John Kerry sagði íslenska heilbrigðiskerfið hafa komið sér í gegnum ávarp sitt í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2019 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson afhenti John Kerry verðlaun Hringborðs Norðurslóða í dag. Í ræðu sinni lofsamaði John Kerry heilbrigðiskerfi Íslendinga og lýsti yfir stríði við efasemdamenn um loftslagsbreytingar. John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kom hingað til lands í morgun. Hann var kynntur á svið af formanni Hringborðs Norðurslóðanna, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem sagði Kerry hafa sýnt þessum vettvangi stuðning frá byrjun. Ólafur sagði Kerry vel að verðlaununum komin fyrir ötula baráttu gegn loftslagsbreytingum. Þegar Kerry hóf ávarpa sitt var augljóst á röddinni að hann hafði glímt við flensu. Hann sagði þetta ávarpa hans vera prófstein á íslenska heilbrigðiskerfið. Ef hann kæmist í gegnum það án þess að röddin myndi bregðast honum, þá væru íslenskir heilbrigðisstarfsmenn að skila frábæru starfi. Kerry greindi frá því að hann hefði farið á Læknavaktina þar sem hann tók númer og beið þolinmóður eftir að röðin kæmi að honum. „Svo kom röðin en að mér en þau eru mjög klók. Þá ferðu inn á aðra biðstofu með öðru númerkerfi og maður bíður enn. En þetta gekk fljótt fyrir sig,“ sagði Kerry sem hélt röddinni út ávarpið. Hann sagði baráttuna við loftslagsbreytingar ærið verkefni því afleiðingarnar verða æ augljósari. „Þessi júlí lagði sitt að mörkum til að gera þetta ár að því heitasta í mannkynssögunni. Og þetta ár var hluti af heitasta áratug mannkynssögunnar. Áratugurinn á undan er sá næstheitasti og áratugurinn þar á undan sá þriðji heitasti.“ Efasemdarmenn væru þó til staðar. „Við erum með 130 efasemdarmenn á bandaríska þinginu og forseti Bandaríkjanna reynir að segja fólki að þetta séu kínverskt gabb.“ Kerry sagði staðreyndirnar augljósar en á okkar tímum væri auðvelt að dreifa lygum og efasemdum með hjálp tölvutækninnar. Hann minnti á að allir ættu rétt á sínum skoðunum en það breytti ekki staðreyndum málsins. Hann sagði stjórnmálamenn bregðast hlutverki sínu í baráttunni við loftslagsbreytingar. „Þess vegna er Greta Thunberg þarna úti og þess vegna eru börnin að efna til loftslagsverkfalla,“ sagði Kerry og bætti við að börnunum væri alveg sama um skoðanir manna, þau horfi einfaldlega til staðreynda málsins sem blasa við. Kerry greindi frá því að hann hefði fengið Arnold Schwarzenegger með sér í lið gegn efasemdarmönnum. Hefur hann lýst yfir stríði gegn þeim sem afneita loftslagsbreytingum. „Þeir sem dreifa efasemdum, lygum og afbökun á staðreyndum hafa lýst yfir stríði gegn almennri skynsemi og vísindum. Við þurfum að berjast gegn því til að gera það sama og við gerðum í seinni heimsstyrjöldinni þegar við ákváðum að við yrðum að hafa sigur.“ Heilbrigðismál Norðurslóðir Reykjavík Hringborð norðurslóða Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson afhenti John Kerry verðlaun Hringborðs Norðurslóða í dag. Í ræðu sinni lofsamaði John Kerry heilbrigðiskerfi Íslendinga og lýsti yfir stríði við efasemdamenn um loftslagsbreytingar. John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kom hingað til lands í morgun. Hann var kynntur á svið af formanni Hringborðs Norðurslóðanna, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem sagði Kerry hafa sýnt þessum vettvangi stuðning frá byrjun. Ólafur sagði Kerry vel að verðlaununum komin fyrir ötula baráttu gegn loftslagsbreytingum. Þegar Kerry hóf ávarpa sitt var augljóst á röddinni að hann hafði glímt við flensu. Hann sagði þetta ávarpa hans vera prófstein á íslenska heilbrigðiskerfið. Ef hann kæmist í gegnum það án þess að röddin myndi bregðast honum, þá væru íslenskir heilbrigðisstarfsmenn að skila frábæru starfi. Kerry greindi frá því að hann hefði farið á Læknavaktina þar sem hann tók númer og beið þolinmóður eftir að röðin kæmi að honum. „Svo kom röðin en að mér en þau eru mjög klók. Þá ferðu inn á aðra biðstofu með öðru númerkerfi og maður bíður enn. En þetta gekk fljótt fyrir sig,“ sagði Kerry sem hélt röddinni út ávarpið. Hann sagði baráttuna við loftslagsbreytingar ærið verkefni því afleiðingarnar verða æ augljósari. „Þessi júlí lagði sitt að mörkum til að gera þetta ár að því heitasta í mannkynssögunni. Og þetta ár var hluti af heitasta áratug mannkynssögunnar. Áratugurinn á undan er sá næstheitasti og áratugurinn þar á undan sá þriðji heitasti.“ Efasemdarmenn væru þó til staðar. „Við erum með 130 efasemdarmenn á bandaríska þinginu og forseti Bandaríkjanna reynir að segja fólki að þetta séu kínverskt gabb.“ Kerry sagði staðreyndirnar augljósar en á okkar tímum væri auðvelt að dreifa lygum og efasemdum með hjálp tölvutækninnar. Hann minnti á að allir ættu rétt á sínum skoðunum en það breytti ekki staðreyndum málsins. Hann sagði stjórnmálamenn bregðast hlutverki sínu í baráttunni við loftslagsbreytingar. „Þess vegna er Greta Thunberg þarna úti og þess vegna eru börnin að efna til loftslagsverkfalla,“ sagði Kerry og bætti við að börnunum væri alveg sama um skoðanir manna, þau horfi einfaldlega til staðreynda málsins sem blasa við. Kerry greindi frá því að hann hefði fengið Arnold Schwarzenegger með sér í lið gegn efasemdarmönnum. Hefur hann lýst yfir stríði gegn þeim sem afneita loftslagsbreytingum. „Þeir sem dreifa efasemdum, lygum og afbökun á staðreyndum hafa lýst yfir stríði gegn almennri skynsemi og vísindum. Við þurfum að berjast gegn því til að gera það sama og við gerðum í seinni heimsstyrjöldinni þegar við ákváðum að við yrðum að hafa sigur.“
Heilbrigðismál Norðurslóðir Reykjavík Hringborð norðurslóða Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?