Árásin á bænahús gyðinga sögð hægriöfgahryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 15:25 Göt eftir byssukúlur eru sjáanleg á útidyrahurð bænahússins í Halle an der Saale eftir skotárásina á mánudag. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Þýskalands segir að skotárásin við bænahús gyðinga í borginni Halle á mánudag hafi verið hægriöfgahryðjuverk. Vopnaður maður skaut tvo til bana og særði nokkra til viðbótar í árásinni sem virðist hafa verið innblásin af gyðingahatri. Árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, er sagður hafa verið með um fjögur kíló af sprengiefni í bíl sínum. Peter Frank, ríkissaksóknari Þýskalands, segir að maðurinn hafi lagt á ráðin um fjöldamorð. Hann verður ákærður fyrir tvö morð og níu tilraunir til manndráps, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar telja jafnframt að fyrir manninum hafi vakað að hafa áhrif á heimsbyggðina með því að apa eftir fjöldamorðingja sem myrtu á sjötta tug manna í tveimur moskum á Nýja-Sjálandi fyrr á þessu ári. Árásarmaðurinn er sagður hafa streymt beint frá árásinni á bænahúsið líkt og öfgamaðurinn á Nýja-Sjálandi. Myndbandið hefur síðan verið fjarlægt af streymisforritinu Twitch. Maðurinn skaut konu úti á götu og karlmann sem sat á kebabstað í nágrenni bænahússins þegar honum mistókst að komast inn í það. Vitni hafa sagt að maðurinn hafi verið þungvopnaður og frásagnir hafa borist af því að hann hafi reynt að kveikja í sprengiefninu við bænahúsið. Um sextíu manns voru við guðsþjónustu í bænahúsinu í tilefni af Yom Kippur, árlegrar föstu gyðinga. Talsmenn samtaka gyðinga í Þýskalandi hafa deilt hart á lögregluna fyrir að hafa ekki verið með viðbúnað við bænahús vegna hátíðarinnar. Þeir telja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina hefðu lögreglumenn verið staðsettir við bænahúsið. Þýskaland Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í Halle Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag. 9. október 2019 11:40 Gyðingahatur talið hafa ráðið för í Halle Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn skotárásar í Halle í Þýskalandi þar sem minnst tveir létu lífið og tveir eru særðir. 9. október 2019 17:29 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Innanríkisráðherra Þýskalands segir að skotárásin við bænahús gyðinga í borginni Halle á mánudag hafi verið hægriöfgahryðjuverk. Vopnaður maður skaut tvo til bana og særði nokkra til viðbótar í árásinni sem virðist hafa verið innblásin af gyðingahatri. Árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, er sagður hafa verið með um fjögur kíló af sprengiefni í bíl sínum. Peter Frank, ríkissaksóknari Þýskalands, segir að maðurinn hafi lagt á ráðin um fjöldamorð. Hann verður ákærður fyrir tvö morð og níu tilraunir til manndráps, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar telja jafnframt að fyrir manninum hafi vakað að hafa áhrif á heimsbyggðina með því að apa eftir fjöldamorðingja sem myrtu á sjötta tug manna í tveimur moskum á Nýja-Sjálandi fyrr á þessu ári. Árásarmaðurinn er sagður hafa streymt beint frá árásinni á bænahúsið líkt og öfgamaðurinn á Nýja-Sjálandi. Myndbandið hefur síðan verið fjarlægt af streymisforritinu Twitch. Maðurinn skaut konu úti á götu og karlmann sem sat á kebabstað í nágrenni bænahússins þegar honum mistókst að komast inn í það. Vitni hafa sagt að maðurinn hafi verið þungvopnaður og frásagnir hafa borist af því að hann hafi reynt að kveikja í sprengiefninu við bænahúsið. Um sextíu manns voru við guðsþjónustu í bænahúsinu í tilefni af Yom Kippur, árlegrar föstu gyðinga. Talsmenn samtaka gyðinga í Þýskalandi hafa deilt hart á lögregluna fyrir að hafa ekki verið með viðbúnað við bænahús vegna hátíðarinnar. Þeir telja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina hefðu lögreglumenn verið staðsettir við bænahúsið.
Þýskaland Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í Halle Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag. 9. október 2019 11:40 Gyðingahatur talið hafa ráðið för í Halle Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn skotárásar í Halle í Þýskalandi þar sem minnst tveir létu lífið og tveir eru særðir. 9. október 2019 17:29 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Tveir látnir eftir skotárás í Halle Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag. 9. október 2019 11:40
Gyðingahatur talið hafa ráðið för í Halle Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn skotárásar í Halle í Þýskalandi þar sem minnst tveir létu lífið og tveir eru særðir. 9. október 2019 17:29