Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Björn Þorfinnsson skrifar 11. október 2019 08:30 Verkið er loks að klárast og kaupendur geta flutt inn, átján mánuðum of seint. Fréttablaðið/Anton Brink Í Gerplustræti 2-4 eru 32 íbúðir í tveimur stigagöngum. Íbúðirnar voru auglýstar til sölu í byrjun árs 2018 og átti afhendingartími að vera í apríl sama ár. Sú afhending hefur dregist í rúma 18 mánuði. Fyrirtækið sem byggði húsið heitir Gerplustræti 2-4 ehf. og er í eigu fjölmargra aðila í gegnum fyrirtækið Burð Invest. Stærsti eigandinn er Orri Guðmundsson lögmaður með 49 prósenta hlut en síðan er hópur fjárfesta með minni hluti. Þar á meðal knattspyrnukapparnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir og Gylfi Einarsson. Þá á fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson einnig hlut í fyrirtækinu. Ásgeir tók nýlega sæti í stjórn þess en hann er sem stendur eini stjórnarmaðurinn. „Þetta verkefni var komið í veruleg vandræði og því var skipt um aðila í brúnni til þess að bjarga því sem bjargað varð,“ segir Ásgeir. Hann segist ánægður með að verkefnið sé þó að klárast miðað við stöðuna sem upp var komin en harmar það tjón sem orðið hefur. „Það hafa margir orðið fyrir tjóni, einstaklingar, fjárfestar og lánardrottnar, og það er auðvitað mjög leiðinlegt. Við leggjum allt kapp á að klára verkefnið sómasamlega og lágmarka tjónið fyrir alla hlutaðeigandi,“ segir Ásgeir. Stærstu lánardrottnar verkefnisins eru Arion banki með rúmlega 680 milljóna króna lán á 1. veðrétti eignarinnar, Arctic Capital með 150 milljóna króna lán á 2. veðrétti og félagið Leiguafl slhf. sem er í eigu Kristrúnar S. Þorsteinsdóttur, eiginkonu Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Ólíklegt verður að teljast að síðari veðhafar fái kröfur sínar greiddar að fullu.Sturla Sighvatsson var í forsvari fyrir verkefnið.Sá sem var í forsvari fyrir verkefnið var athafnamaðurinn Sturla Sighvatsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Heimavalla, sem sat í stjórn Burðar Invest ásamt bróður sínum, Kára Sighvatssyni. Sturla segir að verkefnið hafi farið í uppnám þegar verktakafyrirtækið sem stóð að uppbyggingunni hafi orðið gjaldþrota. Þá segir hann að ábyrgð Arion banka sé mikil því lánað hafi verið til verksins í takt við framvindu sem reyndist vera skemur á veg komin en verktakinn gaf upp. „Þegar styttist í verklok boðaði verktakinn til fundar og sagðist þurfa að hækka verðið. Það setti allt verkefnið eðlilega í uppnám enda vorum við búnir að festa söluverð íbúðanna,“ segir Sturla. Að endingu varð verktakinn gjaldþrota. Þá hafi komið í ljós að verkefnið var skemur á veg komið en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Að mínu mati er ábyrgð bankans mikil. Eftirlitsmaður þeirra kvittaði upp á framvindu verksins og síðan var lánað út í samræmi við það,“ segir Sturla sem þó efast um að hægt verði að sækja bankann til saka vegna þessa. „Slíkt hefur verið reynt í sambærilegum málum en ekki gengið,“ segir hann. Þó að bygging fjölbýlishússins sé að klárast er ljóst að mikið verk er fyrir höndum í að sætta deiluaðila. „Við höfum lent í miklum kostnaði og vandræðum vegna þessara vanefnda. Það er sárt að borga fasteignagjöld fyrir eign sem er óíbúðarhæf,“ segir Sveinn Fannar Brynjarsson, einn þeirra sem keyptu íbúð í húsinu. Hann segist ætla að leita réttar síns með aðstoð lögfræðings og hann telur að það sama gildi um flesta aðra kaupendur íbúða í húsinu. „Það var erfitt að fá skýr svör frá Sturlu og maður gat ekki treyst þeim svörum sem bárust,“ segir Sveinn. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að aðrir hluthafar íhugi málsókn gegn Sturlu vegna verkefnisins. Hann hafi lofað þeim gulli og grænum skógum en þeir setið uppi með dúfnaskít. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mosfellsbær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Í Gerplustræti 2-4 eru 32 íbúðir í tveimur stigagöngum. Íbúðirnar voru auglýstar til sölu í byrjun árs 2018 og átti afhendingartími að vera í apríl sama ár. Sú afhending hefur dregist í rúma 18 mánuði. Fyrirtækið sem byggði húsið heitir Gerplustræti 2-4 ehf. og er í eigu fjölmargra aðila í gegnum fyrirtækið Burð Invest. Stærsti eigandinn er Orri Guðmundsson lögmaður með 49 prósenta hlut en síðan er hópur fjárfesta með minni hluti. Þar á meðal knattspyrnukapparnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir og Gylfi Einarsson. Þá á fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson einnig hlut í fyrirtækinu. Ásgeir tók nýlega sæti í stjórn þess en hann er sem stendur eini stjórnarmaðurinn. „Þetta verkefni var komið í veruleg vandræði og því var skipt um aðila í brúnni til þess að bjarga því sem bjargað varð,“ segir Ásgeir. Hann segist ánægður með að verkefnið sé þó að klárast miðað við stöðuna sem upp var komin en harmar það tjón sem orðið hefur. „Það hafa margir orðið fyrir tjóni, einstaklingar, fjárfestar og lánardrottnar, og það er auðvitað mjög leiðinlegt. Við leggjum allt kapp á að klára verkefnið sómasamlega og lágmarka tjónið fyrir alla hlutaðeigandi,“ segir Ásgeir. Stærstu lánardrottnar verkefnisins eru Arion banki með rúmlega 680 milljóna króna lán á 1. veðrétti eignarinnar, Arctic Capital með 150 milljóna króna lán á 2. veðrétti og félagið Leiguafl slhf. sem er í eigu Kristrúnar S. Þorsteinsdóttur, eiginkonu Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Ólíklegt verður að teljast að síðari veðhafar fái kröfur sínar greiddar að fullu.Sturla Sighvatsson var í forsvari fyrir verkefnið.Sá sem var í forsvari fyrir verkefnið var athafnamaðurinn Sturla Sighvatsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Heimavalla, sem sat í stjórn Burðar Invest ásamt bróður sínum, Kára Sighvatssyni. Sturla segir að verkefnið hafi farið í uppnám þegar verktakafyrirtækið sem stóð að uppbyggingunni hafi orðið gjaldþrota. Þá segir hann að ábyrgð Arion banka sé mikil því lánað hafi verið til verksins í takt við framvindu sem reyndist vera skemur á veg komin en verktakinn gaf upp. „Þegar styttist í verklok boðaði verktakinn til fundar og sagðist þurfa að hækka verðið. Það setti allt verkefnið eðlilega í uppnám enda vorum við búnir að festa söluverð íbúðanna,“ segir Sturla. Að endingu varð verktakinn gjaldþrota. Þá hafi komið í ljós að verkefnið var skemur á veg komið en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Að mínu mati er ábyrgð bankans mikil. Eftirlitsmaður þeirra kvittaði upp á framvindu verksins og síðan var lánað út í samræmi við það,“ segir Sturla sem þó efast um að hægt verði að sækja bankann til saka vegna þessa. „Slíkt hefur verið reynt í sambærilegum málum en ekki gengið,“ segir hann. Þó að bygging fjölbýlishússins sé að klárast er ljóst að mikið verk er fyrir höndum í að sætta deiluaðila. „Við höfum lent í miklum kostnaði og vandræðum vegna þessara vanefnda. Það er sárt að borga fasteignagjöld fyrir eign sem er óíbúðarhæf,“ segir Sveinn Fannar Brynjarsson, einn þeirra sem keyptu íbúð í húsinu. Hann segist ætla að leita réttar síns með aðstoð lögfræðings og hann telur að það sama gildi um flesta aðra kaupendur íbúða í húsinu. „Það var erfitt að fá skýr svör frá Sturlu og maður gat ekki treyst þeim svörum sem bárust,“ segir Sveinn. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að aðrir hluthafar íhugi málsókn gegn Sturlu vegna verkefnisins. Hann hafi lofað þeim gulli og grænum skógum en þeir setið uppi með dúfnaskít.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mosfellsbær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent