Undrast meint samráðsleysi um samgönguáætlun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 17:00 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm Þingmaður Framsóknarflokksins kveðst undrandi yfir umræðu um meint samráðsleysi við kynningu endurskoðaðrar samgönguáætlunar. Ólíklegt þykir að það takist að afgreiða málið fyrir áramót. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun til ársins 2034 á opnum fundi þann 17. október síðastliðinn og er hún nú í samráðsgátt. Ekki voru allir þingmenn sáttir þann stutta aðdraganda sem var að kynningunni en uppfærð samgönguáætlun hafði til að mynda ekki verið kynnt þingflokkum eða í ríkisstjórn.Sjá einnig: Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Líneik Anna Sævarsdóttir, flokksystir samgönguráðherra í Framsóknarflokknum og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, kveðst hissa yfir öllu tali um samráðsleysi. Ferlinu sé þannig háttað að málið fari fyrst í opið samráð í samráðsgátt, áður en það kemur til kasta þingsins. „Samgönguáætlun má segja að sé allt að því samfellt samráðsferli sem gengur bara hring eftir hring,“ segir Líneik. Eins og lögin geri ráð fyrir núna sé lögð fram samgönguáætlun til fimmtán ára og framkvæmdaáætlun til fimm ára. Áætlunin sé endurskoðuð á minnst þriggja ára fresti, jafnvel oftar. Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrr í mánuðinum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Fyrsta skrefið þegar það á að endurskoða samgönguáætlun er að ráðherra leggur fjárhagsramma fyrir samgönguráð,“ segir Líneik en í ráðinu sitja fulltrúar bæði ráðherra og fagstofnana. Ráðið vinni tillögu að samgönguáætlun og skili tillögu til ráðherra sem svo fer yfir tillöguna og gerir hana að sínu ef honum sýnist sem svo. Að því búnu fari hún svo í samráð við almenning. „Þar erum við stödd núna. Þriðji liðurinn er svo eftir þetta samráð, þá fer samgönguráðherra og hans ráðuneyti aftur yfir áætlunina, gerir hugsanlega einhverjar breytingar vegna ábendinga sem koma fram í samráðinu og eftir það verður áætlunin lögð fyrir þingið,“ segir Líneik.Ólíklegt að takist að klára fyrir áramót Drög að samgönguáætlun til ársins 2034 eru líkt og áður segir nú í samráðsgátt og er umsagnarfrestur til 31. október sem er á fimmtudaginn. Þá á eftir að vinna úr umsögnum og eftir atvikum gera breytingar áður en áætlunin kemur til kasta þingsins. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er síðasti þingfundur fyrir jólafrí föstudaginn 13. desember. „Ég á von á því að áætlunin verði lögð fyrir þingið eftir svona mánuð. Ég get ekki fullyrt að það verði hægt að ljúka vinnunni fyrir áramót,“ segir Líneik.Töluverð vinna framundan „Við komum því mjög skýrt á framfæri að það væri ekki nægjanlegt fjármagn ætlað í samgöngur og það náttúrlega hefur skilað því að það eru komnir fjórir milljarðar til viðbótar árlega,“ segir Líneik, spurð hvar helstu átakalínurnar liggi í umhverfis- og samgöngunefnd um áætlunina. Þegar nefndin var með málið til skoðunar í fyrra átti eftir að ganga frá samkomulaginu um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem nú er komið fram. „Við erum komin með ristastór skref frá því að við lukum vinnunni við síðustu áætlun í janúar. Við erum svo að fá inn flugstefnu í fyrsta skipti og heildarstefnu í almenningssamgöngum og ég sé fyrir mér að það verði töluverð vinna að fara í gegnum það,“ segir Líneik. Alþingi Framsóknarflokkurinn Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15 Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. 17. október 2019 12:00 Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Þingmenn eru margir hverjir ósátir við skort á fyrirvara við kynningu uppfærðrar og endurskoðaðar samgönguáætlunar. 17. október 2019 21:55 Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins kveðst undrandi yfir umræðu um meint samráðsleysi við kynningu endurskoðaðrar samgönguáætlunar. Ólíklegt þykir að það takist að afgreiða málið fyrir áramót. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun til ársins 2034 á opnum fundi þann 17. október síðastliðinn og er hún nú í samráðsgátt. Ekki voru allir þingmenn sáttir þann stutta aðdraganda sem var að kynningunni en uppfærð samgönguáætlun hafði til að mynda ekki verið kynnt þingflokkum eða í ríkisstjórn.Sjá einnig: Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Líneik Anna Sævarsdóttir, flokksystir samgönguráðherra í Framsóknarflokknum og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, kveðst hissa yfir öllu tali um samráðsleysi. Ferlinu sé þannig háttað að málið fari fyrst í opið samráð í samráðsgátt, áður en það kemur til kasta þingsins. „Samgönguáætlun má segja að sé allt að því samfellt samráðsferli sem gengur bara hring eftir hring,“ segir Líneik. Eins og lögin geri ráð fyrir núna sé lögð fram samgönguáætlun til fimmtán ára og framkvæmdaáætlun til fimm ára. Áætlunin sé endurskoðuð á minnst þriggja ára fresti, jafnvel oftar. Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrr í mánuðinum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Fyrsta skrefið þegar það á að endurskoða samgönguáætlun er að ráðherra leggur fjárhagsramma fyrir samgönguráð,“ segir Líneik en í ráðinu sitja fulltrúar bæði ráðherra og fagstofnana. Ráðið vinni tillögu að samgönguáætlun og skili tillögu til ráðherra sem svo fer yfir tillöguna og gerir hana að sínu ef honum sýnist sem svo. Að því búnu fari hún svo í samráð við almenning. „Þar erum við stödd núna. Þriðji liðurinn er svo eftir þetta samráð, þá fer samgönguráðherra og hans ráðuneyti aftur yfir áætlunina, gerir hugsanlega einhverjar breytingar vegna ábendinga sem koma fram í samráðinu og eftir það verður áætlunin lögð fyrir þingið,“ segir Líneik.Ólíklegt að takist að klára fyrir áramót Drög að samgönguáætlun til ársins 2034 eru líkt og áður segir nú í samráðsgátt og er umsagnarfrestur til 31. október sem er á fimmtudaginn. Þá á eftir að vinna úr umsögnum og eftir atvikum gera breytingar áður en áætlunin kemur til kasta þingsins. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er síðasti þingfundur fyrir jólafrí föstudaginn 13. desember. „Ég á von á því að áætlunin verði lögð fyrir þingið eftir svona mánuð. Ég get ekki fullyrt að það verði hægt að ljúka vinnunni fyrir áramót,“ segir Líneik.Töluverð vinna framundan „Við komum því mjög skýrt á framfæri að það væri ekki nægjanlegt fjármagn ætlað í samgöngur og það náttúrlega hefur skilað því að það eru komnir fjórir milljarðar til viðbótar árlega,“ segir Líneik, spurð hvar helstu átakalínurnar liggi í umhverfis- og samgöngunefnd um áætlunina. Þegar nefndin var með málið til skoðunar í fyrra átti eftir að ganga frá samkomulaginu um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem nú er komið fram. „Við erum komin með ristastór skref frá því að við lukum vinnunni við síðustu áætlun í janúar. Við erum svo að fá inn flugstefnu í fyrsta skipti og heildarstefnu í almenningssamgöngum og ég sé fyrir mér að það verði töluverð vinna að fara í gegnum það,“ segir Líneik.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15 Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. 17. október 2019 12:00 Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Þingmenn eru margir hverjir ósátir við skort á fyrirvara við kynningu uppfærðrar og endurskoðaðar samgönguáætlunar. 17. október 2019 21:55 Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15
Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. 17. október 2019 12:00
Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Þingmenn eru margir hverjir ósátir við skort á fyrirvara við kynningu uppfærðrar og endurskoðaðar samgönguáætlunar. 17. október 2019 21:55
Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37