Einkunnir eftir tap gegn Frökkum: Hannes maður leiksins Íþróttadeild skrifar 11. október 2019 21:07 Hannes Þór átti mjög góðan leik í dag vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson var maður leiksins í íslenska liðinu á móti Frökkum í undankeppni EM 2020 að mati íþróttadeildar Vísis. Ísland tapaði leiknum 1-0, sigurmarkið skoraði Olivier Giroud úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason var dæmdur brotlegur á Antoine Griezmann. Heilt yfir var frammistaða Íslands nokkuð góð, strákarnir unnu sína vinnu vel og þurftu Frakkarnir vítaspyrnu til þess að taka sigurinn. Það hefði þó líklega endað verr fyrir íslenska liðið hefði ekki verið fyrir Hannes sem varði frábærlega í markinu í dag. Einkunnagjöf Vísis úr leiknum má sjá hér að neðan:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Greip oft vel inn í fyrirgjafir Frakka og varði ágætlega í nokkur skipti, meðal annars frá Griezmann í fyrri hálfleiknum. Var öruggur í sínum aðgerðum og besti maður Íslands í dag.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Átti í vandræðum með að koma boltanum á samherja í fyrri hálfleiknum. Skilaði varnarvinnunni lengst af vel og sérstaklega með það í huga að hann er ekki vanur að spila þessa stöðu.Kári Árnason, miðvörður 7 Átti í mikilli baráttu við Giroud í loftinu og lenti stundum í basli með stóra gæjann. Var að öðru leyti traustur og lokaði vörninni vel með félögum sínum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Var traustur í vörninni og gerði engin stórvægileg mistök. Fékk spjald í fyrri hálfleik en spilaði skynsamlega eftir það og greip vel inn í sóknir Frakka í nokkur skipti.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Lenti sjaldan í vandræðum og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Sýndi fremur klaufalegan varnarleik þegar hann fékk dæmt á sig vítið þó dómurinn hefði verið ódýr.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður Meiddist eftir tæplega 15 mínútna leik og varð að fara af velli. Fær ekki einkunn.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 7 Lokaði vel á spil Frakka sem áttu í stökustu vandræðum með að skapa hættu löngum stundum. Harðduglegur og gaf allt sitt í leikinn. Fór meiddur af velli í síðari hálfleik.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Spilaði vel á miðri miðjunni og fyllti skarð Arons Einars á ágætlega með Rúnari Má. Dró af honum þegar leið á leikinn en skilaði sínu og vel það.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 5 Fór yfir á hægri kantinn þegar Jóhann Berg meiddist og Jón Daði kom inn. Skilaði ágætri varnarvinnu en sóknarlega gerðist lítið þegar hann fékk boltann.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hljóp mikið eins og venjulega og var duglegur að pressa. Reyndi eins og hann gat sóknarlega en fékk lítinn tíma á boltanum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Vann marga skallabolta í framlínunni en seinni boltinn endaði sjaldan hjá samherja. Var duglegur í pressunni en vantaði meiri stuðning sóknarlega.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson 6 - Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 16. mínútu) Kom inn á vinstri kantinn. Átti ágæta skottilraun sem Mandanda varði í fyrri hálfleik. Skilaði varnarvinnunni ágætlega en fékk úr litlu að moða sóknarlega og olli Pavard, hægri bakverði Frakka, litlum vandræðum.Alfreð Finnbogason - (Kom inn fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 73.mínútu) Spilaði of lítið til þess að fá einkunn.Arnór Sigurðsson - (Kom inn fyrir Arnór Ingva Traustason á 81.mínútu) Spilaði of lítið til þess að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 0-1 | Vítaspyrna Giroud gaf Frökkum sigurinn Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Twitter eftir leikinn: „Griezmenn fékk Dóruplástur og kom svo bara sprækur aftur inn á“ Íslendingar voru líflegir á Twitter yfir landsleiknum. 11. október 2019 20:57 Jóhann Berg fór meiddur af velli Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins þrettán mínútna leik í leik Íslands og Frakklands sem nú stendur yfir á Laugardalsvelli. 11. október 2019 19:24 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var maður leiksins í íslenska liðinu á móti Frökkum í undankeppni EM 2020 að mati íþróttadeildar Vísis. Ísland tapaði leiknum 1-0, sigurmarkið skoraði Olivier Giroud úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason var dæmdur brotlegur á Antoine Griezmann. Heilt yfir var frammistaða Íslands nokkuð góð, strákarnir unnu sína vinnu vel og þurftu Frakkarnir vítaspyrnu til þess að taka sigurinn. Það hefði þó líklega endað verr fyrir íslenska liðið hefði ekki verið fyrir Hannes sem varði frábærlega í markinu í dag. Einkunnagjöf Vísis úr leiknum má sjá hér að neðan:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Greip oft vel inn í fyrirgjafir Frakka og varði ágætlega í nokkur skipti, meðal annars frá Griezmann í fyrri hálfleiknum. Var öruggur í sínum aðgerðum og besti maður Íslands í dag.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Átti í vandræðum með að koma boltanum á samherja í fyrri hálfleiknum. Skilaði varnarvinnunni lengst af vel og sérstaklega með það í huga að hann er ekki vanur að spila þessa stöðu.Kári Árnason, miðvörður 7 Átti í mikilli baráttu við Giroud í loftinu og lenti stundum í basli með stóra gæjann. Var að öðru leyti traustur og lokaði vörninni vel með félögum sínum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Var traustur í vörninni og gerði engin stórvægileg mistök. Fékk spjald í fyrri hálfleik en spilaði skynsamlega eftir það og greip vel inn í sóknir Frakka í nokkur skipti.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Lenti sjaldan í vandræðum og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Sýndi fremur klaufalegan varnarleik þegar hann fékk dæmt á sig vítið þó dómurinn hefði verið ódýr.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður Meiddist eftir tæplega 15 mínútna leik og varð að fara af velli. Fær ekki einkunn.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 7 Lokaði vel á spil Frakka sem áttu í stökustu vandræðum með að skapa hættu löngum stundum. Harðduglegur og gaf allt sitt í leikinn. Fór meiddur af velli í síðari hálfleik.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Spilaði vel á miðri miðjunni og fyllti skarð Arons Einars á ágætlega með Rúnari Má. Dró af honum þegar leið á leikinn en skilaði sínu og vel það.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 5 Fór yfir á hægri kantinn þegar Jóhann Berg meiddist og Jón Daði kom inn. Skilaði ágætri varnarvinnu en sóknarlega gerðist lítið þegar hann fékk boltann.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hljóp mikið eins og venjulega og var duglegur að pressa. Reyndi eins og hann gat sóknarlega en fékk lítinn tíma á boltanum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Vann marga skallabolta í framlínunni en seinni boltinn endaði sjaldan hjá samherja. Var duglegur í pressunni en vantaði meiri stuðning sóknarlega.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson 6 - Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 16. mínútu) Kom inn á vinstri kantinn. Átti ágæta skottilraun sem Mandanda varði í fyrri hálfleik. Skilaði varnarvinnunni ágætlega en fékk úr litlu að moða sóknarlega og olli Pavard, hægri bakverði Frakka, litlum vandræðum.Alfreð Finnbogason - (Kom inn fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 73.mínútu) Spilaði of lítið til þess að fá einkunn.Arnór Sigurðsson - (Kom inn fyrir Arnór Ingva Traustason á 81.mínútu) Spilaði of lítið til þess að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 0-1 | Vítaspyrna Giroud gaf Frökkum sigurinn Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Twitter eftir leikinn: „Griezmenn fékk Dóruplástur og kom svo bara sprækur aftur inn á“ Íslendingar voru líflegir á Twitter yfir landsleiknum. 11. október 2019 20:57 Jóhann Berg fór meiddur af velli Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins þrettán mínútna leik í leik Íslands og Frakklands sem nú stendur yfir á Laugardalsvelli. 11. október 2019 19:24 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Frakkland 0-1 | Vítaspyrna Giroud gaf Frökkum sigurinn Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30
Twitter eftir leikinn: „Griezmenn fékk Dóruplástur og kom svo bara sprækur aftur inn á“ Íslendingar voru líflegir á Twitter yfir landsleiknum. 11. október 2019 20:57
Jóhann Berg fór meiddur af velli Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins þrettán mínútna leik í leik Íslands og Frakklands sem nú stendur yfir á Laugardalsvelli. 11. október 2019 19:24