Innslag um íslenska landsliðið í fréttaþætti EM Anton Ingi Leifsson skrifar 11. október 2019 11:00 Hannes Þór Halldórsson. vísir/skjáskot Íslenska landsliðið var til umfjöllunar í fréttaþætti undankeppni EM 2020 fyrir leik liðsins gegn heimsmeisturum Frakka. Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Laugardalnum í kvöld en að því tilefni kíktu framleiðendur fréttaþáttarins til Íslands og spjölluðu við þá Hannes Halldórsson og Gylfa Sigurðsson. Hannes er ekki bara markvörður heldur einnig er hann leikstjóri og fyrsta spurningin var hvenær hann hafi ákveðið að verða knattspyrnumaður. „Þegar ég var 19-20 ára var ég ekkert að pæla í því að verða fótboltamaður. Ég vildi verða leikstjóri og ég vann sem leikstjóri og gerði auglýsingar, tónlistarmyndbönd og sjónvarpsþætti á sama tíma og ég lék með landsliðinu,“ sagði Hannes. Ísland tapaði fyrri leiknum í riðlinum gegn Frakklandi 4-0 á útivelli en Hannes varði einu sinni stórkostlega frá Oliver Giroud. „Ég var ánægður með vörsluna. Hún er ein af mínum betri. Það var heldur ekki leiðinlegt að mæta á leikvanginn með 40 myndavélar á manni og fulla stúku.“ „Ég er hrifin af þessum hægu myndum og augnablik sem þessi verða en stórkostlegri. Það er frábært hvernig kvikmyndataka getur tekið hversdagslegan hlut og gert hann svo dramatískan.“ Hannes viðurkennir það að hann viti yfirleitt hvar myndavélarnar eru þegar hann spilar fótboltaleiki enda hugsar hann bæði sem leikstjóri og fótboltamaður. „Ég hugsa til þess að þegar ég ver þá hugsa ég hvar myndavélarnar eru staðsettar. Ég veit sirka hvar þær eru og veit að sum sjónarhorn eru betri en önnur.“ Gylfi Sigurðsson verður með fyrirliðabandið í kvöld þar sem Aron Einar Gunnarsson er meiddur og Everton-maðurinn horfir björtum augum til kvöldsins. „Ég er spenntur fyrir leiknum og það verður gaman að mæta þeim á heimavelli. Það verður líklega dálítið kalt fyrir þá og við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarið. Þetta er besta landslið heims.“ Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Innslag um Ísland í fréttaþætti undankeppni EM EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira
Íslenska landsliðið var til umfjöllunar í fréttaþætti undankeppni EM 2020 fyrir leik liðsins gegn heimsmeisturum Frakka. Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Laugardalnum í kvöld en að því tilefni kíktu framleiðendur fréttaþáttarins til Íslands og spjölluðu við þá Hannes Halldórsson og Gylfa Sigurðsson. Hannes er ekki bara markvörður heldur einnig er hann leikstjóri og fyrsta spurningin var hvenær hann hafi ákveðið að verða knattspyrnumaður. „Þegar ég var 19-20 ára var ég ekkert að pæla í því að verða fótboltamaður. Ég vildi verða leikstjóri og ég vann sem leikstjóri og gerði auglýsingar, tónlistarmyndbönd og sjónvarpsþætti á sama tíma og ég lék með landsliðinu,“ sagði Hannes. Ísland tapaði fyrri leiknum í riðlinum gegn Frakklandi 4-0 á útivelli en Hannes varði einu sinni stórkostlega frá Oliver Giroud. „Ég var ánægður með vörsluna. Hún er ein af mínum betri. Það var heldur ekki leiðinlegt að mæta á leikvanginn með 40 myndavélar á manni og fulla stúku.“ „Ég er hrifin af þessum hægu myndum og augnablik sem þessi verða en stórkostlegri. Það er frábært hvernig kvikmyndataka getur tekið hversdagslegan hlut og gert hann svo dramatískan.“ Hannes viðurkennir það að hann viti yfirleitt hvar myndavélarnar eru þegar hann spilar fótboltaleiki enda hugsar hann bæði sem leikstjóri og fótboltamaður. „Ég hugsa til þess að þegar ég ver þá hugsa ég hvar myndavélarnar eru staðsettar. Ég veit sirka hvar þær eru og veit að sum sjónarhorn eru betri en önnur.“ Gylfi Sigurðsson verður með fyrirliðabandið í kvöld þar sem Aron Einar Gunnarsson er meiddur og Everton-maðurinn horfir björtum augum til kvöldsins. „Ég er spenntur fyrir leiknum og það verður gaman að mæta þeim á heimavelli. Það verður líklega dálítið kalt fyrir þá og við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarið. Þetta er besta landslið heims.“ Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Innslag um Ísland í fréttaþætti undankeppni EM
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira