Klósettröðin Sif Sigmarsdóttir skrifar 12. október 2019 13:30 Þótt ég sé búsett í Bretlandi og Brexit vofi yfir hef ég ekki gripið til nokkurra varúðarráðstafana. Fari svo að Bretland hverfi samningslaust úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi er spáð bæði matvæla- og lyfjaskorti í landinu. Ég á vini sem fyllt hafa skápana af niðursuðudósum, frönsku víni og aspiríni. Sjálf hef ég í heiðri séríslenska hefð: Þetta reddast. Og ef þetta reddast ekki kennir neyðin naktri konu að spinna. Því neyðin er móðir nýrra uppfinninga, eins og máltækið hljómar í meðförum Engilsaxa. Það var hins vegar fyrst í vikunni sem leið að mér hætti að standa á sama um yfirvofandi vöntun. Nýjustu fréttir herma að náist ekki samningar með Bretum og Evrópusambandinu stefni í alvarlegan skort á klósettpappír í Bretlandi. Þótt neyðin kenni naktri konu að spinna er teppa í flæði klósettpappírs við bresk landamæri ekki þröng sem undirrituð kona kærir sig um að ráða fram úr með úrræðasemi. Ég er langt frá því að vera sú fyrsta sem mætir nýsköpun inni á salerni með tregðu. Þótt fyrstu vatnsklósettin sem vitað er um séu frá um 2800 fyrir Krist, en leifar þeirra fundust í Indusdalnum þar sem nú er Pakistan, náðu þau seint almennri útbreiðslu. Á 16. öld efaðist fólk enn um vatnsklósettið þegar guðsonur Elísabetar I Englandsdrottningar hannaði vatnssalerni og gaf henni. Sagan segir að drottningin hafi verið ófús til að nota uppfinninguna því hún kunni illa við lætin sem heyrðust þegar hún sturtaði niður; drottningin vildi ekki að öll hirðin vissi af því í hvert skipti sem hún tefldi við páfann. Af nýlegum fréttum að dæma á þessi tortryggni í garð nýjunga á náðhúsum fullan rétt á sér. Að pissa eða ekki pissa Eitt stærsta deilumál í Bretlandi undanfarnar vikur – fyrir utan Brexit – eru ný klósett í The Old Vic leikhúsinu í London. Að pissa eða ekki pissa – þarna er efinn. Konur sem sækja bresk leikhús kvarta gjarnan undan því að þurfa að eyða öllu hléinu í biðröð á klósettið. Hlé í leikhúsum eru 20 mínútur. Samkvæmt rannsókn þyrfti hléið að vera að meðaltali 57 mínútur til að allar konur í salnum ættu að geta létt á sér. Á síðasta ári stóð The Old Vic fyrir fjársöfnun svo tvöfalda mætti fjölda kvennaklósetta í leikhúsinu. Klósettin eru tilbúin. Konur eru þó síður en svo sáttar. Þótt klósettin séu nú 44 í stað 22 áður er fjöldi kvennaklósetta 0. Öll nýju klósett leikhússins eru ókyngreind en þau eru merkt eftir því hvort inni á þeim er að finna setklósett eða pissuskál. Gagnrýnendur benda á að enn á ný beri konur skertan hlut frá borði því nú geti karlar notað öll 26 setklósettin og pissuskálarnar 18 en konur geti aðeins notað setklósettin. Fyrirkomulagið lengi biðtíma hjá konum en stytti hann hjá körlum. Forsvarsmenn The Old Vic hefðu átt að vita betur. Ekki er langt síðan klósett menningarhússins The Barbican gerðu allt brjálað á Twitter. Í apríl 2017 fór breska fréttakonan Samira Ahmed í bíó. Í hléi rauk hún fram til að ná plássi framarlega í klósettröðinni. Biðröðin var hins vegar mun lengri en venjulega. Skýringin blasti við Ahmed þegar röðin kom loks að henni. Kvennaklósettin voru full af körlum. Klósettmerkingum hafði verið breytt úr karla- eða kvennaklósett í „ókyngreind með klósettbásum“ og „ókyngreind með pissuskálum“. Karlar gátu nú farið á öll klósettin en konur aðeins á helming þeirra. Reglulegt flæði Brexit-teppan og klósettstíflan eiga eitt sameiginlegt. Lausnin blasir við. Samningur við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr sambandinu tryggði reglulegt flæði klósettpappírs og annarra nauðsynja. Ef pissuskálum karla yrði breytt í setklósett yrðu salernin í The Old Vic ekki aðeins ókyngreind í orði heldur líka á borði. Stundum þarf bara að gyrða sig í brók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Þótt ég sé búsett í Bretlandi og Brexit vofi yfir hef ég ekki gripið til nokkurra varúðarráðstafana. Fari svo að Bretland hverfi samningslaust úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi er spáð bæði matvæla- og lyfjaskorti í landinu. Ég á vini sem fyllt hafa skápana af niðursuðudósum, frönsku víni og aspiríni. Sjálf hef ég í heiðri séríslenska hefð: Þetta reddast. Og ef þetta reddast ekki kennir neyðin naktri konu að spinna. Því neyðin er móðir nýrra uppfinninga, eins og máltækið hljómar í meðförum Engilsaxa. Það var hins vegar fyrst í vikunni sem leið að mér hætti að standa á sama um yfirvofandi vöntun. Nýjustu fréttir herma að náist ekki samningar með Bretum og Evrópusambandinu stefni í alvarlegan skort á klósettpappír í Bretlandi. Þótt neyðin kenni naktri konu að spinna er teppa í flæði klósettpappírs við bresk landamæri ekki þröng sem undirrituð kona kærir sig um að ráða fram úr með úrræðasemi. Ég er langt frá því að vera sú fyrsta sem mætir nýsköpun inni á salerni með tregðu. Þótt fyrstu vatnsklósettin sem vitað er um séu frá um 2800 fyrir Krist, en leifar þeirra fundust í Indusdalnum þar sem nú er Pakistan, náðu þau seint almennri útbreiðslu. Á 16. öld efaðist fólk enn um vatnsklósettið þegar guðsonur Elísabetar I Englandsdrottningar hannaði vatnssalerni og gaf henni. Sagan segir að drottningin hafi verið ófús til að nota uppfinninguna því hún kunni illa við lætin sem heyrðust þegar hún sturtaði niður; drottningin vildi ekki að öll hirðin vissi af því í hvert skipti sem hún tefldi við páfann. Af nýlegum fréttum að dæma á þessi tortryggni í garð nýjunga á náðhúsum fullan rétt á sér. Að pissa eða ekki pissa Eitt stærsta deilumál í Bretlandi undanfarnar vikur – fyrir utan Brexit – eru ný klósett í The Old Vic leikhúsinu í London. Að pissa eða ekki pissa – þarna er efinn. Konur sem sækja bresk leikhús kvarta gjarnan undan því að þurfa að eyða öllu hléinu í biðröð á klósettið. Hlé í leikhúsum eru 20 mínútur. Samkvæmt rannsókn þyrfti hléið að vera að meðaltali 57 mínútur til að allar konur í salnum ættu að geta létt á sér. Á síðasta ári stóð The Old Vic fyrir fjársöfnun svo tvöfalda mætti fjölda kvennaklósetta í leikhúsinu. Klósettin eru tilbúin. Konur eru þó síður en svo sáttar. Þótt klósettin séu nú 44 í stað 22 áður er fjöldi kvennaklósetta 0. Öll nýju klósett leikhússins eru ókyngreind en þau eru merkt eftir því hvort inni á þeim er að finna setklósett eða pissuskál. Gagnrýnendur benda á að enn á ný beri konur skertan hlut frá borði því nú geti karlar notað öll 26 setklósettin og pissuskálarnar 18 en konur geti aðeins notað setklósettin. Fyrirkomulagið lengi biðtíma hjá konum en stytti hann hjá körlum. Forsvarsmenn The Old Vic hefðu átt að vita betur. Ekki er langt síðan klósett menningarhússins The Barbican gerðu allt brjálað á Twitter. Í apríl 2017 fór breska fréttakonan Samira Ahmed í bíó. Í hléi rauk hún fram til að ná plássi framarlega í klósettröðinni. Biðröðin var hins vegar mun lengri en venjulega. Skýringin blasti við Ahmed þegar röðin kom loks að henni. Kvennaklósettin voru full af körlum. Klósettmerkingum hafði verið breytt úr karla- eða kvennaklósett í „ókyngreind með klósettbásum“ og „ókyngreind með pissuskálum“. Karlar gátu nú farið á öll klósettin en konur aðeins á helming þeirra. Reglulegt flæði Brexit-teppan og klósettstíflan eiga eitt sameiginlegt. Lausnin blasir við. Samningur við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr sambandinu tryggði reglulegt flæði klósettpappírs og annarra nauðsynja. Ef pissuskálum karla yrði breytt í setklósett yrðu salernin í The Old Vic ekki aðeins ókyngreind í orði heldur líka á borði. Stundum þarf bara að gyrða sig í brók.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun