Ósáttur við vítaspyrnudóminn fram að spjalli við Ara Frey Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 21:50 Erik Hamrén þarf nú að huga að undirbúningi fyrir leikinn geng Andorra á mánudag. vísir/vilhelm „Ég er stoltur af leikmönnunum og liðinu. Við gerðum allt sem við gátum en ég er auðvitað vonsvikinn að hafa ekki uppskorið fyrir vinnuna og hugrekkið. Stoltur en svekktur, þannig líður mér núna,“ sagði Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, eftir 0-1 tapið gegn Frökkum í undankeppni EM í kvöld. Tap Íslands þýðir að liðið þarf að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og treysta á að Frakkar sigri Tyrki á mánudag. Reyndar hefði staðan verið nákvæmlega sú sama hefði Ísland náð í stig í kvöld fyrst að Tyrkir sigruðu Albaníu með marki á lokamínútunni. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason braut á Antoine Griezmann. Laugardalsvöllur brjálaðist og töldu flestir að sá franski hefði látið sig falla. „Frá mínu sjónarhorni hélt ég að þetta væri ekki víti. En ég ræddi við Ara og hann sagði mér að þetta hefði verið víti, þótt það hefði ekki litið þannig út þaðan sem ég sat.“ Ari Freyr viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að um vítaspyrnu hefði verið að ræða. Hamrén upplýsti að meiðsli Jóhanns Berg Guðmundssonar, sem fór af velli eftir kortersleik, væru þess eðlis að hann gæti ekki spilað gegn Andorra á Laugardalsvelli á mánudag. Óvíst væri með þátttöku Rúnars Más Sigurjónssonar sem fór meiddur af velli seint í leiknum. Sá sænski taldi íslensku strákana hafa unnið fyrir stigi með frammistöðu sinni í kvöld. Jafntefli hefði í ljósi annarra úrslita ekki gefið liðinu mikið en þó uppskeru fyrir erfiðið, eitthvað sem allir íþróttamenn vilja fá. „Staðan er sú að við þurfum hjálp frá Frökkum,“ sagði Hamrén og á við leik heimsmeistaranna gegn Tyrkjum á mánudag. Birkir Bjarnason var einn besti leimaður Íslands í dag. Virkar í fínu standi þótt hann sé án liðs og hefur verið í undarlega langan tíma. „Birkir er hættur að koma mér á óvart. Hann spilar svo vel með okkur. Jafnvel þótt hann hafi verið án liðs í nokkurn tíma. Hann sýnir gæðin og reynsluna, ástæðu þess að við völdum hann,“ sagði Hamrén. Hann væri þó stoltur af öllum leikmönnum liðsins og það hefði hann sagt þeim. Það væri erfitt að kyngja tapi en þegar fram liðu stundir myndu þeir kannski átta sig á því og vera stoltir af frammistöðunni gegn heimsmeisturunum. Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði leikinn nokkuð óvænt í stöðu hægri bakvarðar. Reiknað hafði verið með því að Hjörtur Hermannsson yrði þar líkt og í síðustu leikjum. Hjörtur vermdi hins vegar bekkinn í dag. Hamrén sagði þjálfarteymið hafa velt bæði fyrir sér Guðlaugi Victori og Hirti fyrir landsleikjahléð í júní. Þá hefði Hjörtur fengið sénsinn og staðið sig vel. „Ég vildi sjá Gulla og meta hans gæði. Ég er ánægður með hann líka.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
„Ég er stoltur af leikmönnunum og liðinu. Við gerðum allt sem við gátum en ég er auðvitað vonsvikinn að hafa ekki uppskorið fyrir vinnuna og hugrekkið. Stoltur en svekktur, þannig líður mér núna,“ sagði Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, eftir 0-1 tapið gegn Frökkum í undankeppni EM í kvöld. Tap Íslands þýðir að liðið þarf að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og treysta á að Frakkar sigri Tyrki á mánudag. Reyndar hefði staðan verið nákvæmlega sú sama hefði Ísland náð í stig í kvöld fyrst að Tyrkir sigruðu Albaníu með marki á lokamínútunni. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason braut á Antoine Griezmann. Laugardalsvöllur brjálaðist og töldu flestir að sá franski hefði látið sig falla. „Frá mínu sjónarhorni hélt ég að þetta væri ekki víti. En ég ræddi við Ara og hann sagði mér að þetta hefði verið víti, þótt það hefði ekki litið þannig út þaðan sem ég sat.“ Ari Freyr viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að um vítaspyrnu hefði verið að ræða. Hamrén upplýsti að meiðsli Jóhanns Berg Guðmundssonar, sem fór af velli eftir kortersleik, væru þess eðlis að hann gæti ekki spilað gegn Andorra á Laugardalsvelli á mánudag. Óvíst væri með þátttöku Rúnars Más Sigurjónssonar sem fór meiddur af velli seint í leiknum. Sá sænski taldi íslensku strákana hafa unnið fyrir stigi með frammistöðu sinni í kvöld. Jafntefli hefði í ljósi annarra úrslita ekki gefið liðinu mikið en þó uppskeru fyrir erfiðið, eitthvað sem allir íþróttamenn vilja fá. „Staðan er sú að við þurfum hjálp frá Frökkum,“ sagði Hamrén og á við leik heimsmeistaranna gegn Tyrkjum á mánudag. Birkir Bjarnason var einn besti leimaður Íslands í dag. Virkar í fínu standi þótt hann sé án liðs og hefur verið í undarlega langan tíma. „Birkir er hættur að koma mér á óvart. Hann spilar svo vel með okkur. Jafnvel þótt hann hafi verið án liðs í nokkurn tíma. Hann sýnir gæðin og reynsluna, ástæðu þess að við völdum hann,“ sagði Hamrén. Hann væri þó stoltur af öllum leikmönnum liðsins og það hefði hann sagt þeim. Það væri erfitt að kyngja tapi en þegar fram liðu stundir myndu þeir kannski átta sig á því og vera stoltir af frammistöðunni gegn heimsmeisturunum. Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði leikinn nokkuð óvænt í stöðu hægri bakvarðar. Reiknað hafði verið með því að Hjörtur Hermannsson yrði þar líkt og í síðustu leikjum. Hjörtur vermdi hins vegar bekkinn í dag. Hamrén sagði þjálfarteymið hafa velt bæði fyrir sér Guðlaugi Victori og Hirti fyrir landsleikjahléð í júní. Þá hefði Hjörtur fengið sénsinn og staðið sig vel. „Ég vildi sjá Gulla og meta hans gæði. Ég er ánægður með hann líka.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira