Samningur Lars Lagerbäck við norska knattspyrnusambandið rennur út í sumar og á sunnudaginn gaf sambandið út að þeir væru ekki í viðræðum við Lars um nýjan samning.
Joshua King sem og fleiri leikmenn norska landsliðsins stigu fram í vikunni og hvöttu sambandið að byrja að ræða við Lars.
„Þeir verða að gefa honum ávísunina og láta hann sjálfan skrifa upphæðina. Svo geta þeir gefið honum nýjan samning,“ sagði King í samtali við norska Eurosport.
Spillernes bønn til Lagerbäck og NFF: - Gi ham en sjekk han kan skrive inn tallene på selv#ESNballhttps://t.co/jevVtexuiS
— Eurosport Norge (@EurosportNorge) October 13, 2019
Lagerbäck hefur gert flotta hluti síðan hann tók við norska landsliðinu 2017 en hann hefur unnið 13 af þeim 26 leikjum sem hann hefur stýrt Norðmönnum í.
Þeir náðu svo í jafntefli gegn Spánverjum á laugardagskvöldið sem stöðvaði fjórtán leikja sigurgöngu Spánverja í undankeppnum EM.