Ys og þys út af engu Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 10. október 2019 07:49 Nú þegar kjörtímabil þessarar ríkisstjórnar er hálfnað er eðlilegt að meta árangur hennar í hinum ýmsu málum, náttúruverndinni þar á meðal. Við sem stóðum í náttúruverndarbaráttu á kjörtímabili vinstri stjórnarinnar 2009-2013 munum að aðild Vinstri grænna að ríkisstjórn er engin trygging fyrir öflugu náttúruverndarstarfi, nema síður sé. Sú ríkisstjórn vann hörðum höndum að uppbyggingu stóriðju á Bakka og í Helguvík, m.a. með framlögum úr ríkissjóði og virkjunum á einstæðum jarðhitasvæðum, leyfi var veitt til leitar og vinnslu olíu í íslensku hafsvæði og svæði eins og Mývatn, miðhálendið og Drangajökulsvíðerni voru sett í svonefndan virkjanaflokk rammaáætlunar. Það voru því ekki miklar væntingar sem maður bar til samstarfs Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, þeim f lokkum sem gangast við því að vera virkjanaf lokkar af gamla skólanum. Engu að síður má ríkisstjórnin eiga það að hún hefur gengið vasklega fram – í hinum óumdeildu málum. Þannig hefur Jökulsá á Fjöllum verið friðuð, enda var hún sett í verndarflokk rammaáætlunar 2013, hefur verið innan þjóðgarðs frá 2008 og ég þekki ekki það orkufyrirtæki sem er svo galið að ætla sér að virkja Dettifoss. Vatnajökulsþjóðgarður hefur verið stækkaður með því að færa undir hann svæði sem hafði hvort sem er verið sjálfstætt friðland í 45 ár. Og þriðji „stóri“ áfangi þessarar ríkisstjórnar í náttúruverndarmálum var svo skráning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Lauk þar með vegferð sem var svo óumdeild að hún hófst í tíð hægri stjórnarinnar 2013-2017 þegar umhverfisráðherra Framsóknarflokksins tilnefndi þjóðgarðinn til heimsminjaskrár. Á þessum tveimur árum sem liðin eru af kjörtímabilinu hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki lyft litla fingri í umdeildum átakamálum á sviði náttúruverndar, nema þá til að aðstoða framkvæmdaraðila eins og í laxeldismálinu sem þjösnað var í gegnum Alþingi síðastliðið haust. Nefna má nokkur fleiri mál sem benda til þess að svonefndir framkvæmdaaðilar mæti aldrei nokkurri andstöðu hjá þessari ríkisstjórn: Framkvæmdir við Hvalárvirkjun eru hafnar þrátt fyrir neikvætt umhverfismat og fjölda kærumála. Um 50 virkjanir eru í undirbúningi utan Rammaáætlunar, margar hverjar mjög umdeildar. Gefið hefur verið út rannsóknarleyfi fyrir virkjun í Djúpá þrátt fyrir að áin sé í verndarf lokki Rammaáætlunar. Unnið er að undirbúningi virkjunar í Skjálfandafljóti þrátt fyrir að áin sé í biðflokki Rammaáætlunar. Unnið er að gangsetningu kísilvers í Helguvík gegn vilja íbúa í Reykjanesbæ. Unnið er að fjölgun stóriðjuvera á Bakka með tilheyrandi mengun á svæðinu, þörf fyrir fjölgun virkjana og aukna losun gróðurhúsalofttegunda. Undirbúningur fyrir hafnargerð í Finnafirði mun vera kominn á fullt. Undirbúningur fyrir vegagerð í gegnum Teigsskóg er hafinn að nýju. Gengið er hratt á síðustu óspilltu víðernin hér á landi, þ. á m. Drangajökulsvíðerni með virkjun Hvalár og Landsvirkjun vinnur enn að undirbúningi jarðhitavirkjunar á miðhálendinu. Ríkisstjórnin hefur nýtt fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils til að fegra umbúðir náttúruverndarinnar en hún hefur ekki lagt í að taka á innihaldinu. Það kemur í ljós á næstu tveimur árum hvort eftirmæli ríkisstjórnarinnar á þessu sviði verða, en miðað við árangurinn hingað til gætu þau orðið „Ys og þys út af engu“.Höfundur var formaður Landverndar á árunum 2011-2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Hörður Guðmundsson Umhverfismál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú þegar kjörtímabil þessarar ríkisstjórnar er hálfnað er eðlilegt að meta árangur hennar í hinum ýmsu málum, náttúruverndinni þar á meðal. Við sem stóðum í náttúruverndarbaráttu á kjörtímabili vinstri stjórnarinnar 2009-2013 munum að aðild Vinstri grænna að ríkisstjórn er engin trygging fyrir öflugu náttúruverndarstarfi, nema síður sé. Sú ríkisstjórn vann hörðum höndum að uppbyggingu stóriðju á Bakka og í Helguvík, m.a. með framlögum úr ríkissjóði og virkjunum á einstæðum jarðhitasvæðum, leyfi var veitt til leitar og vinnslu olíu í íslensku hafsvæði og svæði eins og Mývatn, miðhálendið og Drangajökulsvíðerni voru sett í svonefndan virkjanaflokk rammaáætlunar. Það voru því ekki miklar væntingar sem maður bar til samstarfs Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, þeim f lokkum sem gangast við því að vera virkjanaf lokkar af gamla skólanum. Engu að síður má ríkisstjórnin eiga það að hún hefur gengið vasklega fram – í hinum óumdeildu málum. Þannig hefur Jökulsá á Fjöllum verið friðuð, enda var hún sett í verndarflokk rammaáætlunar 2013, hefur verið innan þjóðgarðs frá 2008 og ég þekki ekki það orkufyrirtæki sem er svo galið að ætla sér að virkja Dettifoss. Vatnajökulsþjóðgarður hefur verið stækkaður með því að færa undir hann svæði sem hafði hvort sem er verið sjálfstætt friðland í 45 ár. Og þriðji „stóri“ áfangi þessarar ríkisstjórnar í náttúruverndarmálum var svo skráning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Lauk þar með vegferð sem var svo óumdeild að hún hófst í tíð hægri stjórnarinnar 2013-2017 þegar umhverfisráðherra Framsóknarflokksins tilnefndi þjóðgarðinn til heimsminjaskrár. Á þessum tveimur árum sem liðin eru af kjörtímabilinu hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki lyft litla fingri í umdeildum átakamálum á sviði náttúruverndar, nema þá til að aðstoða framkvæmdaraðila eins og í laxeldismálinu sem þjösnað var í gegnum Alþingi síðastliðið haust. Nefna má nokkur fleiri mál sem benda til þess að svonefndir framkvæmdaaðilar mæti aldrei nokkurri andstöðu hjá þessari ríkisstjórn: Framkvæmdir við Hvalárvirkjun eru hafnar þrátt fyrir neikvætt umhverfismat og fjölda kærumála. Um 50 virkjanir eru í undirbúningi utan Rammaáætlunar, margar hverjar mjög umdeildar. Gefið hefur verið út rannsóknarleyfi fyrir virkjun í Djúpá þrátt fyrir að áin sé í verndarf lokki Rammaáætlunar. Unnið er að undirbúningi virkjunar í Skjálfandafljóti þrátt fyrir að áin sé í biðflokki Rammaáætlunar. Unnið er að gangsetningu kísilvers í Helguvík gegn vilja íbúa í Reykjanesbæ. Unnið er að fjölgun stóriðjuvera á Bakka með tilheyrandi mengun á svæðinu, þörf fyrir fjölgun virkjana og aukna losun gróðurhúsalofttegunda. Undirbúningur fyrir hafnargerð í Finnafirði mun vera kominn á fullt. Undirbúningur fyrir vegagerð í gegnum Teigsskóg er hafinn að nýju. Gengið er hratt á síðustu óspilltu víðernin hér á landi, þ. á m. Drangajökulsvíðerni með virkjun Hvalár og Landsvirkjun vinnur enn að undirbúningi jarðhitavirkjunar á miðhálendinu. Ríkisstjórnin hefur nýtt fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils til að fegra umbúðir náttúruverndarinnar en hún hefur ekki lagt í að taka á innihaldinu. Það kemur í ljós á næstu tveimur árum hvort eftirmæli ríkisstjórnarinnar á þessu sviði verða, en miðað við árangurinn hingað til gætu þau orðið „Ys og þys út af engu“.Höfundur var formaður Landverndar á árunum 2011-2015.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun