Ráðherrar vilja grænni spor í byggingariðnaði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2019 21:00 Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á öllum Norðurlöndunum vilja að dregið verði úr losun koltvísýrings frá húsnæði og byggingariðnaði. Ráðherra húsnæðismála hér á landi segir að með samræmdum aðgerðum sé hægt að ná betri árangri og tryggja að skref í þá átt verði markvissari. Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á Norðurlöndunum funduðu á Hótel Sögu í gær þar sem málefni byggingariðnaðarins voru til umfjöllunar. Í yfirlýsingu sem ráðherrarnir sendu frá sér eftir fundinn eru þeir sammála um að draga þurfi úr losun koltvísýrings en meira en þriðjungur af losun norrænu landanna á koltvísýringi kemur frá húsnæði og byggingariðnaði. Eins leggja ráðherrarnir á aukið hringrásarhagkerfi. „Ég held allavega að áskoranir sem að byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir, líkt og allar aðrar atvinnugreinar, hann þarfnast þess að við hugsum í lausnum og það er líka þannig að með því að Norðurlöndin taki sig saman að þá geti þau bæði verið að ná betri árangri og tryggja að skrefin sem verða stigin verði markvissari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/VilhelmVilja samræma byggingarreglugerðir á Norðurlöndunum Á fundinum var einnig fjallað um aukið norrænt samstarf með það að markmiði að efla samkeppni og lækka húsnæðiskostnað. Ein slík lausn er að gera fyrirtækjum kleift að bjóða í framkvæmdir í öðru norrænu landi með einföldum hætti og án aukins kostnaðar. „Á fundinum í gær samræmdumst við um að skipa sérstakan stýrihóp á milli landanna sem að mundi halda á þessu máli og vinna að raunverulegum aðgerðum í þágu samræmingar á milli norðurlandanna þegar kemur að byggingariðnaði,“ segir Ásmundur. Þá vilja ráðherrar málflokksins á Norðurlöndum vinna að því að byggingarreglugerðir landanna verði samrýmdar. „Við höfum verið með það á dagskrá núna að við ætlum að einfalda byggingarreglugerðina og hluti af því er að horfa til Norðurlandanna. Það mundi þá þýða að við gætum samræmd hugsanlega ákveðna hluta sem að eru í byggingarreglugerðinni, þannig að viðskipti með vörur og þjónustu, sem tengist byggingariðnaði geta orðið meiri á milli Norðurlandanna,“ segir Ásmundur. Húsnæðismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á öllum Norðurlöndunum vilja að dregið verði úr losun koltvísýrings frá húsnæði og byggingariðnaði. Ráðherra húsnæðismála hér á landi segir að með samræmdum aðgerðum sé hægt að ná betri árangri og tryggja að skref í þá átt verði markvissari. Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á Norðurlöndunum funduðu á Hótel Sögu í gær þar sem málefni byggingariðnaðarins voru til umfjöllunar. Í yfirlýsingu sem ráðherrarnir sendu frá sér eftir fundinn eru þeir sammála um að draga þurfi úr losun koltvísýrings en meira en þriðjungur af losun norrænu landanna á koltvísýringi kemur frá húsnæði og byggingariðnaði. Eins leggja ráðherrarnir á aukið hringrásarhagkerfi. „Ég held allavega að áskoranir sem að byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir, líkt og allar aðrar atvinnugreinar, hann þarfnast þess að við hugsum í lausnum og það er líka þannig að með því að Norðurlöndin taki sig saman að þá geti þau bæði verið að ná betri árangri og tryggja að skrefin sem verða stigin verði markvissari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/VilhelmVilja samræma byggingarreglugerðir á Norðurlöndunum Á fundinum var einnig fjallað um aukið norrænt samstarf með það að markmiði að efla samkeppni og lækka húsnæðiskostnað. Ein slík lausn er að gera fyrirtækjum kleift að bjóða í framkvæmdir í öðru norrænu landi með einföldum hætti og án aukins kostnaðar. „Á fundinum í gær samræmdumst við um að skipa sérstakan stýrihóp á milli landanna sem að mundi halda á þessu máli og vinna að raunverulegum aðgerðum í þágu samræmingar á milli norðurlandanna þegar kemur að byggingariðnaði,“ segir Ásmundur. Þá vilja ráðherrar málflokksins á Norðurlöndum vinna að því að byggingarreglugerðir landanna verði samrýmdar. „Við höfum verið með það á dagskrá núna að við ætlum að einfalda byggingarreglugerðina og hluti af því er að horfa til Norðurlandanna. Það mundi þá þýða að við gætum samræmd hugsanlega ákveðna hluta sem að eru í byggingarreglugerðinni, þannig að viðskipti með vörur og þjónustu, sem tengist byggingariðnaði geta orðið meiri á milli Norðurlandanna,“ segir Ásmundur.
Húsnæðismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira