Ráðherra allra barna? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. október 2019 17:00 Nýverið barst inn á borð til okkar sveitarstjórnarfólks erindi þess efnis að ráðgert sé að gerbreyta útreikningum á hlutdeild ríkisins í fjárhæðum NPA-samninga (notendastýrð persónuleg aðstoð). Þetta er gríðarmikill skellur fyrir sveitarfélög sem hafa nú þegar gert NPA samninga samkvæmt núverandi lögum um fjölda samninga með hlutdeild frá ríki. Umrædd breyting samrýmist hvorki gildandi lögum, reglugerðum né viðtekinni framkvæmd við innleiðingu NPA allt frá 2012. Slík aðgerð myndi kollvarpa fjárhagslegum samskiptum vegna verkefnisins enda sætu sveitarfélögin þá uppi með útgjaldaauka sem gæti numið allt að 100 milljónum króna á ári. Eitt hið alvarlegasta við ráðgerðar breytingar er að ráðherra barna telur nú að NPA sé ekki hugsað fyrir börn, en gæti mögulega átt við ungmenni. Slíkt er gríðarlega alvarleg ef rétt reynist. Í öllum álitum og umsögnum til velferðarnefndar Alþingis kemur skýrt fram að réttur til NPA á að vera fyrir alla, hvort sem það eru börn, ungmenni eða fullorðið fólk, hafi þeir einstaklingar fengið það mat um þjónustuþörf sem NPA samningar kveða almennt á um. Það er líka alveg skýrt að það er á hendi sveitarfélagsins að veita samninginn og meta aðstæður einstaklinga og forgangsraða þjónustu. Að sjálfur barnamálaráðherra ætli að gera þeim það erfiðara fyrir er skammarlegt og forkastanlegt. Þessi stórfurðulega ákvörðun kemur á sama tíma og innleiðing samnings er í gangi og heildarmat á fyrirkomulaginu. Er þetta skýr stefna ráðherrans sem valið hefur að bera titilinn barnamálaráðherra? Er inntak þess titils þá fyrst og fremst að hann sé ráðherra sumra barna, en ekki allra? Og eru þá öll þau fögru loforð og sú gríðarlega vinna fagfólks og allra þeirra sem koma að börnum með sértækar stuðningsþarfir eitthvert grín? Málið er einfaldlega grafalvarlegt og með miklum ólíkindum að ráðherra fari áfram með þessum hætti. Börn sem kunna að hafa not fyrir NPA samning eru svo sannarlega börn með mikla þjónustuþörf, það blasir við. Þau eru augljóslega allra viðkvæmasti hópurinn sem nýtur þjónustu í gegnum NPA samninga. Ég krefst þess að ráðherra barna svari fyrir þessa ráðagerð. Hugsanlega hefur hann ruglast tímabundið í rýminu og finnur á ný skýra stefnu sína og ríkisstjórnarinnar til hagsbóta fyrir öll börn. Það getur einfaldlega ekki staðist að hann ætli sér að starfa eingöngu í þágu sumra barna. Sara Dögg Svanhildardóttir Fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nýverið barst inn á borð til okkar sveitarstjórnarfólks erindi þess efnis að ráðgert sé að gerbreyta útreikningum á hlutdeild ríkisins í fjárhæðum NPA-samninga (notendastýrð persónuleg aðstoð). Þetta er gríðarmikill skellur fyrir sveitarfélög sem hafa nú þegar gert NPA samninga samkvæmt núverandi lögum um fjölda samninga með hlutdeild frá ríki. Umrædd breyting samrýmist hvorki gildandi lögum, reglugerðum né viðtekinni framkvæmd við innleiðingu NPA allt frá 2012. Slík aðgerð myndi kollvarpa fjárhagslegum samskiptum vegna verkefnisins enda sætu sveitarfélögin þá uppi með útgjaldaauka sem gæti numið allt að 100 milljónum króna á ári. Eitt hið alvarlegasta við ráðgerðar breytingar er að ráðherra barna telur nú að NPA sé ekki hugsað fyrir börn, en gæti mögulega átt við ungmenni. Slíkt er gríðarlega alvarleg ef rétt reynist. Í öllum álitum og umsögnum til velferðarnefndar Alþingis kemur skýrt fram að réttur til NPA á að vera fyrir alla, hvort sem það eru börn, ungmenni eða fullorðið fólk, hafi þeir einstaklingar fengið það mat um þjónustuþörf sem NPA samningar kveða almennt á um. Það er líka alveg skýrt að það er á hendi sveitarfélagsins að veita samninginn og meta aðstæður einstaklinga og forgangsraða þjónustu. Að sjálfur barnamálaráðherra ætli að gera þeim það erfiðara fyrir er skammarlegt og forkastanlegt. Þessi stórfurðulega ákvörðun kemur á sama tíma og innleiðing samnings er í gangi og heildarmat á fyrirkomulaginu. Er þetta skýr stefna ráðherrans sem valið hefur að bera titilinn barnamálaráðherra? Er inntak þess titils þá fyrst og fremst að hann sé ráðherra sumra barna, en ekki allra? Og eru þá öll þau fögru loforð og sú gríðarlega vinna fagfólks og allra þeirra sem koma að börnum með sértækar stuðningsþarfir eitthvert grín? Málið er einfaldlega grafalvarlegt og með miklum ólíkindum að ráðherra fari áfram með þessum hætti. Börn sem kunna að hafa not fyrir NPA samning eru svo sannarlega börn með mikla þjónustuþörf, það blasir við. Þau eru augljóslega allra viðkvæmasti hópurinn sem nýtur þjónustu í gegnum NPA samninga. Ég krefst þess að ráðherra barna svari fyrir þessa ráðagerð. Hugsanlega hefur hann ruglast tímabundið í rýminu og finnur á ný skýra stefnu sína og ríkisstjórnarinnar til hagsbóta fyrir öll börn. Það getur einfaldlega ekki staðist að hann ætli sér að starfa eingöngu í þágu sumra barna. Sara Dögg Svanhildardóttir Fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun