Þórarinn opnar veitingastað Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 10:30 Þórarinn Ævarsson, forstöðumaður Spaðans. FBL/Ernir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. Hann hefur útvegað sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir staðinn og verður hann rekinn í félaginu Spaðinn ehf., sem stofnað var í lok september.Er þetta veitingastaðurinn sem fólk hefur hvíslað um síðan þú kvaddir IKEA?„Ég get ekki neitað því,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Ekki leið nema hálfur mánuður frá því að hann sagði starfi sínu lausu hjá IKEA í apríl síðastliðnum þangað til að fréttir birtust af meintum pizzustaðakeðjuáformum hans. Þá vísaði hann fregnunum til föðurhúsanna, en bætti við að það væri of snemmt að spá fyrir um framtíðina. Veitingaáhugi Þórarins ætti að koma fáum á óvart - „hjartað mitt liggur þar, það er engum blöðum um það að fletta. Þar er mín sérstaða og sérhæfing. Ég hef unnið við það alla mína ævi þó svo að ég hafi tekið öll þessi ár í IKEA, og í raun breytt því í veitingastað,“ segir Þórarinn. Það er ekki ofsögum sagt; Þórarinn hefur áður starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara, auk þess sem hann kom að stofnun Domino‘s árið 1993 og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005.Vonandi spennandi fyrir almenning „Þannig að þarna þykja mér sóknarfærin liggja,“ segir Þórarinn. Áður en hann sagði skilið við IKEA var Þórarinn iðinn við að gagnrýna verðlag á íslenskum veitingastöðum, við misjafna hrifningu. Það verður því spennandi sjá hvort honum takist að halda verðlagningnu þannig að Íslendingar upplifi sig ekki „einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund [verði] misboðið,“ eins og Þórarinn komst sjálfur að orði í upphafi árs.Hann segist þó ekki geta tjáð sig nánar um nýja veitingastaðinn að svo stöddu, eins og hvort hann muni sérhæfa sig í pizzum eða öðrum mat. „Það er ekki sniðugt að sýna spilin sín of snemma,“ segir Þórarinn. Hugmyndin á bakvið staðinn sé þó mótuð, búið sé að útvega húsnæði fyrir staðinn á höfuðborgarsvæðinu og áætlar Þórarinn að það muni taka nokkra mánuði að standsetja það fyrir rekstur. Hann segir að hann muni þó greina nánar frá veitingastaðnum þegar fram líða stundir. „Þetta eru spennandi tímar, bæði fyrir mig og vonandi almenning í landinu,“ segir Þórarinn, verðandi veitingastaðarekandi. IKEA Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33 Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson segir alltof snemmt að segja til um það hvort hann ætli sér að opna nýjan pítsustað. 1. maí 2019 13:26 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. Hann hefur útvegað sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir staðinn og verður hann rekinn í félaginu Spaðinn ehf., sem stofnað var í lok september.Er þetta veitingastaðurinn sem fólk hefur hvíslað um síðan þú kvaddir IKEA?„Ég get ekki neitað því,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Ekki leið nema hálfur mánuður frá því að hann sagði starfi sínu lausu hjá IKEA í apríl síðastliðnum þangað til að fréttir birtust af meintum pizzustaðakeðjuáformum hans. Þá vísaði hann fregnunum til föðurhúsanna, en bætti við að það væri of snemmt að spá fyrir um framtíðina. Veitingaáhugi Þórarins ætti að koma fáum á óvart - „hjartað mitt liggur þar, það er engum blöðum um það að fletta. Þar er mín sérstaða og sérhæfing. Ég hef unnið við það alla mína ævi þó svo að ég hafi tekið öll þessi ár í IKEA, og í raun breytt því í veitingastað,“ segir Þórarinn. Það er ekki ofsögum sagt; Þórarinn hefur áður starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara, auk þess sem hann kom að stofnun Domino‘s árið 1993 og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005.Vonandi spennandi fyrir almenning „Þannig að þarna þykja mér sóknarfærin liggja,“ segir Þórarinn. Áður en hann sagði skilið við IKEA var Þórarinn iðinn við að gagnrýna verðlag á íslenskum veitingastöðum, við misjafna hrifningu. Það verður því spennandi sjá hvort honum takist að halda verðlagningnu þannig að Íslendingar upplifi sig ekki „einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund [verði] misboðið,“ eins og Þórarinn komst sjálfur að orði í upphafi árs.Hann segist þó ekki geta tjáð sig nánar um nýja veitingastaðinn að svo stöddu, eins og hvort hann muni sérhæfa sig í pizzum eða öðrum mat. „Það er ekki sniðugt að sýna spilin sín of snemma,“ segir Þórarinn. Hugmyndin á bakvið staðinn sé þó mótuð, búið sé að útvega húsnæði fyrir staðinn á höfuðborgarsvæðinu og áætlar Þórarinn að það muni taka nokkra mánuði að standsetja það fyrir rekstur. Hann segir að hann muni þó greina nánar frá veitingastaðnum þegar fram líða stundir. „Þetta eru spennandi tímar, bæði fyrir mig og vonandi almenning í landinu,“ segir Þórarinn, verðandi veitingastaðarekandi.
IKEA Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33 Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson segir alltof snemmt að segja til um það hvort hann ætli sér að opna nýjan pítsustað. 1. maí 2019 13:26 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33
Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson segir alltof snemmt að segja til um það hvort hann ætli sér að opna nýjan pítsustað. 1. maí 2019 13:26
Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00