Rétt og rangt um þjónustu Þröstur Friðfinnsson skrifar 11. október 2019 12:52 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein I.Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. Nú síðast notaði ráðherra sveitarstjórnarmála þessi rök fyrir lögfestingu 1.000 íbúa lágmarksíbúatölu sveitarfélaga, þegar hann mælti fyrir þingsályktunartillögu um stefnumótun í málefnum sveitarfélaga á Alþingi í gær. Einnig hefur formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga fullyrt þetta aftur og aftur. Jafnframt er nefnt sem rök fyrir íbúalágmarkinu, að með því geti sveitarfélög tekið við rekstri fleiri málaflokka af ríkinu, í því sambandi nefndi ráðherrann í gær t.d. þjónustu við aldraða og rekstur framhaldsskóla. Þegar þeir ráðamenn sem ættu að þekkja hvað best til málefna sveitarfélaga tala þannig, hlýtur þing og þjóð að taka mark á. Einnig ættu að búa að baki slíkum fullyrðingum staðgóðar skjalfestar upplýsingar, t.d. um brotalamir í þjónustu minni sveitarfélaga. Aldrei hefur þó verið nefnt hvaða þjónusta það er sem við erum ekki að sinna með viðunandi hætti. Því sendi ég á dögunum fyrirspurn til skrifstofu Sambands ísl. sveitarfélaga. Óskaði ég svara við því hvaða þjónustu við ættum að veita sem íbúar okkar væru sviknir um en myndu fá eða fá betri ef 1.000 íbúa marki yrði náð? Einnig hvort íbúar sveitarfélaga minni eða stærri, hefðu kvartað yfir þjónustuskorti á liðnum árum? Þegar formaður sambandsins talaði með þessum hætti hlytu að liggja klár gögn að baki. Eða hvað? Sambandið hafði þó engar upplýsingar um kvartanir og ekki gat það heldur bent á nein göt í okkar þjónustu með beinum hætti eða gögn þar um. Einungis var vísað í skýrslur sem á liðnum árum og áratugum hafa verið skrifaðar allmennt um þjónustu sveitarfélaga og eðlilegar viðmiðanir um stærð þjónustusvæða. Raunar er þá jafnan miðað við stærri tölur um íbúafjölda en 1.000 sem æskilega stærð og svo er einnig um flest þau rök sem notuð eru í þeim skýrslum sem búa að baki núverandi tillögu. Ráðherra nefndi t.d. töluna 10.000 sem hagkvæma stærðareiningu sveitarfélaga í umræðum í þinginu í gær. Einnig hefur verið nefnt að 20 til 25 þúsund íbúa sveitarfélög megi teljast fullburða til að sjá um alla nærþjónustu við íbúa. Menn sjá fljótt að það gengur illa upp að utan Suðvesturlands yrðu einungis tvö til fjögur sveitarfélög, því endar tillagan í 1.000 íbúa lágmarki, til að gera eitthvað! Bæði ráðherra og formaður Sambandsins hafa talað um þessa tölu sem málamiðlun. Það er þó alveg fráleitt, enda felst í því orði að málum hafi verið miðlað og gagnstæð sjónarmið sæst á einhverja niðurstöðu. Hér er hins vegar um að ræða ákvörðun að ofan, ákvörðun fulltrúa stærri sveitarfélaga þvert gegn vilja hinna smærri. Slíkt kallast á réttri íslensku yfirgangur eða ofbeldi, frekar en málamiðlun. Staðreyndin er sú að minni sveitarfélögin eru almennt að veita íbúum góða þjónustu og ef horft er til frétta, eru brotalamir í lögboðinni þjónustu oftar en ekki hjá hinum stærri. Nægir að nefna leikskólaþjónustu, enda er hún gjarnan betri hjá hinum minni, við þurfum ekki að horfa langt hér til að sjá það. Gæði grunnskóla fara heldur ekki eftir stærð. Barnaverndarmál, félagsþjónusta og þjónusta við fatlaða eru viðkvæmir málaflokkar sem þarfnast stundum fjarlægðar og er þá miðað við stærri þjónustusvæði. Kemur þá til samstarf sveitarfélaga eða kaup eins sveitarfélags á þjónustu af öðru, eða jafnvel einkaaðilum. Sérhæfð þjónusta svo sem slökkvilið, skipulags- og byggingamál, veitur og fl. er einnig oft leyst í samstarfi sveitarfélaga, í byggðasamlögum eða opinberum hlutafélögum. Bæði ráðherra og formaður Sambandsins hafa ítrekað nefnt að slíkt samstarf sveitarfélaga sé af hinu illa, ólýðræðislegt og að sveitarfélög ættu að vera svo stór að þau geti veitt þjónustuna ein og óstudd. Menn geta haft þessa skoðun, en hún kemur 1.000 íbúa marki ekkert við. Samstarf sveitarfélaga um þjónusturekstur markast af hagkvæmni og skynsemi. Það helgast af þeirri viðleitni að veita íbúum sem besta þjónustu með sem hagkvæmustum hætti eftir staðháttum á hverju svæði. Hefur ekkert með íbúafjölda að gera, nema þá að miðað sé við mikið hærra mark en 1.000 íbúa. Raunar er erfitt að sjá hvar það mark ætti að vera, því stærstu sveitarfélögin á landinu hafa öll með sér mikið og gott samstarf um þjónusturekstur. Má nefna Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtæki s.s. Veitur, einnig Strætó, Faxaflóahafnir og Sorpu svo eitthvað sé nefnt.Grenivík í Grýtubakkahreppi.Grenivík.Grýtubakkahreppur rekur hins vegar sitt eigið slökkvilið, vatnsveitu og fráveitu. Sér einnig um sorphirðu með samningi við einkafyrirtæki, en íbúar hér hafa lengi staðið að ítarlegri flokkun, öðrum til fyrirmyndar. Við kaupum einnig þjónustu, t.d. greiningar og matsvinnu í skóla- og félagsþjónustu af Akureyri og eigum í góðu samstarfi við okkar nágrannasveitarfélög t.d. um Skipulags- og byggingafulltrúaembætti. Við stöndum að samstarfsfyrirtækjum sveitarfélaga s.s. Hafnasamlagi Norðurlands og Norðurorku. Norðurorka rekur, auk hitaveitna á svæðinu, bæði vatnsveitu og fráveitu fyrir Akureyri. Þannig stendur Grýtubakkahreppur að fyrirtæki sem veitir Akureyringum þessa mikilvægu grunnþjónustu en rekur hana einn og sjálfur heima fyrir! Þetta eru bara dæmi, ég gæti haldið svona lengi áfram, t.d. horft til Suðurlands á rekstur skólaþjónustu og velferðarþjónustu en látum nægja að sinni. Grýtubakkahreppur veitir eldri borgurum sínum einnig góða þjónustu. Auk heimilisþjónustu rekum við Grenilund, hjúkrunarheimili þar sem heimilismenn njóta persónulegrar og góðrar umönnunar. Njóta íbúar nágrannasveitarfélaga okkar góðs af þessum rekstri, án þess þó að þau komi að honum að nokkru leyti, Akureyringar ekki undanskildir. Það yrði því væntanlega ekki mikil breyting fyrir okkur þó þessi málaflokkur færðist til sveitarfélaga, nema þá helst til góðs ef fjármunir fylgja með sem duga. Því þó rekstur hjúkrunarheimila sé nú alfarið á ábyrgð ríkisins að lögum, duga daggjöldin sem ríkið skammtar hvergi nærri til, svo sem alkunna er. Grýtubakkahreppur hefur einn borið hallann af rekstri síns hjúkrunarheimilis til þessa. Grýtubakkahreppur hefur einnig tekið þátt í uppbyggingu framhaldsskóla á svæðinu, VMA, MA og Menntaskólans á Tröllaskaga. Framhaldsskólar eru flestir í stærri sveitarfélögum og vandséð hverju 1.000 íbúa lágmark breytir um færslu framhaldsskóla til sveitarfélaga. Færsla þessara tveggja málaflokka til sveitarfélaga hefur því lítið með íbúalágmark og þvingun til sameininga að gera. Það er hvorki ólýðræðislegt né óskynsamlegt að vinna saman. Íbúar eiga að fá góða þjónustu og okkur sem stjórnum sveitarfélögum ber að sinna þjónustunni með sem hagkvæmustum hætti fyrir þá. Þar ráða staðbundnar aðstæður för og engin ein leið er réttari en önnur. Enda erum við sífellt að reyna að gera betur, bæði stór sveitarfélög og smá. Stundum er skynsamlegt að sameina sveitarfélög og íbúum klárlega til hagsbóta, það mun þá gerast án lagaboðs að ofan. Það er hins vegar óboðlegt að ætla að þvinga fram sameiningar án allra raka, eða sem verra er, með því að fara beinlínis rangt með. Það er óboðlegt að fullyrða og fullyrða um skort á þjónustu án þess að nokkuð sé á bak við þau orð. Að hunsa vilja sveitarstjórna og íbúa minni sveitarfélaga og fullyrða að þeir þurfi að fá og muni fá betri þjónustu, þegar íbúarnir sjálfir eru sannfærðir um að fari á öfugan veg við sameiningu. Alþingi má aldrei vinna á slíkum brautum, það mun ekki leiða til farsællar niðurstöðu og gengur þvert gegn meginmarkmiðum þingsályktunartillögunnar.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein I.Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. Nú síðast notaði ráðherra sveitarstjórnarmála þessi rök fyrir lögfestingu 1.000 íbúa lágmarksíbúatölu sveitarfélaga, þegar hann mælti fyrir þingsályktunartillögu um stefnumótun í málefnum sveitarfélaga á Alþingi í gær. Einnig hefur formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga fullyrt þetta aftur og aftur. Jafnframt er nefnt sem rök fyrir íbúalágmarkinu, að með því geti sveitarfélög tekið við rekstri fleiri málaflokka af ríkinu, í því sambandi nefndi ráðherrann í gær t.d. þjónustu við aldraða og rekstur framhaldsskóla. Þegar þeir ráðamenn sem ættu að þekkja hvað best til málefna sveitarfélaga tala þannig, hlýtur þing og þjóð að taka mark á. Einnig ættu að búa að baki slíkum fullyrðingum staðgóðar skjalfestar upplýsingar, t.d. um brotalamir í þjónustu minni sveitarfélaga. Aldrei hefur þó verið nefnt hvaða þjónusta það er sem við erum ekki að sinna með viðunandi hætti. Því sendi ég á dögunum fyrirspurn til skrifstofu Sambands ísl. sveitarfélaga. Óskaði ég svara við því hvaða þjónustu við ættum að veita sem íbúar okkar væru sviknir um en myndu fá eða fá betri ef 1.000 íbúa marki yrði náð? Einnig hvort íbúar sveitarfélaga minni eða stærri, hefðu kvartað yfir þjónustuskorti á liðnum árum? Þegar formaður sambandsins talaði með þessum hætti hlytu að liggja klár gögn að baki. Eða hvað? Sambandið hafði þó engar upplýsingar um kvartanir og ekki gat það heldur bent á nein göt í okkar þjónustu með beinum hætti eða gögn þar um. Einungis var vísað í skýrslur sem á liðnum árum og áratugum hafa verið skrifaðar allmennt um þjónustu sveitarfélaga og eðlilegar viðmiðanir um stærð þjónustusvæða. Raunar er þá jafnan miðað við stærri tölur um íbúafjölda en 1.000 sem æskilega stærð og svo er einnig um flest þau rök sem notuð eru í þeim skýrslum sem búa að baki núverandi tillögu. Ráðherra nefndi t.d. töluna 10.000 sem hagkvæma stærðareiningu sveitarfélaga í umræðum í þinginu í gær. Einnig hefur verið nefnt að 20 til 25 þúsund íbúa sveitarfélög megi teljast fullburða til að sjá um alla nærþjónustu við íbúa. Menn sjá fljótt að það gengur illa upp að utan Suðvesturlands yrðu einungis tvö til fjögur sveitarfélög, því endar tillagan í 1.000 íbúa lágmarki, til að gera eitthvað! Bæði ráðherra og formaður Sambandsins hafa talað um þessa tölu sem málamiðlun. Það er þó alveg fráleitt, enda felst í því orði að málum hafi verið miðlað og gagnstæð sjónarmið sæst á einhverja niðurstöðu. Hér er hins vegar um að ræða ákvörðun að ofan, ákvörðun fulltrúa stærri sveitarfélaga þvert gegn vilja hinna smærri. Slíkt kallast á réttri íslensku yfirgangur eða ofbeldi, frekar en málamiðlun. Staðreyndin er sú að minni sveitarfélögin eru almennt að veita íbúum góða þjónustu og ef horft er til frétta, eru brotalamir í lögboðinni þjónustu oftar en ekki hjá hinum stærri. Nægir að nefna leikskólaþjónustu, enda er hún gjarnan betri hjá hinum minni, við þurfum ekki að horfa langt hér til að sjá það. Gæði grunnskóla fara heldur ekki eftir stærð. Barnaverndarmál, félagsþjónusta og þjónusta við fatlaða eru viðkvæmir málaflokkar sem þarfnast stundum fjarlægðar og er þá miðað við stærri þjónustusvæði. Kemur þá til samstarf sveitarfélaga eða kaup eins sveitarfélags á þjónustu af öðru, eða jafnvel einkaaðilum. Sérhæfð þjónusta svo sem slökkvilið, skipulags- og byggingamál, veitur og fl. er einnig oft leyst í samstarfi sveitarfélaga, í byggðasamlögum eða opinberum hlutafélögum. Bæði ráðherra og formaður Sambandsins hafa ítrekað nefnt að slíkt samstarf sveitarfélaga sé af hinu illa, ólýðræðislegt og að sveitarfélög ættu að vera svo stór að þau geti veitt þjónustuna ein og óstudd. Menn geta haft þessa skoðun, en hún kemur 1.000 íbúa marki ekkert við. Samstarf sveitarfélaga um þjónusturekstur markast af hagkvæmni og skynsemi. Það helgast af þeirri viðleitni að veita íbúum sem besta þjónustu með sem hagkvæmustum hætti eftir staðháttum á hverju svæði. Hefur ekkert með íbúafjölda að gera, nema þá að miðað sé við mikið hærra mark en 1.000 íbúa. Raunar er erfitt að sjá hvar það mark ætti að vera, því stærstu sveitarfélögin á landinu hafa öll með sér mikið og gott samstarf um þjónusturekstur. Má nefna Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtæki s.s. Veitur, einnig Strætó, Faxaflóahafnir og Sorpu svo eitthvað sé nefnt.Grenivík í Grýtubakkahreppi.Grenivík.Grýtubakkahreppur rekur hins vegar sitt eigið slökkvilið, vatnsveitu og fráveitu. Sér einnig um sorphirðu með samningi við einkafyrirtæki, en íbúar hér hafa lengi staðið að ítarlegri flokkun, öðrum til fyrirmyndar. Við kaupum einnig þjónustu, t.d. greiningar og matsvinnu í skóla- og félagsþjónustu af Akureyri og eigum í góðu samstarfi við okkar nágrannasveitarfélög t.d. um Skipulags- og byggingafulltrúaembætti. Við stöndum að samstarfsfyrirtækjum sveitarfélaga s.s. Hafnasamlagi Norðurlands og Norðurorku. Norðurorka rekur, auk hitaveitna á svæðinu, bæði vatnsveitu og fráveitu fyrir Akureyri. Þannig stendur Grýtubakkahreppur að fyrirtæki sem veitir Akureyringum þessa mikilvægu grunnþjónustu en rekur hana einn og sjálfur heima fyrir! Þetta eru bara dæmi, ég gæti haldið svona lengi áfram, t.d. horft til Suðurlands á rekstur skólaþjónustu og velferðarþjónustu en látum nægja að sinni. Grýtubakkahreppur veitir eldri borgurum sínum einnig góða þjónustu. Auk heimilisþjónustu rekum við Grenilund, hjúkrunarheimili þar sem heimilismenn njóta persónulegrar og góðrar umönnunar. Njóta íbúar nágrannasveitarfélaga okkar góðs af þessum rekstri, án þess þó að þau komi að honum að nokkru leyti, Akureyringar ekki undanskildir. Það yrði því væntanlega ekki mikil breyting fyrir okkur þó þessi málaflokkur færðist til sveitarfélaga, nema þá helst til góðs ef fjármunir fylgja með sem duga. Því þó rekstur hjúkrunarheimila sé nú alfarið á ábyrgð ríkisins að lögum, duga daggjöldin sem ríkið skammtar hvergi nærri til, svo sem alkunna er. Grýtubakkahreppur hefur einn borið hallann af rekstri síns hjúkrunarheimilis til þessa. Grýtubakkahreppur hefur einnig tekið þátt í uppbyggingu framhaldsskóla á svæðinu, VMA, MA og Menntaskólans á Tröllaskaga. Framhaldsskólar eru flestir í stærri sveitarfélögum og vandséð hverju 1.000 íbúa lágmark breytir um færslu framhaldsskóla til sveitarfélaga. Færsla þessara tveggja málaflokka til sveitarfélaga hefur því lítið með íbúalágmark og þvingun til sameininga að gera. Það er hvorki ólýðræðislegt né óskynsamlegt að vinna saman. Íbúar eiga að fá góða þjónustu og okkur sem stjórnum sveitarfélögum ber að sinna þjónustunni með sem hagkvæmustum hætti fyrir þá. Þar ráða staðbundnar aðstæður för og engin ein leið er réttari en önnur. Enda erum við sífellt að reyna að gera betur, bæði stór sveitarfélög og smá. Stundum er skynsamlegt að sameina sveitarfélög og íbúum klárlega til hagsbóta, það mun þá gerast án lagaboðs að ofan. Það er hins vegar óboðlegt að ætla að þvinga fram sameiningar án allra raka, eða sem verra er, með því að fara beinlínis rangt með. Það er óboðlegt að fullyrða og fullyrða um skort á þjónustu án þess að nokkuð sé á bak við þau orð. Að hunsa vilja sveitarstjórna og íbúa minni sveitarfélaga og fullyrða að þeir þurfi að fá og muni fá betri þjónustu, þegar íbúarnir sjálfir eru sannfærðir um að fari á öfugan veg við sameiningu. Alþingi má aldrei vinna á slíkum brautum, það mun ekki leiða til farsællar niðurstöðu og gengur þvert gegn meginmarkmiðum þingsályktunartillögunnar.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun