráhærður. Ég gefst upp, ég veit ekki hvernig ég á að gera þetta. Ég bruna á Selfoss stoppa fyrir utan eina sjoppu og sé þar stóran gám sem á stendur heimilissorp. Þar hendi öllu sorpinu og bruna svo aftur beinustu leið í Hafnarfjörð þar sem ég stekk inn og loka mig af með gríðarlegt flokkunarsamviskubit. Þarf þetta að vera svona flókið? Er ekki hægt að einfalda þetta í ekki stærra landi en raun ber vitni? Er það virkilega nánast svo að ef ég ferðast á milli einhverja af þessum 72 sveitarfélaga sem eru hér á landi þarf ég að læra að flokka upp á nýtt? Ég tel að það væri sniðugra að það væri eitt samræmt flokkunarkerfi fyrir landið sem tryggir það að allir séu á sömu línu. Það myndi leiða til þess að betri og skilvirkari flokkun ætti sér stað og endurvinnsluefni færu á rétta staði. Samband ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun um málið á síðasta sambandsþingi sínu þar sem lagt var til að komið verði á samræmdu flokkunarkerfi fyrir landið og mun berjast fyrir því að ná málinu í gegn.Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorpa Umhverfismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég hef oft velt þessari spurningu fyrir mér þegar kemur að málefnum sorpflokkunar hér á okkar fámenna landi. Af hverju er það svona flókið að skila af sér rusli? Íslendingar eru með svo margar mismunandi útgáfur af flokkunarkerfum að fólk fær bara létt taugaáfall við að hugsa út í þessi mál. Segjum sem svo að ég leggi af stað í ferðalag. Ég byrja í Hafnarfirði þar sem allur pappi er flokkaður og settur í blátunnu, plast er sett í sér poka og sett í grátunnu. Ég fer áfram yfir í Kópavog. Þar er líka blátunna en núna á plastið að fara í hana en ekki þá gráu. Okei, ég hlýt að geta munað þetta! Svo bruna ég áfram af stað og er kominn til Reykjavíkur. Þar á plastið að fara í græntunnu, pappinn í blátunnu og svo eru þeir líka með hina gömlu grátunnu. Nei, núna er ég orðin ruglaður og klóra mér í skallanum. Átti plastið að fara í grátunnuna, blátunnuna eða var það græntunnan. Úff, hvað er að frétta? Ég ákveð að pæla ekki í þessu og held áfram á mínu ferðalagi. Ég ætla að skella mér í sumarbústað í Hrunamannahrepp. Þegar þangað er komið ætla ég að létta á sorpinu sem safnaðist upp hjá mér. Þar er blátunna, grátunna og brúntunna. Hvað á ég að gera? Ég les á bláu tunnuna og þar er komin enn önnur útgáfa. Þar á ég að setja plast, pappa og járn allt saman. Svo má lífræna ekki lengur fara með gráutunnunni heldur á að fara í brúnutunnuna. Ég skoða þetta seinna og tek ruslið mitt og fer yfir í Bláskógabyggð til að fá mér ís. Þar sé ég fjórar tunnur: gráa, brúna, græna og bláa. Nei, hættu nú alveg! Ef ég væri ekki búinn að missa allt hárið þá væri ég alveg að verða gráhærður. Ég gefst upp, ég veit ekki hvernig ég á að gera þetta. Ég bruna á Selfoss stoppa fyrir utan eina sjoppu og sé þar stóran gám sem á stendur heimilissorp. Þar hendi öllu sorpinu og bruna svo aftur beinustu leið í Hafnarfjörð þar sem ég stekk inn og loka mig af með gríðarlegt flokkunarsamviskubit. Þarf þetta að vera svona flókið? Er ekki hægt að einfalda þetta í ekki stærra landi en raun ber vitni? Er það virkilega nánast svo að ef ég ferðast á milli einhverja af þessum 72 sveitarfélaga sem eru hér á landi þarf ég að læra að flokka upp á nýtt? Ég tel að það væri sniðugra að það væri eitt samræmt flokkunarkerfi fyrir landið sem tryggir það að allir séu á sömu línu. Það myndi leiða til þess að betri og skilvirkari flokkun ætti sér stað og endurvinnsluefni færu á rétta staði. Samband ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun um málið á síðasta sambandsþingi sínu þar sem lagt var til að komið verði á samræmdu flokkunarkerfi fyrir landið og mun berjast fyrir því að ná málinu í gegn.Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar