Stórhækka verður kolefnisgjald til að ná loftslagsmarkmiðum Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 16:28 Hagfræðingar hafa lengi talað um að gjald á kolefni sé skilvirk leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að kolefnisgjald upp á 75 dollara, rúmar níuþúsund íslenskar krónur, á tonn af koltvísýringi fyrir árið 2030 geti haldið hnattrænni hlýnun innan við 2°C. Það myndi kalla á alþjóðlegt samkomulag um að gera jarðefnaeldsneyti dýrara í innkaupum. Á Íslandi þyrfti að meira en tvöfalda kolefnisgjald á bensíni. Að meðaltali segir sjóðurinn að kolefnisgjald í heiminum sé um tveir dollarar á tonn, jafnvirði um 250 íslenskra króna. Paulo Mauro, aðstoðarforstöðumaður fjármáladeildar AGS, segir að gríðarlegt stökk þurfi til að kolefnisgjald skili þeim árangri sem sjóðurinn sér fyrir sér að það geti gert. Gjald af þessu tagi gæti hækkað raforkuverð um meira en helming og verð á bensíni um fimmtung í Bandaríkjunum. Það gæti að sama skapi dregið úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun þar um tæpan þriðjung. Í þróunarlöndum gæti kolefnisgjaldið dregið úr losun enn meira og skilað hlutfallslega meiri tekjum. Til að milda efnahagslegu áhrif gjalds ef þessu tagi segir sjóðurinn að hægt væri að beina fénu til almennings, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti á Íslandi er ákveðið miðað við lítra af eldsneyti. Þannig er upphæð þess 8,25 krónur á hvern lítra af bensíni og 9,45 krónur á hvern lítra af gas- og dísilolíu. Sé miðað við að um 2,3 kíló kolefnis losni við bruna á hverjum lítra bensíns er kolefnisgjald á bensíni á Íslandi tæplega 3.600 krónur á tonnið. Til að ná því markmiði sem AGS telur geta skilað umtalsverðum árangri þyrfti kolefnisgjaldið því að hækka um 160% hér á landi. Loftslagsmál Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að kolefnisgjald upp á 75 dollara, rúmar níuþúsund íslenskar krónur, á tonn af koltvísýringi fyrir árið 2030 geti haldið hnattrænni hlýnun innan við 2°C. Það myndi kalla á alþjóðlegt samkomulag um að gera jarðefnaeldsneyti dýrara í innkaupum. Á Íslandi þyrfti að meira en tvöfalda kolefnisgjald á bensíni. Að meðaltali segir sjóðurinn að kolefnisgjald í heiminum sé um tveir dollarar á tonn, jafnvirði um 250 íslenskra króna. Paulo Mauro, aðstoðarforstöðumaður fjármáladeildar AGS, segir að gríðarlegt stökk þurfi til að kolefnisgjald skili þeim árangri sem sjóðurinn sér fyrir sér að það geti gert. Gjald af þessu tagi gæti hækkað raforkuverð um meira en helming og verð á bensíni um fimmtung í Bandaríkjunum. Það gæti að sama skapi dregið úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun þar um tæpan þriðjung. Í þróunarlöndum gæti kolefnisgjaldið dregið úr losun enn meira og skilað hlutfallslega meiri tekjum. Til að milda efnahagslegu áhrif gjalds ef þessu tagi segir sjóðurinn að hægt væri að beina fénu til almennings, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti á Íslandi er ákveðið miðað við lítra af eldsneyti. Þannig er upphæð þess 8,25 krónur á hvern lítra af bensíni og 9,45 krónur á hvern lítra af gas- og dísilolíu. Sé miðað við að um 2,3 kíló kolefnis losni við bruna á hverjum lítra bensíns er kolefnisgjald á bensíni á Íslandi tæplega 3.600 krónur á tonnið. Til að ná því markmiði sem AGS telur geta skilað umtalsverðum árangri þyrfti kolefnisgjaldið því að hækka um 160% hér á landi.
Loftslagsmál Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira