Enski boltinn

Leikmaður Liverpool dæmdur í bann fyrir að gera grín að Kane

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harvey Elliott kom til Liverpool frá Fulham í sumar
Harvey Elliott kom til Liverpool frá Fulham í sumar vísir/getty
Harvey Elliott, ungur framherji Liverpool, hefur verið dæmdur í 14 daga bann frá fótbolta fyrir að gera grín að Harry Kane.

Elliott, sem er aðeins sextán ára, gerði grín að Kane á samfélagsmiðlinum Snapchat á meðan úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu stóð yfir í vor.

Í myndbandinu má heyra Elliott gera grín að talsmáta Kane, en hann er smámæltur.

Myndbandið dreifðist eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla í lok júlí. Elliott baðst opinberlega afsökunar í kjölfarið.

Enska knattspyrnusambandið tók málið fyrir og á föstudag dæmdi það Elliott brotlegan á reglu E3, þar sem sumt af því sem hann sagði var niðrandi í garð fatlaðra.

Því er hann í 14 daga banni frá fótbolta, þarf að borga 350 pund í sekt og þarf að mæta á námskeið til þess að betra hegðun sína.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×